Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 11:28 Fjöldi fólks reiknar með rjúpum í matinn á aðfangadagskvöld. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“ Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“
Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16