Getur reynst mörgum konum erfitt sem vilja hafa stjórn á öllu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. maí 2021 07:01 Inga María Hlíðar Thorsteinsson ljósmóðir. Vísir/vilhelm „Ég vissi snemma hvað ég vildi verða,“ segir ljósmóðirin Inga María Hlíðar Thorsteinsson. Hún var að gefa út bók um fæðingar í þeirri von að sem flestir hafi jákvæða upplifun af þessari lífsreynslu. „Mamma mín og stjúppabbi voru í mörg ár í tæknifrjóvgunarmeðferðum og misstu tvíbura eftir 30 vikna meðgöngu þegar ég var átta ára. Sex árum síðar eignuðust þau dreng og ég var óvart viðstödd fæðinguna. Eftir að hafa horft upp á þau upplifa mestu hamingju og sorg sem til er vissi ég að ég vildi starfa við að vera fólki innan handar á þessum stundum í lífi þeirra þegar ég yrði stór. Ég fór því beint í hjúkrun eftir menntaskóla og beint í ljósmóðurina eftir útskrift úr hjúkrun.“ Inga segir að það besta við starfið sé þegar hún nær góðum tengslum við fólk í ferlinu og finnur að hún er stuðningur, hjálp og hvatning sem hefur áhrif á upplifun þeirra. Það er þó margt erfitt við starf ljósmæðra. „Eins og þegar maður á sjálfur erfiðan dag en verður að halda andliti, vera stuðningur og vinna starfið sitt eins vel og hægt er. Fólk er svo næmt á þessum tíma að ef maður er ekki í sínu besta dagsformi þá skynjar það strax. Svo eru aðstæður auðvitað mjög misjafnar hjá fólki sem er að eignast börn. Það er svo sannarlega þverskurðurinn af samfélaginu. Oft finnur maður til með fólki sem er í erfiðum aðstæðum en sem betur fer eru til ýmis úrræði.“ Missti vatnið í Kringlunni Inga viðurkennir að hafa íhugað að skipta um starfsvettvang en þær hugsanir endast yfirleitt ekki lengi. „Það koma tímabil sem eru erfiðari en önnur. Ef maður lendir til dæmis í nokkrum erfiðum tilfellum á stuttum tíma, mikinn hasar þar sem adrenalínið fer á fullt og kona eða barn eru hætt komin. Þá hefur alveg hvarflað að mér að leita mér að vinnu í einhverri heilsubúð eða álíka þar sem stressið er minna. En svo fær maður eina gullfallega fæðingu þar sem allt gengur vel og foreldrarnir eru svo ánægðir með allt og þá finnst manni þetta aftur vera orðið besta starf í heimi.“ Á ferlinum hefur hún tekið á móti á annað hundrað börnum, þrátt fyrir að hafa sjálf verið í fæðingarorlofi þriðjung af starfsævinni sem ljósmóðir. Hún hlakkar til að sjá töluna yfir fæðingar hækka með hækkandi starfsaldri. Hún á sjálf eitt barn og fékk að upplifa algjöra draumafæðingu í rólegu umhverfi. „Ég missti vatnið í Kringlunni og hafði vit á því að drífa mig heim áður en nokkur uppgötvaði hvað væri í gangi. Ég vildi ekki að neinn vissi að ég væri í fæðingu nema maðurinn minn og ljósmæðurnar til þess að fá algjöran frið. Ég hrökk fljótlega í gang eftir það og fæddi í Björkinni rúmum tólf tímum síðar.“ Yfirlið í blóðprufum Á meðgöngunni fékk hún þá hugmynd að skrifa bók um fæðingar og eftir eigin fæðingu ákvað hún að láta verða að því. „Ég vissi í rauninni allt sem ég hefði sjálf viljað vita. En ég átti svo margar vinkonur sem voru óléttar á sama tíma og ég og mér fannst eins og að þær þyrftu að vita ákveðna hluti og þannig hlóðst utan á bókina smám saman.“ Inga María var að gefa út bók með ljósmyndum úr fæðingum íslenskra foreldra.Vísir/Vilhelm Byrjun bókarinnar var samt texti sem hún skrifaði fyrir manninn sinn til þess að undirbúa hann fyrir þessa lífsreynslu. „Ég sá ekki alveg tilganginn í því að við maðurinn minn færum á fæðingarfræðslunámskeið þar sem ég vissi allt nú þegar sem ég vildi vita. Þó svo að hann hefði haft gott af því þá á hann mjög erfitt með að hlusta á ýmsa hluti tengda mannslíkamanum og það líður yfir hann við minnstu blóðprufu. Svo hugmyndin byrjaði í raun sem nokkrir punktar sem ég vildi að hann vissi um fæðingar svo hann gæti verið rólegur – svo ég gæti verið róleg. Síðan setti ég kjöt á beinin og úr var lítil handbók sem hann kláraði ekki að lesa fyrr en inn á milli hríða hjá mér. Hann hafði dregið það svo lengi að klára bókina en náði sem betur fer að ljúka henni í tæka tíð.“ Gott að æfa bjargráðin Það var henni mikilvægt að gera bók sem gæti gagnast öllum verðandi foreldrum og í síðustu viku gaf hún út bókina Fæðingin ykkar. „Ég vil að konur og makar eða stuðningsaðilar þeirra viti hvað er að gerast í fæðingu svo þau skilji betur til dæmis eðli verkja. Viti af mögulegum fæðingarstöðum, hugsanlegum inngripum og hvernig kerfið virkar hér á Íslandi. Mér finnst það skipta máli því fólk er að sækja sér mjög mikið af upplýsingum á netinu en heilbrigðiskerfi eru afar ólík milli landa og hefðir í kringum fæðingar. Við erum með eina bestu útkomu hvað varðar mæðra- og nýburadauða í heimi og því fannst mér vanta bók á íslensku um okkar sýn á þetta allt. Mér finnst líka skipta miklu máli að fólk sé upplýst og viti hvað sé í gangi því þannig upplifir það vonandi að það sé með í ákveðnum ákvarðanatökum sem gætu komið upp.“ Inga segir að þetta sé í rauninni fæðingarfræðslubók með áherslu á hvernig hægt er að undirbúa sig andlega fyrir fæðinguna með því að æfa ýmis bjargráð eins og til dæmis öndun og slökun. „Einnig er farið yfir allar verkjameðferðir sem eru í boði til viðbótar. Að auki er fæðingarferlið útskýrt og einnig er farið yfir fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Hún er kaflaskipt eftir hugmyndafræði í barneignarþjónustu, val á fæðingarstað, kvenlíkamann og hvað er að gerast í fæðingu, bjargráð, inngrip og fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Aftast eru nokkur uppflettiorð sem hægt er að fletta upp.“ Inga María segir að hún hafi byrjað að punkta niður fæðingarupplýsingar fyrir manninn sinn en nú er það orðið að bók.Vísir/Vilhelm Bið og meiri bið Hún segir að bókin sé alls ekki bara fyrir þá sem eru að eignast fyrsta barn. „Hvort sem þeir eru að eignast sitt fyrsta barn eða ekki þá eru aðstæður afar mismunandi hjá fólki. Það getur liðið langt á milli barna eða verið kominn nýr maki. Kannski finnst konum sem hafa áður farið á fæðingarfræðslunámskeið óþarfi að fara aftur og þá gæti verið sniðugt að glugga í þessa bók. Hún er einnig frábær fyrir foreldra sem eru að eignast sitt fyrsta barn og ætla einnig á fæðingarfræðslunámskeið. Þá getur verið gott að renna yfir bókina fyrir námskeiðið og þá vakna kannski spurningar sem hægt er að spyrja á námskeiðinu. Ef farið er snemma á námskeiðið á meðgöngunni er gott að hafa bókina heima við þessar síðustu vikur til að rifja upp áður en stóri dagurinn rennur upp.“ Inga segir að algengur misskilningur um fæðingar sé að það sé mikið „action“í gangi allan tímann. „Auðvitað eru ein og ein fæðing þannig, en þær eru líka frásögu færandi og komast þess vegna í sjónvarpið. Yfirleitt taka fæðingar langan tíma og mikið af tímanum er bið og meiri bið. Það er mikil þolinmæðisvinna að fæða barn. Það er gott að kynna sér ferlið vel og hafa ákveðnar hugmyndir um hvaða bjargráð gætu gagnast í ferlinu. Þó svo að gott sé að hafa ákveðnar vonir og væntingar til fæðingar er afar mikilvægt að vera opin fyrir því að fæðingin fari á allt annan veg en til stóð. Ég trúi því að andlegur undirbúningur fyrir fæðingu sé afar mikilvægur fyrir upplifunina af henni. Það er mikilvægt að rækta trú á sjálfan sig og jákvæðar hugsanir í stað þess að festast í neikvæðum hugsunum og ótta.“ Auglýsti eftir ljósmyndum á Mæðratips Að mati Ingu er fæðingarferlið mjög andlegt ferli og því mikilvægt að hafa það í huga. „Maður fer djúpt inn á við og frumhvatir og eðli taka yfir. Því er mikilvægt að kunna leiðir til að slaka á og leyfa líkamanum og barninu að gera sitt. Treysta líkamanum til að taka stjórn. Það getur reynst mörgum konum erfitt sem vilja hafa stjórn á öllu í sínu lífi.“ Í bókinni eru einstaklega fallegar og persónulegar myndir frá fæðingum íslenskra foreldra sem hún fékk sendar eftir að auglýsa á Facebook. „Mig langaði til að myndskreyta bókina með fallegum myndum sem sýna fæðingar á jákvæðan og raunverulegan hátt. Ég auglýsti eftir myndum á Mæðratips og fékk fullt af ótrúlega fallegum myndum sendar. Myndirnar eru í raun það dýrmætasta í bókinni. Aftast í bókinni er myndaskrá þar sem nöfn foreldra er getið og ljósmyndara ef við á,“ útskýrir Inga „Von mín er sú að sem flestir fái góða upplifun af fæðingunni því það skiptir svo miklu máli fyrir framtíðina.“ Helgarviðtal Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Mamma mín og stjúppabbi voru í mörg ár í tæknifrjóvgunarmeðferðum og misstu tvíbura eftir 30 vikna meðgöngu þegar ég var átta ára. Sex árum síðar eignuðust þau dreng og ég var óvart viðstödd fæðinguna. Eftir að hafa horft upp á þau upplifa mestu hamingju og sorg sem til er vissi ég að ég vildi starfa við að vera fólki innan handar á þessum stundum í lífi þeirra þegar ég yrði stór. Ég fór því beint í hjúkrun eftir menntaskóla og beint í ljósmóðurina eftir útskrift úr hjúkrun.“ Inga segir að það besta við starfið sé þegar hún nær góðum tengslum við fólk í ferlinu og finnur að hún er stuðningur, hjálp og hvatning sem hefur áhrif á upplifun þeirra. Það er þó margt erfitt við starf ljósmæðra. „Eins og þegar maður á sjálfur erfiðan dag en verður að halda andliti, vera stuðningur og vinna starfið sitt eins vel og hægt er. Fólk er svo næmt á þessum tíma að ef maður er ekki í sínu besta dagsformi þá skynjar það strax. Svo eru aðstæður auðvitað mjög misjafnar hjá fólki sem er að eignast börn. Það er svo sannarlega þverskurðurinn af samfélaginu. Oft finnur maður til með fólki sem er í erfiðum aðstæðum en sem betur fer eru til ýmis úrræði.“ Missti vatnið í Kringlunni Inga viðurkennir að hafa íhugað að skipta um starfsvettvang en þær hugsanir endast yfirleitt ekki lengi. „Það koma tímabil sem eru erfiðari en önnur. Ef maður lendir til dæmis í nokkrum erfiðum tilfellum á stuttum tíma, mikinn hasar þar sem adrenalínið fer á fullt og kona eða barn eru hætt komin. Þá hefur alveg hvarflað að mér að leita mér að vinnu í einhverri heilsubúð eða álíka þar sem stressið er minna. En svo fær maður eina gullfallega fæðingu þar sem allt gengur vel og foreldrarnir eru svo ánægðir með allt og þá finnst manni þetta aftur vera orðið besta starf í heimi.“ Á ferlinum hefur hún tekið á móti á annað hundrað börnum, þrátt fyrir að hafa sjálf verið í fæðingarorlofi þriðjung af starfsævinni sem ljósmóðir. Hún hlakkar til að sjá töluna yfir fæðingar hækka með hækkandi starfsaldri. Hún á sjálf eitt barn og fékk að upplifa algjöra draumafæðingu í rólegu umhverfi. „Ég missti vatnið í Kringlunni og hafði vit á því að drífa mig heim áður en nokkur uppgötvaði hvað væri í gangi. Ég vildi ekki að neinn vissi að ég væri í fæðingu nema maðurinn minn og ljósmæðurnar til þess að fá algjöran frið. Ég hrökk fljótlega í gang eftir það og fæddi í Björkinni rúmum tólf tímum síðar.“ Yfirlið í blóðprufum Á meðgöngunni fékk hún þá hugmynd að skrifa bók um fæðingar og eftir eigin fæðingu ákvað hún að láta verða að því. „Ég vissi í rauninni allt sem ég hefði sjálf viljað vita. En ég átti svo margar vinkonur sem voru óléttar á sama tíma og ég og mér fannst eins og að þær þyrftu að vita ákveðna hluti og þannig hlóðst utan á bókina smám saman.“ Inga María var að gefa út bók með ljósmyndum úr fæðingum íslenskra foreldra.Vísir/Vilhelm Byrjun bókarinnar var samt texti sem hún skrifaði fyrir manninn sinn til þess að undirbúa hann fyrir þessa lífsreynslu. „Ég sá ekki alveg tilganginn í því að við maðurinn minn færum á fæðingarfræðslunámskeið þar sem ég vissi allt nú þegar sem ég vildi vita. Þó svo að hann hefði haft gott af því þá á hann mjög erfitt með að hlusta á ýmsa hluti tengda mannslíkamanum og það líður yfir hann við minnstu blóðprufu. Svo hugmyndin byrjaði í raun sem nokkrir punktar sem ég vildi að hann vissi um fæðingar svo hann gæti verið rólegur – svo ég gæti verið róleg. Síðan setti ég kjöt á beinin og úr var lítil handbók sem hann kláraði ekki að lesa fyrr en inn á milli hríða hjá mér. Hann hafði dregið það svo lengi að klára bókina en náði sem betur fer að ljúka henni í tæka tíð.“ Gott að æfa bjargráðin Það var henni mikilvægt að gera bók sem gæti gagnast öllum verðandi foreldrum og í síðustu viku gaf hún út bókina Fæðingin ykkar. „Ég vil að konur og makar eða stuðningsaðilar þeirra viti hvað er að gerast í fæðingu svo þau skilji betur til dæmis eðli verkja. Viti af mögulegum fæðingarstöðum, hugsanlegum inngripum og hvernig kerfið virkar hér á Íslandi. Mér finnst það skipta máli því fólk er að sækja sér mjög mikið af upplýsingum á netinu en heilbrigðiskerfi eru afar ólík milli landa og hefðir í kringum fæðingar. Við erum með eina bestu útkomu hvað varðar mæðra- og nýburadauða í heimi og því fannst mér vanta bók á íslensku um okkar sýn á þetta allt. Mér finnst líka skipta miklu máli að fólk sé upplýst og viti hvað sé í gangi því þannig upplifir það vonandi að það sé með í ákveðnum ákvarðanatökum sem gætu komið upp.“ Inga segir að þetta sé í rauninni fæðingarfræðslubók með áherslu á hvernig hægt er að undirbúa sig andlega fyrir fæðinguna með því að æfa ýmis bjargráð eins og til dæmis öndun og slökun. „Einnig er farið yfir allar verkjameðferðir sem eru í boði til viðbótar. Að auki er fæðingarferlið útskýrt og einnig er farið yfir fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Hún er kaflaskipt eftir hugmyndafræði í barneignarþjónustu, val á fæðingarstað, kvenlíkamann og hvað er að gerast í fæðingu, bjargráð, inngrip og fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Aftast eru nokkur uppflettiorð sem hægt er að fletta upp.“ Inga María segir að hún hafi byrjað að punkta niður fæðingarupplýsingar fyrir manninn sinn en nú er það orðið að bók.Vísir/Vilhelm Bið og meiri bið Hún segir að bókin sé alls ekki bara fyrir þá sem eru að eignast fyrsta barn. „Hvort sem þeir eru að eignast sitt fyrsta barn eða ekki þá eru aðstæður afar mismunandi hjá fólki. Það getur liðið langt á milli barna eða verið kominn nýr maki. Kannski finnst konum sem hafa áður farið á fæðingarfræðslunámskeið óþarfi að fara aftur og þá gæti verið sniðugt að glugga í þessa bók. Hún er einnig frábær fyrir foreldra sem eru að eignast sitt fyrsta barn og ætla einnig á fæðingarfræðslunámskeið. Þá getur verið gott að renna yfir bókina fyrir námskeiðið og þá vakna kannski spurningar sem hægt er að spyrja á námskeiðinu. Ef farið er snemma á námskeiðið á meðgöngunni er gott að hafa bókina heima við þessar síðustu vikur til að rifja upp áður en stóri dagurinn rennur upp.“ Inga segir að algengur misskilningur um fæðingar sé að það sé mikið „action“í gangi allan tímann. „Auðvitað eru ein og ein fæðing þannig, en þær eru líka frásögu færandi og komast þess vegna í sjónvarpið. Yfirleitt taka fæðingar langan tíma og mikið af tímanum er bið og meiri bið. Það er mikil þolinmæðisvinna að fæða barn. Það er gott að kynna sér ferlið vel og hafa ákveðnar hugmyndir um hvaða bjargráð gætu gagnast í ferlinu. Þó svo að gott sé að hafa ákveðnar vonir og væntingar til fæðingar er afar mikilvægt að vera opin fyrir því að fæðingin fari á allt annan veg en til stóð. Ég trúi því að andlegur undirbúningur fyrir fæðingu sé afar mikilvægur fyrir upplifunina af henni. Það er mikilvægt að rækta trú á sjálfan sig og jákvæðar hugsanir í stað þess að festast í neikvæðum hugsunum og ótta.“ Auglýsti eftir ljósmyndum á Mæðratips Að mati Ingu er fæðingarferlið mjög andlegt ferli og því mikilvægt að hafa það í huga. „Maður fer djúpt inn á við og frumhvatir og eðli taka yfir. Því er mikilvægt að kunna leiðir til að slaka á og leyfa líkamanum og barninu að gera sitt. Treysta líkamanum til að taka stjórn. Það getur reynst mörgum konum erfitt sem vilja hafa stjórn á öllu í sínu lífi.“ Í bókinni eru einstaklega fallegar og persónulegar myndir frá fæðingum íslenskra foreldra sem hún fékk sendar eftir að auglýsa á Facebook. „Mig langaði til að myndskreyta bókina með fallegum myndum sem sýna fæðingar á jákvæðan og raunverulegan hátt. Ég auglýsti eftir myndum á Mæðratips og fékk fullt af ótrúlega fallegum myndum sendar. Myndirnar eru í raun það dýrmætasta í bókinni. Aftast í bókinni er myndaskrá þar sem nöfn foreldra er getið og ljósmyndara ef við á,“ útskýrir Inga „Von mín er sú að sem flestir fái góða upplifun af fæðingunni því það skiptir svo miklu máli fyrir framtíðina.“
Helgarviðtal Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira