Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2021 11:37 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður. Vísir/Stöð 2 Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár. Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún. Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún.
Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira