TréNA leiðir til fangelsisdóms vegna ólöglegs skógarhöggs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:28 Umrædd hlyntegund er afar eftirsótt og viðurinn meðal annars notaður í hljóðfæri á borð við fiðlur og gítara. Getty Forsprakki hóps sem stundaði ólöglegt skógarhögg í Olympic-þjóðarskóginum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi eftir að eldur sem mennirnir kveiktu breiddist út í skóginum. Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá. Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira