Geimfarar á leið til geimstöðvarinnar með ferju SpaceX Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 08:24 Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Megan McArthur, Thomas Pesquet, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide á leið sinni að skotpallinum í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar eru um borð í geimferju fyrirtækisins SpaceX sem verður skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum nú í morgun. Ferðinni er heitið í Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021 Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Gangi allt að óskum verður geimferjunni skotið á loft með Falcon-eldflaug klukkan 5:49 að staðartíma, klukkan 9:49 að íslenskum tíma. Búist er við hagstæðum veðurskilyrðum yfir Kennedy-miðstöð bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða. Hætta þurfti við geimskotið vegna veðurs í gær. Þetta verður þriðja mannaða geimferð einkafyrirtækisins SpaceX samkvæmt samningi þess við NASA um að flytja menn til geimstöðvarinnar. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið notar til þess endurnýtta Falcon-eldflaug og Dragon-geimferju. Um borð eru tveir bandarískir geimfarar, einn franskur og einn japanskur. Þeir eiga að leysa af hólmi áhöfn sem er fyrir í geimstöðinni og dvelja þar í sex mánuði. Hægt er að sjá upptöku af geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mönnuð geimferja tekur á loft Uppfært 10:05 Geimskotið virðist hafa gengið að óskum og eru geimfararnir fjórir nú á leið til geimstöðvarinnar. Þeir eru væntanlegir þangað um klukkan 9:10 að íslenskum tíma á morgun. Nokkrum mínútum eftir að fyrsta þrep eldflaugarinnar var losað frá henni lenti það á pramma rétt austan við Flórídaskaga. Liftoff of Falcon 9 and Dragon! pic.twitter.com/g6Oi8qwU2Y— SpaceX (@SpaceX) April 23, 2021
Geimurinn Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira