Vanur gagnrýni á störf sín og óttast ekki framhaldið Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Sigmar Guðmundsson er kominn inn á þing fyrir Viðreisn. Eftir að hafa unnið á RÚV og gert mögulega allt sem hægt er að gera í fjölmiðlum, er hann á leið á þing fyrir Viðreisn. En hvers vegna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Sindri Sindrason í morgunkaffi til Sigmars Guðmundssonar á fallegt heimili hans og Júlíönu Einarsdóttur í Hlíðunum. Sigmar vaknar vanalega eldsnemma morguns. „Ég byrjaði á RÚV árið 1998 og svo allt í einu gerðist það í vor að mér stóð til boða að söðla um. Ég var búinn að gera rosalega margt af því sem hægt er að gera í útvarpi og sjónvarpi, búinn að stýra allskonar sjónvarpsþáttum, útvarpsþáttum, skemmtiþáttum, viðtalsþáttum vísindaþáttum og spurningaþáttum. Ég var búinn að gera mjög mikið. Mér fannst ég á þessum tíma í stöðunni, ætla ég að vera á Ríkisútvarpinu út ævina eða langar mig að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sigmar. „Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að fara í pólitík. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á pólitík en svo bauðst mér þetta, fékk bara fyrirspurn frá uppstillingarnefnd hjá Viðreisn. Það er hrikalega gaman að vinna á fjölmiðli og þetta var því spurningin á ég að sleppa því og prófa hitt. Svo er þetta mikil óvissa, nærðu inn á þing? Það var ein spurningin.“ Eins og áður segir var Sigmar lengi á RÚV og meðal annars lengi í Kastljósinu. Hann segist hafa orðið vanur að fá yfir sig töluverða gagnrýni í því starfi. „En sú gagnrýni er ekki eins óvægin og í pólitíkinni. Það er bara eitthvað af þessu sem maður tók inn í jöfnuna og ég kvíði því ekkert. Það er bara partur af þessu en mér finnst reyndar stundum umræðan á netinu vera aðeins of.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Alþingi Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Sindri Sindrason í morgunkaffi til Sigmars Guðmundssonar á fallegt heimili hans og Júlíönu Einarsdóttur í Hlíðunum. Sigmar vaknar vanalega eldsnemma morguns. „Ég byrjaði á RÚV árið 1998 og svo allt í einu gerðist það í vor að mér stóð til boða að söðla um. Ég var búinn að gera rosalega margt af því sem hægt er að gera í útvarpi og sjónvarpi, búinn að stýra allskonar sjónvarpsþáttum, útvarpsþáttum, skemmtiþáttum, viðtalsþáttum vísindaþáttum og spurningaþáttum. Ég var búinn að gera mjög mikið. Mér fannst ég á þessum tíma í stöðunni, ætla ég að vera á Ríkisútvarpinu út ævina eða langar mig að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sigmar. „Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að fara í pólitík. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á pólitík en svo bauðst mér þetta, fékk bara fyrirspurn frá uppstillingarnefnd hjá Viðreisn. Það er hrikalega gaman að vinna á fjölmiðli og þetta var því spurningin á ég að sleppa því og prófa hitt. Svo er þetta mikil óvissa, nærðu inn á þing? Það var ein spurningin.“ Eins og áður segir var Sigmar lengi á RÚV og meðal annars lengi í Kastljósinu. Hann segist hafa orðið vanur að fá yfir sig töluverða gagnrýni í því starfi. „En sú gagnrýni er ekki eins óvægin og í pólitíkinni. Það er bara eitthvað af þessu sem maður tók inn í jöfnuna og ég kvíði því ekkert. Það er bara partur af þessu en mér finnst reyndar stundum umræðan á netinu vera aðeins of.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Alþingi Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira