Taka sig alls ekki of alvarlega Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Sunneva og Jóhanna störfuðu meðal annars fyrir Sorpu í þáttunum #Samstarf, sem framleiddir eru af Ketchup Creative fyrir Stöð 2+ efnisveituna. Ketchup Creative Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman. „Við kynntumst á fyrsta árinu okkar í MS,“ segir Sunneva um það hversu langt aftur þeirra vinskapur nær. „Við hittumst fyrst á nýnemadeginum, við smullum saman strax,“ bætir Jóhanna þá við. „Síðan þá erum við búnar að vera bókstaflega óaðskiljanlegar,“ útskýrir Sunneva. „Við gerðum allt saman og allir okkar nánustu vinir, við erum risa vinahópur.“ Jóhanna segir að fólkið sem þær kynntust sé það sem standi mest upp úr frá framhaldsskólaárunum, og öll böllin auðvitað. „Vinahópurinn okkar í dag erum við vinkonurnar úr MS og svo makar,“ segir Jóhanna. Óvissuferð til Balí Eftir að þær kláruðu MS fóru Jóhanna og Sunneva tvær saman til Balí í þrjár vikur. Sunneva segir að það hafi verið algjörlega fyrir utan þeirra þægindaramma að fara aleinar, án þess að hafa planað neitt hvað þær ætluðu að gera þar. „Við fórum bara á brimbretti og eitthvað þannig, og við hötum sko sjóinn,“ segir Sunneva og hlær. Eftir menntaskólann leit út fyrir að þær myndu áfram fylgjast að í náminu og byrjuðu þær báðar saman í viðskiptafræði í háskólanum. „Ég hætti eftir tvær vikur, þetta var alls ekki fyrir mig,“ segir Jóhanna. Hún fór í nám í iðjuþjálfunarfræði en Sunneva kláraði viðskiptafræðina. Báðar eru í námi í dag. „Við vorum samt alltaf að læra saman þó að við værum ekki í sama náminu.“ Sunneva og Jóhanna árið sem þær kynntust. Þær hafa verið óaðskiljanlegar síðan í menntaskóla.Mynd úr einkasafni Hefði ekki gengið öðruvísi Jóhanna á eina dóttur og segir að það sé ekkert betra en móðurhlutverkið. Sunneva segist elska „frænku“ hlutverkið. Þær eru einstaklega samrýmdar og eyða mjög miklum tíma saman og það hentar því vel að kærastarnir þeirra ná vel saman líka. „Þeir geta ekki ekki verið vinir, það myndi ekki ganga upp,“ segir Jóhanna. Kærastarnir þeirra eru þó mun minna fyrir sviðsljós samfélagsmiðlanna en þær. „Þeir eru í skugganum og halda á veskjunum okkar á meðan,“ grínast Sunneva með. „Þeir eru á bak við allar myndirnar.“ Þær segja að kærastarnir séu í dag orðnir mjög góðir í að taka af þeim myndir og myndbönd fyrir samfélagsmiðla, sem kemur sér vel fyrir þær. Þó að þær séu vinsælar á samfélagsmiðlum, segjast þær ekkert eyða meiri tíma á Instagram en aðrir. Þær nýti tímann þar þó hugsanlega öðruvísi. „Við eyðum tímanum öðruvísi heldur en fólk sem er bara að skrolla af því að við erum að búa til efni,“ segir Sunneva. Hún segir að þegar þær vinkonurnar séu saman séu símarnir oftast bara á borðinu. Utanlandsferðir og spennandi verkefni Báðar byrjuðu þær mjög snemma að fá tekjur út úr sínum samfélagsmiðlum og hafa starfað með fjölda fyrirtækja í gegnum árin. „Ég fór í mitt fyrsta samstarf í lok ársins 2016,“ segir Sunneva, sem titlar sig þó frekar sem viðskiptafræðing eða nema en áhrifavald. Árið 2017 byrjaði hún að vinna með umboðsskrifstofu og fór þá samstörfunum að fjölga hratt. Í dag er Sunneva með hátt í fimmtíu þúsund fylgjendur á Instagram og Jóhanna með um fimmtán þúsund. Sunneva á Instagram Jóhanna á Instagram „Við erum mikið að vinna með sömu fyrirtækjunum,“ segir Jóhanna. Oft eru þær að taka spennandi verkefni að sér saman og hafa til dæmis farið í utanlandsferð saman til þess að auglýsa flugvöll og flugfélag. Jóhanna og Sunneva störfuðu um tíma báðar sem flugfreyjur hjá WOW air.Mynd úr einkasafni Ætluðu að byrja á Youtube Í raunveruleikaþáttunum #Samstarf prófa þær hin ýmsu störf og áhorfendur fá að fylgjast með. Þessi þáttur er lant frá því að vera þeirra fyrsta sameiginlega verkefni fyrir utan samfélagsmiðlana. „Við unnum báðar hjá WOW og svo unnum við líka einu sinni saman hjá Sambíóunum,“ segir Jóhanna. „Við ætluðum alltaf að vera með Youtube rás,“ viðurkennir Sunneva um drauma þeirra um að gera myndbandsþætti saman. „Við vorum alltaf reglulega í beinni á Instagram og fólk hafði greinilega áhuga á að kynnast okkur.“ Þeirra húmor rauði þráðurinn Þær segja að í þessum nýju þáttum fái fólk klárlega að sjá þeirra persónuleika og húmor. „Við vorum bara eins og við erum venjulega þegar við erum saman,“ segir Jóhanna. „Þegar við erum saman erum við oftast í hláturskasti níutíu prósent af tímanum,“ segir Sunneva. Þær segjast alls ekki taka sig of alvarlega og skemmtu sér mjög vel við gerð þáttanna. „Mest var tekið bara í einni töku. Ef það þurfti að taka eitthvað upp aftur var það út af því að einhver annar klúðraði sem kom inn. Þetta er bara okkar húmor, við að djóka,“ segir Sunneva. „Við tökum okkur ekki of alvarlega í þessum þáttum og vonum að áhorfendur gerið það ekki heldur,“ segir Jóhanna. Orðnar vanar neikvæðum athugasemdum Þær segja að Auðunn Blöndal hafi fyrst komið með hugmyndina að því að Sunneva færi af stað með sjónvarpsþátt á Stöð 2+ efnisveitunni. Hún hafi mætt á fund og sagt þar strax að hún færi ekki af stað í slíkt verkefni án þess að hafa Jóhönnu með sér í þáttunum. „Þau voru mjög til í það og ég sagði þá bara já án þess að hún vissi af því, svo hringdi ég bara í hana og sagði henni að við værum að fara að vera með sjónvarpsþætti,“ segir Sunneva. „Það er alltaf að fara að vera jákvæðni og neikvæðni í kringum þetta en við erum ótrúlega góðar að loka á það, við erum komnar í æfingu,“ segir Jóhanna. „Við höfum fengið alls konar leiðinleg skilaboð í gegnum tíðina,“ segir Sunneva. „Við stöndum bara saman í þessu og reynum að hugsa „fokk it“ þetta skiptir ekki máli,“ útskýrir Jóhanna. „Ef einhverjum finnst leiðinlegt það sem við erum að gera þá bara þarf hann ekki að horfa,“ segir þá Sunneva. Stilla úr þáttunum #Samstarf, þar sem vinkonurnar prófa starf bílastæðavarða.Ketchup Creative Íslendingar „savage“ í athugasemdakerfum Þær viðurkenna að neikvæðar athugasemdir séu það leiðinlegasta við samfélagsmiðlana. Þær eru þó komnar með þykkan skráp í dag en segja að margir taki þetta mikið inn á sig. „Fólk er alveg að brotna niður og á mjög erfitt, sem er alveg ótrúlega leiðinlegt. Þú þarft að vera frekar mikið sterk manneskja til að vera á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Íslandi. Íslendingar eru savage, segir Sunneva. „Það er líka miklu auðveldara að ná til manneskjunnar, þetta er svo lítið land.“ Báðar eru þeirrar skoðunar að það sé allt of mikið af neikvæðni á Twitter og halda sig því við Instagram. Þær telja að kostirnir við samfélagsmiðla séu samt miklu fleiri en gallarnir. „Það er bara gaman að geta miðlað upplýsingum til annarra og geta hjálpað öðrum,“ segir Jóhanna um helstu kosti samfélagsmiðlanna. „Líka allt fólkið sem maður kynnist. Þetta snýst svo mikið um samskipti,“ bætir Sunneva við. Þær eru líka sammála um það að þær hafi fengið fullt af tækifærum sem þær hefðu ekki fengið án samfélagsmiðla, eins og til dæmis að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Tóku varla eftir myndavélunum Þættirnir #Samstarf voru teknir upp í sumar. Í hverjum þætti fá þær nýtt og krefjandi verkefni og í fyrsta þættinum fá þær að prófa að vera sundlaugarverðir. Fyrsti þátturinn er kominn út og fara þeir svo vikulega inn á Stöð 2+ efnisveituna. „Þetta er allt annað en samfélagsmiðlarnir því þú stjórnar hundrað prósent því sem þú deilir á samfélagsmiðlum,“ segir Sunneva. „Og hvaða hlið þú snýrð að myndavélinni,“ segir Jóhanna og hlær. „Þetta var öðruvísi og alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Sunneva um reynsluna og væri algjörlega til í að gera fleiri sjónvarpsþætti. „Þetta tökulið var líka svo frábært og lét okkur líða svo vel og gerðu þetta svo þægilegt fyrir okkur. Ketchup þau eru bara best,“ segir Jóhanna. „Við tókum varla eftir myndavélunum, við vorum bara að vera við og náum að slaka vel á saman,“ segir Sunneva. Báðar segja að sveitastörfin hafi staðið upp úr og gætu þær algjörlega hugsað sér að vinna eitt sumar í sveit. „Það var líka ótrúlega gott veður og þau tóku svo vel á móti okkur. Þau hafa mikið verið að taka á móti leikskólum svo þau eru vön okkar húmor,“ segir Jóhanna. „Það var svo mikið af verkefnum sem við höfðum aldrei prufað og ég elska að prófa eitthvað sem ég hef aldrei gert á ævinni. Að mjólka beljur er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Sunneva að lokum. Hér fyrir neðan má sjá smá sýnishorn af #Samstarf. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) Helgarviðtal Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar #Samstarf Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Við kynntumst á fyrsta árinu okkar í MS,“ segir Sunneva um það hversu langt aftur þeirra vinskapur nær. „Við hittumst fyrst á nýnemadeginum, við smullum saman strax,“ bætir Jóhanna þá við. „Síðan þá erum við búnar að vera bókstaflega óaðskiljanlegar,“ útskýrir Sunneva. „Við gerðum allt saman og allir okkar nánustu vinir, við erum risa vinahópur.“ Jóhanna segir að fólkið sem þær kynntust sé það sem standi mest upp úr frá framhaldsskólaárunum, og öll böllin auðvitað. „Vinahópurinn okkar í dag erum við vinkonurnar úr MS og svo makar,“ segir Jóhanna. Óvissuferð til Balí Eftir að þær kláruðu MS fóru Jóhanna og Sunneva tvær saman til Balí í þrjár vikur. Sunneva segir að það hafi verið algjörlega fyrir utan þeirra þægindaramma að fara aleinar, án þess að hafa planað neitt hvað þær ætluðu að gera þar. „Við fórum bara á brimbretti og eitthvað þannig, og við hötum sko sjóinn,“ segir Sunneva og hlær. Eftir menntaskólann leit út fyrir að þær myndu áfram fylgjast að í náminu og byrjuðu þær báðar saman í viðskiptafræði í háskólanum. „Ég hætti eftir tvær vikur, þetta var alls ekki fyrir mig,“ segir Jóhanna. Hún fór í nám í iðjuþjálfunarfræði en Sunneva kláraði viðskiptafræðina. Báðar eru í námi í dag. „Við vorum samt alltaf að læra saman þó að við værum ekki í sama náminu.“ Sunneva og Jóhanna árið sem þær kynntust. Þær hafa verið óaðskiljanlegar síðan í menntaskóla.Mynd úr einkasafni Hefði ekki gengið öðruvísi Jóhanna á eina dóttur og segir að það sé ekkert betra en móðurhlutverkið. Sunneva segist elska „frænku“ hlutverkið. Þær eru einstaklega samrýmdar og eyða mjög miklum tíma saman og það hentar því vel að kærastarnir þeirra ná vel saman líka. „Þeir geta ekki ekki verið vinir, það myndi ekki ganga upp,“ segir Jóhanna. Kærastarnir þeirra eru þó mun minna fyrir sviðsljós samfélagsmiðlanna en þær. „Þeir eru í skugganum og halda á veskjunum okkar á meðan,“ grínast Sunneva með. „Þeir eru á bak við allar myndirnar.“ Þær segja að kærastarnir séu í dag orðnir mjög góðir í að taka af þeim myndir og myndbönd fyrir samfélagsmiðla, sem kemur sér vel fyrir þær. Þó að þær séu vinsælar á samfélagsmiðlum, segjast þær ekkert eyða meiri tíma á Instagram en aðrir. Þær nýti tímann þar þó hugsanlega öðruvísi. „Við eyðum tímanum öðruvísi heldur en fólk sem er bara að skrolla af því að við erum að búa til efni,“ segir Sunneva. Hún segir að þegar þær vinkonurnar séu saman séu símarnir oftast bara á borðinu. Utanlandsferðir og spennandi verkefni Báðar byrjuðu þær mjög snemma að fá tekjur út úr sínum samfélagsmiðlum og hafa starfað með fjölda fyrirtækja í gegnum árin. „Ég fór í mitt fyrsta samstarf í lok ársins 2016,“ segir Sunneva, sem titlar sig þó frekar sem viðskiptafræðing eða nema en áhrifavald. Árið 2017 byrjaði hún að vinna með umboðsskrifstofu og fór þá samstörfunum að fjölga hratt. Í dag er Sunneva með hátt í fimmtíu þúsund fylgjendur á Instagram og Jóhanna með um fimmtán þúsund. Sunneva á Instagram Jóhanna á Instagram „Við erum mikið að vinna með sömu fyrirtækjunum,“ segir Jóhanna. Oft eru þær að taka spennandi verkefni að sér saman og hafa til dæmis farið í utanlandsferð saman til þess að auglýsa flugvöll og flugfélag. Jóhanna og Sunneva störfuðu um tíma báðar sem flugfreyjur hjá WOW air.Mynd úr einkasafni Ætluðu að byrja á Youtube Í raunveruleikaþáttunum #Samstarf prófa þær hin ýmsu störf og áhorfendur fá að fylgjast með. Þessi þáttur er lant frá því að vera þeirra fyrsta sameiginlega verkefni fyrir utan samfélagsmiðlana. „Við unnum báðar hjá WOW og svo unnum við líka einu sinni saman hjá Sambíóunum,“ segir Jóhanna. „Við ætluðum alltaf að vera með Youtube rás,“ viðurkennir Sunneva um drauma þeirra um að gera myndbandsþætti saman. „Við vorum alltaf reglulega í beinni á Instagram og fólk hafði greinilega áhuga á að kynnast okkur.“ Þeirra húmor rauði þráðurinn Þær segja að í þessum nýju þáttum fái fólk klárlega að sjá þeirra persónuleika og húmor. „Við vorum bara eins og við erum venjulega þegar við erum saman,“ segir Jóhanna. „Þegar við erum saman erum við oftast í hláturskasti níutíu prósent af tímanum,“ segir Sunneva. Þær segjast alls ekki taka sig of alvarlega og skemmtu sér mjög vel við gerð þáttanna. „Mest var tekið bara í einni töku. Ef það þurfti að taka eitthvað upp aftur var það út af því að einhver annar klúðraði sem kom inn. Þetta er bara okkar húmor, við að djóka,“ segir Sunneva. „Við tökum okkur ekki of alvarlega í þessum þáttum og vonum að áhorfendur gerið það ekki heldur,“ segir Jóhanna. Orðnar vanar neikvæðum athugasemdum Þær segja að Auðunn Blöndal hafi fyrst komið með hugmyndina að því að Sunneva færi af stað með sjónvarpsþátt á Stöð 2+ efnisveitunni. Hún hafi mætt á fund og sagt þar strax að hún færi ekki af stað í slíkt verkefni án þess að hafa Jóhönnu með sér í þáttunum. „Þau voru mjög til í það og ég sagði þá bara já án þess að hún vissi af því, svo hringdi ég bara í hana og sagði henni að við værum að fara að vera með sjónvarpsþætti,“ segir Sunneva. „Það er alltaf að fara að vera jákvæðni og neikvæðni í kringum þetta en við erum ótrúlega góðar að loka á það, við erum komnar í æfingu,“ segir Jóhanna. „Við höfum fengið alls konar leiðinleg skilaboð í gegnum tíðina,“ segir Sunneva. „Við stöndum bara saman í þessu og reynum að hugsa „fokk it“ þetta skiptir ekki máli,“ útskýrir Jóhanna. „Ef einhverjum finnst leiðinlegt það sem við erum að gera þá bara þarf hann ekki að horfa,“ segir þá Sunneva. Stilla úr þáttunum #Samstarf, þar sem vinkonurnar prófa starf bílastæðavarða.Ketchup Creative Íslendingar „savage“ í athugasemdakerfum Þær viðurkenna að neikvæðar athugasemdir séu það leiðinlegasta við samfélagsmiðlana. Þær eru þó komnar með þykkan skráp í dag en segja að margir taki þetta mikið inn á sig. „Fólk er alveg að brotna niður og á mjög erfitt, sem er alveg ótrúlega leiðinlegt. Þú þarft að vera frekar mikið sterk manneskja til að vera á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Íslandi. Íslendingar eru savage, segir Sunneva. „Það er líka miklu auðveldara að ná til manneskjunnar, þetta er svo lítið land.“ Báðar eru þeirrar skoðunar að það sé allt of mikið af neikvæðni á Twitter og halda sig því við Instagram. Þær telja að kostirnir við samfélagsmiðla séu samt miklu fleiri en gallarnir. „Það er bara gaman að geta miðlað upplýsingum til annarra og geta hjálpað öðrum,“ segir Jóhanna um helstu kosti samfélagsmiðlanna. „Líka allt fólkið sem maður kynnist. Þetta snýst svo mikið um samskipti,“ bætir Sunneva við. Þær eru líka sammála um það að þær hafi fengið fullt af tækifærum sem þær hefðu ekki fengið án samfélagsmiðla, eins og til dæmis að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Tóku varla eftir myndavélunum Þættirnir #Samstarf voru teknir upp í sumar. Í hverjum þætti fá þær nýtt og krefjandi verkefni og í fyrsta þættinum fá þær að prófa að vera sundlaugarverðir. Fyrsti þátturinn er kominn út og fara þeir svo vikulega inn á Stöð 2+ efnisveituna. „Þetta er allt annað en samfélagsmiðlarnir því þú stjórnar hundrað prósent því sem þú deilir á samfélagsmiðlum,“ segir Sunneva. „Og hvaða hlið þú snýrð að myndavélinni,“ segir Jóhanna og hlær. „Þetta var öðruvísi og alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Sunneva um reynsluna og væri algjörlega til í að gera fleiri sjónvarpsþætti. „Þetta tökulið var líka svo frábært og lét okkur líða svo vel og gerðu þetta svo þægilegt fyrir okkur. Ketchup þau eru bara best,“ segir Jóhanna. „Við tókum varla eftir myndavélunum, við vorum bara að vera við og náum að slaka vel á saman,“ segir Sunneva. Báðar segja að sveitastörfin hafi staðið upp úr og gætu þær algjörlega hugsað sér að vinna eitt sumar í sveit. „Það var líka ótrúlega gott veður og þau tóku svo vel á móti okkur. Þau hafa mikið verið að taka á móti leikskólum svo þau eru vön okkar húmor,“ segir Jóhanna. „Það var svo mikið af verkefnum sem við höfðum aldrei prufað og ég elska að prófa eitthvað sem ég hef aldrei gert á ævinni. Að mjólka beljur er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Sunneva að lokum. Hér fyrir neðan má sjá smá sýnishorn af #Samstarf. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss)
Helgarviðtal Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar #Samstarf Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira