Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 20:25 Ragna mun ekki geta keyrt bíl allavega í hálft ár á meðan hún nær fullum bata eftir slysið. „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum. Rafhlaupahjól Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Ragna ákvað að stytta sér ferðina heim úr bænum og leigði sér rafhlaupahjól. „Ég man reyndar ekkert eftir því að hafa dottið af hjólinu en þegar ég lít í spegilinn í lyftunni heima hjá mér sá ég taum af blóði leka úr hausnum á mér og þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ segir Ragna sem fór þá heim til móður sinnar sem hjálpaði henni að hreinsa sárið. Fékk flogakast tveimur dögum eftir slysið Ragna segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið höggið hafi verið en hún hafi samt sem áður fundið fyrir bólgu í hnakkanum. Tveimur dögum seinna er ég stödd í hljóðveri með vinum mínum að taka upp lag. Svo man ég eftir því að það bergmálar allt, ég hugsaði þá að Andri vinur minn væri eitthvað að fikta í græjunum. Ég fer svo fram til þess að fá mér vatnsglas og kem ekki aftur. Á þessum tímapunkti fer Ragna í flogakast en vinur hennar Andri heyrði lætin og fer fram að athuga hvað gangi á. Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7, lenti í alvarlegu slysi á rafhlaupahjóli sem varð til þess að blæddi inn á heila hennar. „Andri er sjálfur flogaveikur svo að hann var fljótur að átta sig á því hvað var að gerast og hringdi á sjúkrabíl.“ Ég man sjálf ekkert eftir flogakastinu sjálfu heldur er ég bara með minningu um það að ég stend við hliðina á Andra og ég sé sjúkraflutningamenn koma inn. Ég vissi ekki að þeir væru komnir til að þess að sækja mig. Þegar komið var á spítalann fer Ragna í myndatöku sem leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Hún segist hafa fundið fyrir miklum höfuðverkjum, doða og þreytu og hafi sofið nánast alla helgina. „Ég hef aldrei verið flogaveik eða fengið flogakast en núna er ég komin á flogaveikistöflur sem ég þarf að taka inn fjórum sinnum á dag,“ segir Ragna sem ber sig þó nokkuð vel miðað við aðstæður. Mun taka tíma að ná bata Þar sem Ragna man ekki eftir sjálfu fallinu er jafnvel haldið að hún hafi fengið flog sem orsakaði slysið eða að það hafi komið í kjölfar blæðingarinnar inn á heilann eftir fallið. Það er vel hugsað um mig hérna og ég er vel upplýst um það sem er að gerast. Ég finn auðvitað ennþá fyrir miklum svima og þetta mun taka einhvern tíma að jafna sig. Ragna mun útskrifast af spítalanum á morgun og segist hún þurfa að taka því mjög rólega á næstunni. „Ég held mér í þegar ég geng og er ekki alveg komin með jafnvægið tilbaka en þetta er allt að koma. Ég má ekki keyra næsta hálfa árið svo að þetta er auðvitað smá pakki allt en ég er þakklát fyrir að ekki fór verr,“ segir Ragna að lokum.
Rafhlaupahjól Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið