„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Atli Arason skrifar 2. maí 2021 21:31 Júlíus Orri Ágústsson vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. „Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum. Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira
„Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum.
Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira