Telur að mótunum sé lokið ef æfingar fara ekki af stað á nýjan leik þann 15. apríl Runólfur Trausti Þórhallsson og Guðjón Guðmundsson skrifa 8. apríl 2021 19:02 Arnar Guðjónsson telur að ef lið hér á landi geti ekki hafið æfingar að nýju þann 15. apríl sé keppni í körfu- og handbolta í raun lokið. Vísir/Sigurjón Æfinga- og keppnisbannið sem er í gildi á Íslandi er óskiljanlegt. Sérstaklega meðan æfingar og keppni séu leyfð í sambærilegum deildum á Norðurlöndum segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. „Það er mjög erfitt að skilja þetta. Ég var að horfa á úrslitakeppnina í Danmörku í gær. Það var í viðtali við sóttvarnaryfirvöld þar sem talað var um að það væru allt öðruvísi aðstæður, sem er ekki rétt og var rætt í síðustu bylgju.“ „Af því mér finnst þetta áhugavert þá hringdi í leikmann sem ég þekki í kvennaliði í Danmörku sem var að spila til úrslita í bikarnum fyrir viku og er núna í úrslitum. Þar er læknir í liðinu, þar er kennari í liðinu og þær eru að spila, eru búnar að vera spila og það hefur ekki verið stöðvuð efsta deild þar í körfubolta eða fótbolta, veit ekki með handboltann reyndar.“ „Maður er orðinn langþreyttur á því sem – frá mínum bæjardyrum – manni finnst vera skilningsleysi á okkar aðstæðum,“ sagði Arnar en viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Sóttvarnaryfirvöld hafa haldið því fram síðan í nóvember að deildarnar hér heima í fót-, hand- og körfubolta séu ekki sambærilegum þeim deildum sem eru í gangi á Norðurlöndunum. Arnar segir það einfaldlega rangfærslur. „Sóttvarnaryfirvöld segja að þetta séu ekki sambærilegar deildar, ég veit ekki hvað þau bera fyrir sér í því. Kannski er hægt að segja að það séu fleiri atvinnumenn í karladeildunum í körfuboltanum en ef þú berð saman karladeildin hér við kvennadeildirnar úti þá er það ekki staðan. Þar er meirihluti af leikmönnum úti á hinum almenna vinnumarkaði, og að ég myndi halda fleiri í hverju liði en á Íslandi.“ „Þannig þetta eru ákvarðanir sem eru kannski byggðar á vanþekkingu eða skilningsleysi. Ég held það sé alveg deginum ljósara að afreksíþróttir hafa ekki náð inn á borð, hvorki hjá heilbrigðisráðherra eða yfirvöldum heilt yfir. Það er ekki áhugi á þessu.“ „Við erum yfirleitt þau fyrstu sem er lokað á. Þetta erum við, þeir sem reka sjálfstæðar líkamsræktarstöðvar og þeir sem selja bara brennivín án þess að selja kleinu. Það er alltaf lokað á okkur, það er bara þannig.“ Síðan Covid-fárið skall á hér á landi hafa forráðamenn ÍSÍ lítið haft sig í frammi og varla heyrst eitt né neitt úr þeim herbúðum. „ÍSÍ segist berjast á bakvið tjöldin. Það eru svona þau svör sem við fengum. Þetta er bara er orðið þungt, það er orðið mjög þungt í mönnum. Þetta er orðin allra leiðinlegasta leiktíð sem menn hafa upplifað. Nógu erfitt er að hafa ekki áhorfendur en maður sýnir því skilning. Því var sýnt skilning hérna í upphafi að við værum að taka þátt í þessu því við værum að fletja út kúrfuna og við ætluðum að læra að lifa með veirunni. Það sýndu því allir skilning þar.“ „Það virðist um leið og það kemur upp smit þarf að stoppa þetta allra hættulegasta sem virðist vera afreksíþróttir.“ Arnar segir að verði æfingar ekki leyfðar 15. apríl eins og núverandi reglugerð segir til um þá sé í raun sjálfhætt. „Ef við byrjum ekki að æfa 15. apríl þá held ég að þetta sé bara svo gott sem búið hjá þessum boltaíþróttum. Það er fólk sem tekur þessar ákvarðanir hjá sérsamböndunum en þetta er að verða orðið eiginlega bara einhver langloka sem maður skilur ekkert í. „Eins og ég segi, þetta er skrýtnasta leiktíð sem menn hafa nokkurn tímann upplifað. Það var hægt að sýna þessu skilning þegar Covid-19 kemur í upphafi en mér finnst búið að vera talsvert skilningsleysi gagnvart okkur í að vera komið gott ár,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, að lokum. Klippa: Arnar er svartsýnn ef æfingar hefjast ekki 15. apríl Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Sportpakkinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að skilja þetta. Ég var að horfa á úrslitakeppnina í Danmörku í gær. Það var í viðtali við sóttvarnaryfirvöld þar sem talað var um að það væru allt öðruvísi aðstæður, sem er ekki rétt og var rætt í síðustu bylgju.“ „Af því mér finnst þetta áhugavert þá hringdi í leikmann sem ég þekki í kvennaliði í Danmörku sem var að spila til úrslita í bikarnum fyrir viku og er núna í úrslitum. Þar er læknir í liðinu, þar er kennari í liðinu og þær eru að spila, eru búnar að vera spila og það hefur ekki verið stöðvuð efsta deild þar í körfubolta eða fótbolta, veit ekki með handboltann reyndar.“ „Maður er orðinn langþreyttur á því sem – frá mínum bæjardyrum – manni finnst vera skilningsleysi á okkar aðstæðum,“ sagði Arnar en viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Sóttvarnaryfirvöld hafa haldið því fram síðan í nóvember að deildarnar hér heima í fót-, hand- og körfubolta séu ekki sambærilegum þeim deildum sem eru í gangi á Norðurlöndunum. Arnar segir það einfaldlega rangfærslur. „Sóttvarnaryfirvöld segja að þetta séu ekki sambærilegar deildar, ég veit ekki hvað þau bera fyrir sér í því. Kannski er hægt að segja að það séu fleiri atvinnumenn í karladeildunum í körfuboltanum en ef þú berð saman karladeildin hér við kvennadeildirnar úti þá er það ekki staðan. Þar er meirihluti af leikmönnum úti á hinum almenna vinnumarkaði, og að ég myndi halda fleiri í hverju liði en á Íslandi.“ „Þannig þetta eru ákvarðanir sem eru kannski byggðar á vanþekkingu eða skilningsleysi. Ég held það sé alveg deginum ljósara að afreksíþróttir hafa ekki náð inn á borð, hvorki hjá heilbrigðisráðherra eða yfirvöldum heilt yfir. Það er ekki áhugi á þessu.“ „Við erum yfirleitt þau fyrstu sem er lokað á. Þetta erum við, þeir sem reka sjálfstæðar líkamsræktarstöðvar og þeir sem selja bara brennivín án þess að selja kleinu. Það er alltaf lokað á okkur, það er bara þannig.“ Síðan Covid-fárið skall á hér á landi hafa forráðamenn ÍSÍ lítið haft sig í frammi og varla heyrst eitt né neitt úr þeim herbúðum. „ÍSÍ segist berjast á bakvið tjöldin. Það eru svona þau svör sem við fengum. Þetta er bara er orðið þungt, það er orðið mjög þungt í mönnum. Þetta er orðin allra leiðinlegasta leiktíð sem menn hafa upplifað. Nógu erfitt er að hafa ekki áhorfendur en maður sýnir því skilning. Því var sýnt skilning hérna í upphafi að við værum að taka þátt í þessu því við værum að fletja út kúrfuna og við ætluðum að læra að lifa með veirunni. Það sýndu því allir skilning þar.“ „Það virðist um leið og það kemur upp smit þarf að stoppa þetta allra hættulegasta sem virðist vera afreksíþróttir.“ Arnar segir að verði æfingar ekki leyfðar 15. apríl eins og núverandi reglugerð segir til um þá sé í raun sjálfhætt. „Ef við byrjum ekki að æfa 15. apríl þá held ég að þetta sé bara svo gott sem búið hjá þessum boltaíþróttum. Það er fólk sem tekur þessar ákvarðanir hjá sérsamböndunum en þetta er að verða orðið eiginlega bara einhver langloka sem maður skilur ekkert í. „Eins og ég segi, þetta er skrýtnasta leiktíð sem menn hafa nokkurn tímann upplifað. Það var hægt að sýna þessu skilning þegar Covid-19 kemur í upphafi en mér finnst búið að vera talsvert skilningsleysi gagnvart okkur í að vera komið gott ár,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, að lokum. Klippa: Arnar er svartsýnn ef æfingar hefjast ekki 15. apríl Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Sportpakkinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira