Valgerður bæjarlistamaður Akraness Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2021 12:42 Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar, Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar. Akranesbær Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær. Í tilkynningu frá Akranesbæ segir að Valgerður sé fædd árið 1976 og uppalin á Akranesi. „Valgerður lauk námi tónmenntakennara árið 2000 og söngpróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 2003. Valgerður hefur komið víða við síðustu ár þar af lengst sem tónmenntakennari við Grundaskóla á Akranesi. Þá hefur hún ötuðlega sinnt starfi stjórnanda í karlakórnum Svanir frá árinu 2013 og í skólakór Grundaskóla frá árinu 2011. Valgerður byrjaði tónlistarferil sinn mjög ung að aldri og átti það til, að koma sér í allt sem tengist tónlist. Valgerður stundaði píanónám við Tónlistarskóla Akraness sem barn og unglingur. Þegar hún var 13 ára gömul tók hún þátt og sigraði í Hátónsbarkakeppninni sem var þá haldin í annað sinn. Árið 1990 var Valgerður valin efnislegasti söngvari Músíktilrauna og söng þá með Skagaveitinn Frímann sem náði þá öðru sæti. Valgerður lærði við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og tók á þeim tíma virkan þátt í listalífi FVA, s.s. í leikritum og tónlistarkeppnum. Á tónlistarferli sínum hefur Valgerður starfað með fjölda hljómsveita, kórum og sönghópum og flutt eigin tónlist og annarra við ýmis tækifæri. Þá m.a. sigraði Valgerður lagakeppni Hannesarholts árið 2020 vegna lagsins „Áraskiptin 1901-1902 við ljóð Hannesar Hafsteins. Valgerður hefur starfað mikið með eiginmanni sínum Þórði Sævarssyni við lagasmíðar og ýmis tónlistarverkefni ásamt dóttur þeirra Sylvíu. Árið 2018 hófu Valgerður og Þórður rekstur afþreyingarsetursins Smiðjuloftsins. Þar heldur hún reglulega tónlistarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Valgerður á að baki langan og fjölbreyttan feril í tónlist og er framtíðin björt. Hún semur sjálf lög og texta ásamt því hefur hún unnið að því að kynna markvisst íslenska þjóðlagahefð. Valgerður er atorkusöm í tónlistariðkun og hefur lagt mikið í starf sitt sem tónlistarkona. Framlög Valgerðar til menningar á Akranesi telst mikið og leggur hún mikinn metnað í þátttöku ýmissa viðburða og stuðlað að því að auðga menningarlíf Skagamanna með verkum sínum.“ Akranes Tónlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Akranesbæ segir að Valgerður sé fædd árið 1976 og uppalin á Akranesi. „Valgerður lauk námi tónmenntakennara árið 2000 og söngpróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 2003. Valgerður hefur komið víða við síðustu ár þar af lengst sem tónmenntakennari við Grundaskóla á Akranesi. Þá hefur hún ötuðlega sinnt starfi stjórnanda í karlakórnum Svanir frá árinu 2013 og í skólakór Grundaskóla frá árinu 2011. Valgerður byrjaði tónlistarferil sinn mjög ung að aldri og átti það til, að koma sér í allt sem tengist tónlist. Valgerður stundaði píanónám við Tónlistarskóla Akraness sem barn og unglingur. Þegar hún var 13 ára gömul tók hún þátt og sigraði í Hátónsbarkakeppninni sem var þá haldin í annað sinn. Árið 1990 var Valgerður valin efnislegasti söngvari Músíktilrauna og söng þá með Skagaveitinn Frímann sem náði þá öðru sæti. Valgerður lærði við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og tók á þeim tíma virkan þátt í listalífi FVA, s.s. í leikritum og tónlistarkeppnum. Á tónlistarferli sínum hefur Valgerður starfað með fjölda hljómsveita, kórum og sönghópum og flutt eigin tónlist og annarra við ýmis tækifæri. Þá m.a. sigraði Valgerður lagakeppni Hannesarholts árið 2020 vegna lagsins „Áraskiptin 1901-1902 við ljóð Hannesar Hafsteins. Valgerður hefur starfað mikið með eiginmanni sínum Þórði Sævarssyni við lagasmíðar og ýmis tónlistarverkefni ásamt dóttur þeirra Sylvíu. Árið 2018 hófu Valgerður og Þórður rekstur afþreyingarsetursins Smiðjuloftsins. Þar heldur hún reglulega tónlistarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Valgerður á að baki langan og fjölbreyttan feril í tónlist og er framtíðin björt. Hún semur sjálf lög og texta ásamt því hefur hún unnið að því að kynna markvisst íslenska þjóðlagahefð. Valgerður er atorkusöm í tónlistariðkun og hefur lagt mikið í starf sitt sem tónlistarkona. Framlög Valgerðar til menningar á Akranesi telst mikið og leggur hún mikinn metnað í þátttöku ýmissa viðburða og stuðlað að því að auðga menningarlíf Skagamanna með verkum sínum.“
Akranes Tónlist Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira