Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 16:43 Íslenska landsliðið hefur á síðustu dögum skorað níu mörk í tveimur sigrum, gegn Tékklandi og Kýpur. Næsta sumar bíða hins vegar mun erfiðari mótherjar á Evrópumótinu í Englandi. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Sjá meira