Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 10:17 Ryotaro Suzuki er nýr sendiherra Japan á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær. Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær.
Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira