Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 04:41 Birgir Ármannsson var í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sannkölluðu baráttusæti, og náði á þing. Vísir/vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar.
Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55