Gefa leik og segja prófatörn ástæðuna en Ísfirðingum er ekki skemmt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 10:01 Strákarnir í Fjölni fá engan bikarleik í vetur eftir félagið dró lið sitt úr keppni. Mynd/Þorgils G. Fjölnismenn hafa ákveðið að hætta við að fara til Ísafjarðar og spila þar bikarleik gegn heimamönnum í Herði. Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar gefur lítið fyrir ástæður Grafarvogsbúa og telur vegalengdina til Ísafjarðar hafa vafist fyrir þeim. Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári. Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári.
Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira