Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 13:03 Þingið fer fram í Borgarnesi um helgina og hefur heppnast mjög vel. Aðsend Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum. Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún. Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún.
Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira