Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:01 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur alltaf gengið undir nafninu Sirrý, sem hún segir að flæki smá málin þegar hún er í framboði. Aðsent Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. Guðrúnu Sigríði þekkja flestir sem Sirrý og heitir hún G. Sigríður á samfélagsmiðlum. Hún viðurkennir að það gæti hugsanlega flækt hlutina þegar fólk sér enga Sirrý á nafnalistanum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en hún sækist þar eftir öðru til þriðja sæti. Vonandi átti fólk sig þó á því að Sirrý er Guðrún á listanum. „Þetta er kannski illa brandað nafn hjá mér,“ segir Sirrý og hlær. Hún var upprunalega skírð Sigríður og alltaf verið kölluð Sirrý en foreldrar hennar bættu Guðrúnar nafninu framan við þegar hún var ellefu ára svo hún yrði alnafna ömmu sinnar. Það nafn hefur hún þó aldrei notað. „Stundum sit ég á biðstofu og það er kallað Guðrún og ég fatta ekkert strax að það er verið að kalla á mig, en það er auðvitað bara þá verið að taka fyrsta nafnið,“ segir Sirrý og glottir. „Það var eiginlega út af foreldrum mínum og elsta bróður mínum sem dó fyrir þremur árum,“ segir Sirrý um ástæðu þess að hún ákvað að fara í framboð. Sirrý hefur verið í fjölmiðlum fyrir Lífskrafts og Kvennadalshnjúk áheitagöngur og eigin baráttu við erfiðan sjúkdóm. En hún þekkir heilbrigðiskerfið ekki aðeins vel sem sjúklingur heldur líka sem aðstandandi og var það drifkrafturinn að framboðinu. SIrrý viðurkennir að prófkjörið hafi verið vinna en ótrúlega skemmtileg og dýrmæt reynsla.Aðsent Með vitlaust lögheimili „Það hefur verið þungt að horfa upp á það hvað það getur verið erfitt að sækja sér heilbrigðisþjónustu úti á landi. Svo hefur maður horft á það hvað heilbrigðisþjónustan er að skerðast með hverju ári á landsbyggðinni. Ég kem frá Bíldudal svo þaðan eru nærtækustu dæmin fyrir mig, persónulega á mínu eigin skinni, þá veit ég hvernig litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta eins og hjá pabba mínum. Eitthvað sem hefði verið hægt að leysa á einfaldan hátt hefur endað með því að hann hefur þurft að leita til Reykjavíkur og dveljast á sjúkrahúsi sem er miklu dýrara fyrir heilbrigðiskerfið. Bróðir minn var að glíma við kvíða, mikið þunglyndi og andleg veikindi og það var erfitt. Það var engin þjónusta, það kom einn sálfræðingur einu sinni í mánuði fyrir allt svæðið og það var ekki að virka,“ útskýrir Sirrý. „Ég er ennþá að reka mig á það þegar ég er með pabba á spítala að þá segir heilbrigðisstarfsfólk: Því miður þú ert með vitlaust lögheimili eða Það væri betra ef pabbi þinn væri með lögheimili í Reykjavík því þá gætum við tekið við honum. Það er mjög skrítið að Landspítalinn sem á að vera spítali allra Landsmanna skuli segja þetta.“ Sirrý býr sjálf í Reykjavík og segir að margir hafi viljað að hún myndi bjóða sig fram í prófkjörinu þar, en það kom aldrei til greina. Hún ólst upp í Bíldudal og bjó þar fram á fullorðinsár. „Ég fann í hjartanu að það er rétt.“ Sirrý í Lífskrafsgöngunni þar sem hún þveraði Vatnajökul.Aðsent Nauðsynlegt að fjölga úrræðum Sirrý segir að eins og tæknin er orðin og eftir reynsluna af notkun tækni í Covid, ætti ekki að vera flókið að nýta tæki eins og spjaldtölvur meira til þess að taka stöðuna á eldra fólki á landsbyggðinni, það væri hugsanlega hægt oft að grípa fyrr inn í og myndi jafnvel líka koma í veg fyrir óþarfa læknisheimsóknir, spítalaferðir eða jafnvel dýr ferðalög suður eftir læknisþjónustu. „Maður myndi halda að það væri einfalt að leysa þetta með því að fara í smá vinnu að hugsa nýja ferla.“ Að hennar mati þarf að fjölga úrræðunum á landsbyggðinni. „Ég held til dæmis að einföld innlit eins og í gegnum spjaldtölvu gæti gert kraftaverk. Þar væri farið yfir það hvernig þér er búið að líða í vikunni, spurt um blóðþrýstinginn því það eru margir sem geta gert það sjálfir en þurfa samtalið. Þetta gæti líka dregið úr heilsukvíða. Fullorðið fólk er ekki aðeins að hafa áhyggjur af heilsunni ef það býr á landsbyggðinni við skerta þjónustu, heldur líka er það að hafa áhyggjur og kvíða gagnvart börnunum sínum. Að það sé fyrir eða til trafala eða hreinlega baggi á ættingjum. Það finnst mér sorglegt því þetta er fólkið sem á bara að vera að njóta, sem á bara að vera að uppskera alla vinnuna sem það er búið að leggja á sig fyrir okkur. Þetta er fólkið sem á að vera í bómull. Það er ein ástæðan fyrir því að ég er að þessu. Svo er ég líka alin upp við að ef maður vill breyta einhverju þá á maður bara að fara í það. Ég er í mörg ár búin að svekkja mig á einföldum hlutum sem væri hægt að laga. Auðvitað veit ég að þetta er allt flókið og það þarf að skoða allt vel, en ég er svo sannfærð um að við getum gert betur.“ Sirrý sagði frá baráttu sinni við krabbamein í þættinum Ísland í dag.Stöð2 Búið að flækja hlutina Sirrý segist hafa lært af söfnunum sínum á vegum góðgerðafélagsins Lífskraftur, að sameiningarmáttur flytur fjöll. „Ef fólk vill gera eitthvað betra þá er það ekkert mál. Ég held að það sé tíminn núna til að hreyfa við hlutunum, ég er að vona það allavega. Pabbi sagði alltaf, þeir fiska sem róa. Þannig að ef maður segir sama hlutinn nógu oft einhvers staðar þá kannski heyrir einhver það sem maður er að segja.“ Að hennar mati er slæm þróun að ungar konur þurfi að upplifa að það eru kannski engar ljósmæður þar sem þær búa á landsbyggðinni og þær þurfa að bíða jafnvel í einhverjar vikur, oft í burtu frá eldri börnum, nálægt sjúkrahúsi á Akureyri eða í Reykjavík undir lok meðgöngunnar. „Það eru orðin fá úrræði hvar þú mátt fæða börnin þín. Það er búið að flækja hlutina svo mikið. Þú þarft jafnvel að keyra yfir mörg fjöll eða mörg hundruð kílómetra til þess að bíða af því að þú veist ekki endilega hvenær barnið kemur í heiminn. Það er svo margt sem að mér finnst brotið þarna.“ Að hennar mati er hægt að laga marga hnökra á heilbrigðiskerfinu. Einnig nefnir hún aðför að heilsu kvenna eins og í tengslum við leghálsskimanir. „Það er 2021, við eigum að vera komin lengra en þetta. Það var svolítið kveikjan að þessu núna hjá mér. Ég veit að ég á á brattann að sækja og á enga pólitíska sögu, en ég er þannig að ég trúi á fólk á málefni. Mér finnst að hlutirnir eigi að snúast um það, gott fólk og verðug málefni.“ Hópurinn á bak við Kvennadalshnjúks söfnunargönguna afhendir Landspítalanaum söfnunarféð.Aðsent Missti af útskriftinni Sirrý viðurkennir að þetta prófkjör sem lýkur nú í dag hafi verið meiri vinna en hún hafði gert sér grein fyrir. Hún keyrði á milli framboðsfunda í kjördæminu og fór svo heim til sín í Reykjavík á kvöldin og svaf. „Þetta er rosalega stórt kjördæmi,“ segir Sirrý og hlær. „Þetta er samt búið að vera skemmtilegt og mikil reynsla.“ Hún þurfi samt að horfa á útskrift dóttur sinnar í gegnum streymi þar sem hún var föst í bílaumferð á leiðinni inn í höfuðborgina eftir kjörfund á Akranesi. Kjörfundurinn átti ekki að vera haldinn á þessum degi en var færður, með þessum afleiðingum. Sirrý ljómar af stolti þegar hún segir frá útskriftinni. „Hún er svo mögnuð. Þetta er stelpa sem að hætti í námi af því að ég var svo veik,“ segir Sirrý. Dóttir hennar hætti í Menntaskólanum í Reykjavík til þess að hugsa um systkini sín þegar Sirrý barðist við krabbameinið. „Yngri systir hennar var alveg sannfærð um að ég myndi deyja og þá svaf hún uppi í hjá henni allan veturinn og hélt utan um hana ef hún grét sig í svefn. Hún átti líka lítinn sex mánaða bróður og hún varð bara auka mamma. Það var ekki nokkur leið til að fá hana til að gera þetta öðruvísi. Það var sagt við hana að það væru ekki fordæmi fyrir því í MR að hætta og koma aftur.“ Sirrý segir að heilbrigðismálin séu ástæða þess að hún ákvað að fara út í pólitík.Vísir/Vilhelm Á vegferð sem þarf að klára Hún lagði allt í námið þegar hún fór aftur af stað og útskrifaðist svo úr Háskólanum í Reykjavík á dögunum með fjölda verðlauna og var auk þess dúx. „Uppskeran var tíu tíur og nokkrar níu komma fimm.“ Sirrý segir að það hafi verið erfitt að horfa á útskriftina í streymi, en hún var föst í Mosfellsbæ þar sem hjólhýsi höfðu fokið út á veginn og töfðu alla umferð. „Svona er þetta bara, ég valdi þetta sjálf. En ég get alveg sagt að mömmuhjartað var alveg hvað er ég að gera hér? Af hverju er ég föst í bíl? En hún sagði við mig að ég væri bara á vegferð sem ég þurfi að klára.“ Sirrý faðmar fjölskyldu sína á flugvellinum eftir að hún lauk ferðinni yfir Vatnajökul.Vísir/Vilhelm Komist hún á þing, yrði Sirrýjar helsta áskorun að venjast því að vinna á vinnustað þar sem ákvarðanir eru ekki endilega bara teknar út frá hjartanu. „Það er mín helsta áskorun í lífinu að ég stjórnast alltaf af hjartanu og það er ekki alltaf praktískt. En það er ótrúleg seigla í mér og ég er baráttukona. Ég finn alltaf lausnir og það er sjaldan sem ég þarf að játa mig sigraða. Lífið er búið að sýna mér að það er minn helsti styrkleiki að ég gefst ekki upp.“ Helgarviðtal Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afhentu Landspítalanum 17,5 milljóna söfnunarfé Snjódrífurnar sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur afhentu í dag Landspítalanum 17,5 milljónir króna til uppbyggingar á nýrri blóð- og krabbameinslækningadeild. 2. júní 2021 11:56 Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. 26. maí 2021 11:57 Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögulega ferð á hæsta tind landsins Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu. 2. maí 2021 13:37 Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20 Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Mest lesið Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Guðrúnu Sigríði þekkja flestir sem Sirrý og heitir hún G. Sigríður á samfélagsmiðlum. Hún viðurkennir að það gæti hugsanlega flækt hlutina þegar fólk sér enga Sirrý á nafnalistanum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en hún sækist þar eftir öðru til þriðja sæti. Vonandi átti fólk sig þó á því að Sirrý er Guðrún á listanum. „Þetta er kannski illa brandað nafn hjá mér,“ segir Sirrý og hlær. Hún var upprunalega skírð Sigríður og alltaf verið kölluð Sirrý en foreldrar hennar bættu Guðrúnar nafninu framan við þegar hún var ellefu ára svo hún yrði alnafna ömmu sinnar. Það nafn hefur hún þó aldrei notað. „Stundum sit ég á biðstofu og það er kallað Guðrún og ég fatta ekkert strax að það er verið að kalla á mig, en það er auðvitað bara þá verið að taka fyrsta nafnið,“ segir Sirrý og glottir. „Það var eiginlega út af foreldrum mínum og elsta bróður mínum sem dó fyrir þremur árum,“ segir Sirrý um ástæðu þess að hún ákvað að fara í framboð. Sirrý hefur verið í fjölmiðlum fyrir Lífskrafts og Kvennadalshnjúk áheitagöngur og eigin baráttu við erfiðan sjúkdóm. En hún þekkir heilbrigðiskerfið ekki aðeins vel sem sjúklingur heldur líka sem aðstandandi og var það drifkrafturinn að framboðinu. SIrrý viðurkennir að prófkjörið hafi verið vinna en ótrúlega skemmtileg og dýrmæt reynsla.Aðsent Með vitlaust lögheimili „Það hefur verið þungt að horfa upp á það hvað það getur verið erfitt að sækja sér heilbrigðisþjónustu úti á landi. Svo hefur maður horft á það hvað heilbrigðisþjónustan er að skerðast með hverju ári á landsbyggðinni. Ég kem frá Bíldudal svo þaðan eru nærtækustu dæmin fyrir mig, persónulega á mínu eigin skinni, þá veit ég hvernig litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta eins og hjá pabba mínum. Eitthvað sem hefði verið hægt að leysa á einfaldan hátt hefur endað með því að hann hefur þurft að leita til Reykjavíkur og dveljast á sjúkrahúsi sem er miklu dýrara fyrir heilbrigðiskerfið. Bróðir minn var að glíma við kvíða, mikið þunglyndi og andleg veikindi og það var erfitt. Það var engin þjónusta, það kom einn sálfræðingur einu sinni í mánuði fyrir allt svæðið og það var ekki að virka,“ útskýrir Sirrý. „Ég er ennþá að reka mig á það þegar ég er með pabba á spítala að þá segir heilbrigðisstarfsfólk: Því miður þú ert með vitlaust lögheimili eða Það væri betra ef pabbi þinn væri með lögheimili í Reykjavík því þá gætum við tekið við honum. Það er mjög skrítið að Landspítalinn sem á að vera spítali allra Landsmanna skuli segja þetta.