Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 10:40 Frá vinstri: Hlynur Helgi Hallgrímsson, Geir Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Sindri Páll Kjartansson, Ásgeir Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Geir, Sindri og Ragnheiður eru eigendur Vagnsins. Röntgen Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu. Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu.
Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira