TVG-Zimsen - miðstöð netverslunar TVG Zimsen 26. nóvember 2021 12:42 Elísa Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen Gígja Einarsdóttir TVG-Zimsen er með yfir 100 afhendingarstaði um land allt. TVG-Zimsen er alhliða flutningsmiðlun með sögu sem nær allt til ársins 1896. Fyrirtækið hefur í áratugi þjónustað viðskiptavini sína með flutningslausnum, bæði í flugfrakt og sjófrakt, og verið leiðandi á þeim vettvangi hér á landi. Undanfarin ár hefur þjónusta við netverslanir vaxið sem hluti af þjónustuframboði TVG-Zimsen og sífellt fleiri innlendar netverslanir kjósa að nýta sér fjölbreytta þjónustu fyrirtækisins. Í kringum stóra netverslunardaga eins og Singles day, Black Friday og Cyber Monday , verður oft mikill hamagangur enda nóg að gera í því að koma sendingum til móttakenda um land allt. Elísa Dögg Björnsdóttir er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen en hún segir þjónustuna alltaf vera númer eitt, tvö og þrjú. Afhending samdægurs á öllu Suðvesturhorninu „Við leggjum mikið upp úr því að þróa og auka þjónustuna okkar við viðskiptavini. Á undanförnum mánuðum höfum við t.d. verið að auka þjónustu okkar í dreifingu og bjóðum nú afhendingu sendinga samdægurs á öllu Suðvesturhorninu, allt frá Borgarnesi í vestri og á Selfoss í austri. Það má segja að þetta sé hið nýja stór-höfuðborgarsvæði,“ segir Elísa. TVG-Zimsen er með yfir 100 afhendingarstaði um land allt í samstarfi við Eimskip og fleiri samstarfsaðila og segir Elísa að 94% landsmanna geti valið að fá sendingar keyrðar heim að dyrum. „Svo erum við sífellt að bæta við afgreiðslustöðum og til dæmis hafa nýlega bæst við þjónustustöðvar Olís í Borgarnesi, Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri og til stendur að bæta við Varmahlíð og Reyðarfirði næstu daga.“ Í kringum daga eins og Black Friday er nóg að gera í vöruhúsi TVG-Zimsen. TVG-Zimsen Meira val og lengri opnunartími Kröfur viðskiptavina í netverslun eru alltaf að aukast og segir Elísa að TVG-Zimsen sé sífellt að hlusta á viðskiptavini sína og koma til móts við þá. „Í þessari þjónustu er val lykilatriði. Viðskiptavinurinn getur valið að fá sendingu keyrða heim eða sækja hana og þá er líka val um það hvar sendingin er sótt. Yfir 60% viðskiptavina okkar kýs að sækja sendingar á staði með 24 tíma opnunartíma. Með samstarfi okkar við aðila með sólarhringsopnun og með tilkomu boxanna okkar getum við nú boðið viðskiptavinum að velja hvar þeir sækja sendinguna sína og hvenær sólarhringsins. Þannig má segja að netverslanirnar séu líka að lengja sinn opnunartíma með því að nýta sér þessa þjónustu.“ Netverslun á fleygiferð Elísa segir netverslun og alla þjónustu sem er í kringum hana vera í sífelldri þróun og að sú þróun sé hröð. „Viðskiptavinir netverslana vilja hraða, upplýsingagjöf og mikla þjónustu og við reynum svo sannarlega að tikka í öll þau box. Við erum stöðugt að besta aksturinn og þær leiðir sem bílarnir keyra, auka upplýsingagjöf um staðsetningu bíla og sendinga og auðvitað endurskoða reglulega allt ferlið frá birgja til viðskiptavinar. Loks er leiðin til baka með skilavörur ekki síður mikilvægur þáttur í þjónustunni og höfum við lagt mikla vinnu í að koma því í góðan farveg. Maður þarf að vera á tánum í þessu til að missa ekki af lestinni.“ Sífellt fleiri tækifæri Elísa segir þjónustu TVG-Zimsen við netverslanir vera mjög fjölþætta, ekki síst vegna þeirra tenginga sem fyrirtækið hefur í innflutningi. „Við getum í raun boðið netverslunum alhliða þjónustu allt frá innflutningi frá erlendum birgjum og skjalagerð allt til hýsingar og dreifingar. Við erum í raun svokallað „one-stop-shop“ fyrir netverslanir og er starfsfólk okkar komið með ansi yfirgripsmikla reynslu í þessari þjónustu. Við höfum því kallað okkur miðstöð netverslunar og teljum okkur svo sannarlega standa undir því,“ segir Elísa að lokum. Verslun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
TVG-Zimsen er alhliða flutningsmiðlun með sögu sem nær allt til ársins 1896. Fyrirtækið hefur í áratugi þjónustað viðskiptavini sína með flutningslausnum, bæði í flugfrakt og sjófrakt, og verið leiðandi á þeim vettvangi hér á landi. Undanfarin ár hefur þjónusta við netverslanir vaxið sem hluti af þjónustuframboði TVG-Zimsen og sífellt fleiri innlendar netverslanir kjósa að nýta sér fjölbreytta þjónustu fyrirtækisins. Í kringum stóra netverslunardaga eins og Singles day, Black Friday og Cyber Monday , verður oft mikill hamagangur enda nóg að gera í því að koma sendingum til móttakenda um land allt. Elísa Dögg Björnsdóttir er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen en hún segir þjónustuna alltaf vera númer eitt, tvö og þrjú. Afhending samdægurs á öllu Suðvesturhorninu „Við leggjum mikið upp úr því að þróa og auka þjónustuna okkar við viðskiptavini. Á undanförnum mánuðum höfum við t.d. verið að auka þjónustu okkar í dreifingu og bjóðum nú afhendingu sendinga samdægurs á öllu Suðvesturhorninu, allt frá Borgarnesi í vestri og á Selfoss í austri. Það má segja að þetta sé hið nýja stór-höfuðborgarsvæði,“ segir Elísa. TVG-Zimsen er með yfir 100 afhendingarstaði um land allt í samstarfi við Eimskip og fleiri samstarfsaðila og segir Elísa að 94% landsmanna geti valið að fá sendingar keyrðar heim að dyrum. „Svo erum við sífellt að bæta við afgreiðslustöðum og til dæmis hafa nýlega bæst við þjónustustöðvar Olís í Borgarnesi, Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri og til stendur að bæta við Varmahlíð og Reyðarfirði næstu daga.“ Í kringum daga eins og Black Friday er nóg að gera í vöruhúsi TVG-Zimsen. TVG-Zimsen Meira val og lengri opnunartími Kröfur viðskiptavina í netverslun eru alltaf að aukast og segir Elísa að TVG-Zimsen sé sífellt að hlusta á viðskiptavini sína og koma til móts við þá. „Í þessari þjónustu er val lykilatriði. Viðskiptavinurinn getur valið að fá sendingu keyrða heim eða sækja hana og þá er líka val um það hvar sendingin er sótt. Yfir 60% viðskiptavina okkar kýs að sækja sendingar á staði með 24 tíma opnunartíma. Með samstarfi okkar við aðila með sólarhringsopnun og með tilkomu boxanna okkar getum við nú boðið viðskiptavinum að velja hvar þeir sækja sendinguna sína og hvenær sólarhringsins. Þannig má segja að netverslanirnar séu líka að lengja sinn opnunartíma með því að nýta sér þessa þjónustu.“ Netverslun á fleygiferð Elísa segir netverslun og alla þjónustu sem er í kringum hana vera í sífelldri þróun og að sú þróun sé hröð. „Viðskiptavinir netverslana vilja hraða, upplýsingagjöf og mikla þjónustu og við reynum svo sannarlega að tikka í öll þau box. Við erum stöðugt að besta aksturinn og þær leiðir sem bílarnir keyra, auka upplýsingagjöf um staðsetningu bíla og sendinga og auðvitað endurskoða reglulega allt ferlið frá birgja til viðskiptavinar. Loks er leiðin til baka með skilavörur ekki síður mikilvægur þáttur í þjónustunni og höfum við lagt mikla vinnu í að koma því í góðan farveg. Maður þarf að vera á tánum í þessu til að missa ekki af lestinni.“ Sífellt fleiri tækifæri Elísa segir þjónustu TVG-Zimsen við netverslanir vera mjög fjölþætta, ekki síst vegna þeirra tenginga sem fyrirtækið hefur í innflutningi. „Við getum í raun boðið netverslunum alhliða þjónustu allt frá innflutningi frá erlendum birgjum og skjalagerð allt til hýsingar og dreifingar. Við erum í raun svokallað „one-stop-shop“ fyrir netverslanir og er starfsfólk okkar komið með ansi yfirgripsmikla reynslu í þessari þjónustu. Við höfum því kallað okkur miðstöð netverslunar og teljum okkur svo sannarlega standa undir því,“ segir Elísa að lokum.
Verslun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira