Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2021 15:30 Breiðablik sló út króatíska liðið Osijek og kom sér þannig í nýja riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í haust. vísir/Hulda Margrét „Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta. Bæði karla- og kvennalið Breiðabliks hafa komist svo langt í Evrópukeppnum í ár að flóðlýsingin á Kópavogsvelli telst ekki nægjanlega góð fyrir leiki á svo háu stigi. Flóðljós vallarins, sem sett voru upp árið 2019, eru 500 lúx en kröfur UEFA í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna kalla á að lýsingin sé 800 lúx. Karlalið Blika varð að mæta Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, því þar er gerð krafa um að lýsingin sé að minnsta kosti 1.200 lúx. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins með meira en 500 lúx lýsingu og ef að Blikakonur fá ekki einhverja sérstaka undanþágu frá UEFA þurfa þær að mæta PSG, Real Madrid og Kharkiv á þeim velli. Laugardalsvöllur er hins vegar grasvöllur, öfugt við Kópavogsvöll, og alls kostar óvíst að hægt verði að spila þar í nóvember og desember. Vandamál Blikakvenna væri ekki til staðar ef Kópavogsbær hefði ákveðið að fjárfesta í lýsingu upp á 800 lúx eins og Pétur Hrafn, sem er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði til. Í grein sinni á Vísi skrifar hann meðal annars: „Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. „Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux.“ Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.““ „Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna“ Pétur Hrafn segir bæjarráð Kópavogs hafa sparað sér aurinn en hent krónunni, og bendir á að tugir milljóna hafi verið í húfi fyrir karlalið Breiðablik í einvíginu við Aberdeen, sem og hjá kvennaliðinu sem fær til að mynda 7,5 milljónir (50.000 evrur) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni og tryggði sér 75 milljónir króna (500.000 evrur) fyrir að komast í riðlakeppnina. „Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli,“ segir Pétur. Grein Péturs má lesa í heild sinni með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir „Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05 Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25 Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Breiðabliks hafa komist svo langt í Evrópukeppnum í ár að flóðlýsingin á Kópavogsvelli telst ekki nægjanlega góð fyrir leiki á svo háu stigi. Flóðljós vallarins, sem sett voru upp árið 2019, eru 500 lúx en kröfur UEFA í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna kalla á að lýsingin sé 800 lúx. Karlalið Blika varð að mæta Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, því þar er gerð krafa um að lýsingin sé að minnsta kosti 1.200 lúx. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins með meira en 500 lúx lýsingu og ef að Blikakonur fá ekki einhverja sérstaka undanþágu frá UEFA þurfa þær að mæta PSG, Real Madrid og Kharkiv á þeim velli. Laugardalsvöllur er hins vegar grasvöllur, öfugt við Kópavogsvöll, og alls kostar óvíst að hægt verði að spila þar í nóvember og desember. Vandamál Blikakvenna væri ekki til staðar ef Kópavogsbær hefði ákveðið að fjárfesta í lýsingu upp á 800 lúx eins og Pétur Hrafn, sem er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði til. Í grein sinni á Vísi skrifar hann meðal annars: „Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. „Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux.“ Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.““ „Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna“ Pétur Hrafn segir bæjarráð Kópavogs hafa sparað sér aurinn en hent krónunni, og bendir á að tugir milljóna hafi verið í húfi fyrir karlalið Breiðablik í einvíginu við Aberdeen, sem og hjá kvennaliðinu sem fær til að mynda 7,5 milljónir (50.000 evrur) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni og tryggði sér 75 milljónir króna (500.000 evrur) fyrir að komast í riðlakeppnina. „Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli,“ segir Pétur. Grein Péturs má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir „Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05 Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25 Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05
Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25
Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31