“ Sirrý býr sjálf í Reykjavík og segir að margir hafi viljað að hún myndi bjóða sig fram í prófkjörinu þar, en það kom aldrei til greina. Hún ólst upp í Bíldudal og bjó þar fram á fullorðinsár. „Ég fann í hjartanu að það er rétt.“ Sirrý í Lífskrafsgöngunni þar sem hún þveraði Vatnajökul.Aðsent Nauðsynlegt að fjölga úrræðum Sirrý segir að eins og tæknin er orðin og eftir reynsluna af notkun tækni í Covid, ætti ekki að vera flókið að nýta tæki eins og spjaldtölvur meira til þess að taka stöðuna á eldra fólki á landsbyggðinni, það væri hugsanlega hægt oft að grípa fyrr inn í og myndi jafnvel líka koma í veg fyrir óþarfa læknisheimsóknir, spítalaferðir eða jafnvel dýr ferðalög suður eftir læknisþjónustu. „Maður myndi halda að það væri einfalt að leysa þetta með því að fara í smá vinnu að hugsa nýja ferla.“ Að hennar mati þarf að fjölga úrræðunum á landsbyggðinni. „Ég held til dæmis að einföld innlit eins og í gegnum spjaldtölvu gæti gert kraftaverk. Þar væri farið yfir það hvernig þér er búið að líða í vikunni, spurt um blóðþrýstinginn því það eru margir sem geta gert það sjálfir en þurfa samtalið. Þetta gæti líka dregið úr heilsukvíða. Fullorðið fólk er ekki aðeins að hafa áhyggjur af heilsunni ef það býr á landsbyggðinni við skerta þjónustu, heldur líka er það að hafa áhyggjur og kvíða gagnvart börnunum sínum. Að það sé fyrir eða til trafala eða hreinlega baggi á ættingjum. Það finnst mér sorglegt því þetta er fólkið sem á bara að vera að njóta, sem á bara að vera að uppskera alla vinnuna sem það er búið að leggja á sig fyrir okkur. Þetta er fólkið sem á að vera í bómull. Það er ein ástæðan fyrir því að ég er að þessu. Svo er ég líka alin upp við að ef maður vill breyta einhverju þá á maður bara að fara í það. Ég er í mörg ár búin að svekkja mig á einföldum hlutum sem væri hægt að laga. Auðvitað veit ég að þetta er allt flókið og það þarf að skoða allt vel, en ég er svo sannfærð um að við getum gert betur.“ Sirrý sagði frá baráttu sinni við krabbamein í þættinum Ísland í dag.Stöð2 Búið að flækja hlutina Sirrý segist hafa lært af söfnunum sínum á vegum góðgerðafélagsins Lífskraftur, að sameiningarmáttur flytur fjöll. „Ef fólk vill gera eitthvað betra þá er það ekkert mál. Ég held að það sé tíminn núna til að hreyfa við hlutunum, ég er að vona það allavega. Pabbi sagði alltaf, þeir fiska sem róa. Þannig að ef maður segir sama hlutinn nógu oft einhvers staðar þá kannski heyrir einhver það sem maður er að segja.“ Að hennar mati er slæm þróun að ungar konur þurfi að upplifa að það eru kannski engar ljósmæður þar sem þær búa á landsbyggðinni og þær þurfa að bíða jafnvel í einhverjar vikur, oft í burtu frá eldri börnum, nálægt sjúkrahúsi á Akureyri eða í Reykjavík undir lok meðgöngunnar. „Það eru orðin fá úrræði hvar þú mátt fæða börnin þín. Það er búið að flækja hlutina svo mikið. Þú þarft jafnvel að keyra yfir mörg fjöll eða mörg hundruð kílómetra til þess að bíða af því að þú veist ekki endilega hvenær barnið kemur í heiminn. Það er svo margt sem að mér finnst brotið þarna.“ Að hennar mati er hægt að laga marga hnökra á heilbrigðiskerfinu. Einnig nefnir hún aðför að heilsu kvenna eins og í tengslum við leghálsskimanir. „Það er 2021, við eigum að vera komin lengra en þetta. Það var svolítið kveikjan að þessu núna hjá mér. Ég veit að ég á á brattann að sækja og á enga pólitíska sögu, en ég er þannig að ég trúi á fólk á málefni. Mér finnst að hlutirnir eigi að snúast um það, gott fólk og verðug málefni.“ Hópurinn á bak við Kvennadalshnjúks söfnunargönguna afhendir Landspítalanaum söfnunarféð.Aðsent Missti af útskriftinni Sirrý viðurkennir að þetta prófkjör sem lýkur nú í dag hafi verið meiri vinna en hún hafði gert sér grein fyrir. Hún keyrði á milli framboðsfunda í kjördæminu og fór svo heim til sín í Reykjavík á kvöldin og svaf. „Þetta er rosalega stórt kjördæmi,“ segir Sirrý og hlær. „Þetta er samt búið að vera skemmtilegt og mikil reynsla.“ Hún þurfi samt að horfa á útskrift dóttur sinnar í gegnum streymi þar sem hún var föst í bílaumferð á leiðinni inn í höfuðborgina eftir kjörfund á Akranesi. Kjörfundurinn átti ekki að vera haldinn á þessum degi en var færður, með þessum afleiðingum. Sirrý ljómar af stolti þegar hún segir frá útskriftinni. „Hún er svo mögnuð. Þetta er stelpa sem að hætti í námi af því að ég var svo veik,“ segir Sirrý. Dóttir hennar hætti í Menntaskólanum í Reykjavík til þess að hugsa um systkini sín þegar Sirrý barðist við krabbameinið. „Yngri systir hennar var alveg sannfærð um að ég myndi deyja og þá svaf hún uppi í hjá henni allan veturinn og hélt utan um hana ef hún grét sig í svefn. Hún átti líka lítinn sex mánaða bróður og hún varð bara auka mamma. Það var ekki nokkur leið til að fá hana til að gera þetta öðruvísi. Það var sagt við hana að það væru ekki fordæmi fyrir því í MR að hætta og koma aftur.“ Sirrý segir að heilbrigðismálin séu ástæða þess að hún ákvað að fara út í pólitík.Vísir/Vilhelm Á vegferð sem þarf að klára Hún lagði allt í námið þegar hún fór aftur af stað og útskrifaðist svo úr Háskólanum í Reykjavík á dögunum með fjölda verðlauna og var auk þess dúx. „Uppskeran var tíu tíur og nokkrar níu komma fimm.“ Sirrý segir að það hafi verið erfitt að horfa á útskriftina í streymi, en hún var föst í Mosfellsbæ þar sem hjólhýsi höfðu fokið út á veginn og töfðu alla umferð. „Svona er þetta bara, ég valdi þetta sjálf. En ég get alveg sagt að mömmuhjartað var alveg hvað er ég að gera hér? Af hverju er ég föst í bíl? En hún sagði við mig að ég væri bara á vegferð sem ég þurfi að klára.“ Sirrý faðmar fjölskyldu sína á flugvellinum eftir að hún lauk ferðinni yfir Vatnajökul.Vísir/Vilhelm Komist hún á þing, yrði Sirrýjar helsta áskorun að venjast því að vinna á vinnustað þar sem ákvarðanir eru ekki endilega bara teknar út frá hjartanu. „Það er mín helsta áskorun í lífinu að ég stjórnast alltaf af hjartanu og það er ekki alltaf praktískt. En það er ótrúleg seigla í mér og ég er baráttukona. Ég finn alltaf lausnir og það er sjaldan sem ég þarf að játa mig sigraða. Lífið er búið að sýna mér að það er minn helsti styrkleiki að ég gefst ekki upp.“
Helgarviðtal Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afhentu Landspítalanum 17,5 milljóna söfnunarfé Snjódrífurnar sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur afhentu í dag Landspítalanum 17,5 milljónir króna til uppbyggingar á nýrri blóð- og krabbameinslækningadeild. 2. júní 2021 11:56 Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. 26. maí 2021 11:57 Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögulega ferð á hæsta tind landsins Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu. 2. maí 2021 13:37 Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20 Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Mest lesið Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Afhentu Landspítalanum 17,5 milljóna söfnunarfé Snjódrífurnar sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur afhentu í dag Landspítalanum 17,5 milljónir króna til uppbyggingar á nýrri blóð- og krabbameinslækningadeild. 2. júní 2021 11:56
Sirrý sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðismanna Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. 26. maí 2021 11:57
Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögulega ferð á hæsta tind landsins Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu. 2. maí 2021 13:37
Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20
Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00