Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:08 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eða ætti kannski að standa innviðaráðherra? Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar. Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira