Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:35 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir lítinn stuðning meðal kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki koma sér á óvart. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem sé á hinum enda pólitíska rófsins, geti skýrt andstöðuna. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30
Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44