Vill eitt af efstu sætunum á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2021 12:29 Björn Guðmundsson sækist eftir einu af efstu fjórum sætunum á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Björn Guðmundsson, 64 ára gamall húsasmiður búsettur á Akranesi, sækist eftir einu af efstu fjórum sætunum á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni. Þar segir hann að hann hafi alist upp við hefðbundin sveitastörf en öfugt við það sem mætti halda þá hafi hann aldrei aðhyllst Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn heldur hneigðist hann snemma til jafnaðarstefnu. „Jafnaðarmennskan hefur verið mitt leiðarljós en hún fellur best að mínum hugsjónum. Af þeim sökum hef ég verið virkur í sveitarstjórnarmálum um allnokkuð skeið. Nú kunna einhverjir að hugsa með sér hvað vill hann upp á dekk á sjötugsaldri. Við því er einfalt svar: mér blöskrar einfaldlega hvernig staðan í þjóðfélaginu er í dag. Virðingarleysi virðist vera viðloðandi gagnvart öllu, ekki eingöngu gegn hlutum og eignum heldur einnig gegn fólki og þörfum þess. Ég get ekki lengur setið aðgerðalaus hjá og horft upp á meðan komið er fram við aldraða og öryrkja eins og annars flokks þegna. Það verður að bæta úr þessu strax því meðferð stjórnvalda á fólki er óviðunandi. Komist ég í þá stöðu að geta haft áhrif verður það mitt forgangsmál að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og afnema þá smán sem þar viðgengst. Sama gildir um fátækt í landinu enda á enginn að líða skort í þessu gjöfula landi. Slíkt er þjóðarskömm sem úr þarf að vinna. Björn Guðmundsson.Aðsend Ég vil að staðið verði við þau loforð sem gerð voru við stofnun lífeyrissjóða um að þeir eigi að bæta kjör fólks til viðbótar við almannatryggingakerfið og þannig eigi að afnema tafarlaust krónu á móti krónu skerðingu sem fengið hefur að viðgangast of lengi. Öllu fólki á að tryggja laun sem hægt er að lifa á. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, ég hef þá trú að allir vilji getað lifað með reisn. Heilbrigðismálin eru mér líka ofarlega í huga, á tilli dögum státum við okkur af því hvað við eigum gott kerfi. En er það svo um allt land í raun og veru? Nei, því miður skortir þar verulega mikið á. Við þurfum að stokka upp kerfið og endurskipuleggja það. En við eigum frábært starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem er okkur afar dýrmætt og vinnur þrekvirki á hverjum degi. Að þessu fólki þurfum við að hlúa, sérstaklega við þær aðstæður sem eru í samfélaginu í dag. Það virðist vera lenska þegar vel gengur þá er klappað á bakið á fólki, en þegar kemur að kjörum og peningum er komið annað hljóð í strokkinn og ekkert fjármagn sé til staðar. Þetta viðhorf getum við lagað ef við viljum. Í þessu sambandi verð ég að minnast á eina gullsetningu sem er í okkar ylhýra máli og kemur venjulega upp í aðdraganda kosninga en það er setningin (tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld). En er það framkvæmdin? Því er fljót svarað að svo er ekki. Ekki þarf að horfa lengra en til reksturs hjúkrunarheimila sem hefur verið í fjölmiðlum síðustu misseri þar sem sveitarfélög eru að gefast upp á rekstrinum og vísa því til ríkisins. Þessari eilífu baráttu við ríkisvaldið um fjármagn til rekstrar og viðhalds hjúkrunarheimila verður að linna. Komum þessu í lag og tryggjum öldruðum raunverulegt áhyggjulaust ævikvöld. Atvinna er svo ein af undirstöðum velferðar sérhvers manns. Því er nauðsynlegt að hlúa að aukinni atvinnustarfsemi og dreifa henni um land allt. Fara þarf í gegnum allt regluverkið og sjá hvar skórinn kreppir að í stofnun og rekstri fyrirtækja. Regluverkið þarf að vera gert einfalt og skýrt. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta strax þar sem markaðsleiðin á að vera notuð til grundvallar. Þannig fæst sanngjarnt verð fyrir aflaheimildirnar og útgerðirnar borga eðlilegt gjald fyrir afnot sinni af auðlindinni. Á sama tíma eigum við að halda áfram að berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni í anda niðurstöðu stjórnlagaráðs. Þannig náum við fram grundvallarbreytingum á á auðlindaákvæðinu svo tryggt verði að allar auðlindir séu í eigu þjóðarinnar. Landbúnaður er mikilvægur bæði vegna matvælaöryggis og verndun lands. Ég treysti íslenskum bændum til að varðveita landsins gæði og skila landinu betra en þeir tóku við því. Auka þarf frjálsræði í framleiðslu landbúnaðarafurða, svo sem með heimaslátrun og vinnslu afurða heim á búunum. Treystum bændum til að skila okkur fullkominni vöru. Skólakerfið er svo ekki eins gott og við viljum hafa það, taka þarf af festu á þeim vanda sem þar er við að eiga og laga það sem úrskeiðis hefur farið. Það kostar tíma og peninga en kemur til með að skila sér margfalt til baka á komandi árum. Það kunna að vakna spurningar hjá þér, kjósandi góður, en hvernig á að fjármagna allar þessar aðgerðir? Því er til að svara að hægt að fjármagna og vinna að þessum aðgerðum á ýmsa vegu, t.d. með eðlilegri dreifingu á fjármagni og sanngjarnara skattkerfi. Einnig er hægt að líta til aukinnar og fjölbreyttrar atvinnu og framkvæmda um land allt af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Svo er hægt að minnka báknið og regluverkið vegna atvinnustarfsemi. Það er hægt að grípa til fjölmargra aðgerða til að fjármagna þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir fólkið í landinu ef vilji er fyrir hendi að vinna að því. Allavega mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en það tekst,“ segir Björn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni. Þar segir hann að hann hafi alist upp við hefðbundin sveitastörf en öfugt við það sem mætti halda þá hafi hann aldrei aðhyllst Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn heldur hneigðist hann snemma til jafnaðarstefnu. „Jafnaðarmennskan hefur verið mitt leiðarljós en hún fellur best að mínum hugsjónum. Af þeim sökum hef ég verið virkur í sveitarstjórnarmálum um allnokkuð skeið. Nú kunna einhverjir að hugsa með sér hvað vill hann upp á dekk á sjötugsaldri. Við því er einfalt svar: mér blöskrar einfaldlega hvernig staðan í þjóðfélaginu er í dag. Virðingarleysi virðist vera viðloðandi gagnvart öllu, ekki eingöngu gegn hlutum og eignum heldur einnig gegn fólki og þörfum þess. Ég get ekki lengur setið aðgerðalaus hjá og horft upp á meðan komið er fram við aldraða og öryrkja eins og annars flokks þegna. Það verður að bæta úr þessu strax því meðferð stjórnvalda á fólki er óviðunandi. Komist ég í þá stöðu að geta haft áhrif verður það mitt forgangsmál að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og afnema þá smán sem þar viðgengst. Sama gildir um fátækt í landinu enda á enginn að líða skort í þessu gjöfula landi. Slíkt er þjóðarskömm sem úr þarf að vinna. Björn Guðmundsson.Aðsend Ég vil að staðið verði við þau loforð sem gerð voru við stofnun lífeyrissjóða um að þeir eigi að bæta kjör fólks til viðbótar við almannatryggingakerfið og þannig eigi að afnema tafarlaust krónu á móti krónu skerðingu sem fengið hefur að viðgangast of lengi. Öllu fólki á að tryggja laun sem hægt er að lifa á. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, ég hef þá trú að allir vilji getað lifað með reisn. Heilbrigðismálin eru mér líka ofarlega í huga, á tilli dögum státum við okkur af því hvað við eigum gott kerfi. En er það svo um allt land í raun og veru? Nei, því miður skortir þar verulega mikið á. Við þurfum að stokka upp kerfið og endurskipuleggja það. En við eigum frábært starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sem er okkur afar dýrmætt og vinnur þrekvirki á hverjum degi. Að þessu fólki þurfum við að hlúa, sérstaklega við þær aðstæður sem eru í samfélaginu í dag. Það virðist vera lenska þegar vel gengur þá er klappað á bakið á fólki, en þegar kemur að kjörum og peningum er komið annað hljóð í strokkinn og ekkert fjármagn sé til staðar. Þetta viðhorf getum við lagað ef við viljum. Í þessu sambandi verð ég að minnast á eina gullsetningu sem er í okkar ylhýra máli og kemur venjulega upp í aðdraganda kosninga en það er setningin (tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld). En er það framkvæmdin? Því er fljót svarað að svo er ekki. Ekki þarf að horfa lengra en til reksturs hjúkrunarheimila sem hefur verið í fjölmiðlum síðustu misseri þar sem sveitarfélög eru að gefast upp á rekstrinum og vísa því til ríkisins. Þessari eilífu baráttu við ríkisvaldið um fjármagn til rekstrar og viðhalds hjúkrunarheimila verður að linna. Komum þessu í lag og tryggjum öldruðum raunverulegt áhyggjulaust ævikvöld. Atvinna er svo ein af undirstöðum velferðar sérhvers manns. Því er nauðsynlegt að hlúa að aukinni atvinnustarfsemi og dreifa henni um land allt. Fara þarf í gegnum allt regluverkið og sjá hvar skórinn kreppir að í stofnun og rekstri fyrirtækja. Regluverkið þarf að vera gert einfalt og skýrt. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta strax þar sem markaðsleiðin á að vera notuð til grundvallar. Þannig fæst sanngjarnt verð fyrir aflaheimildirnar og útgerðirnar borga eðlilegt gjald fyrir afnot sinni af auðlindinni. Á sama tíma eigum við að halda áfram að berjast fyrir breytingum á stjórnarskránni í anda niðurstöðu stjórnlagaráðs. Þannig náum við fram grundvallarbreytingum á á auðlindaákvæðinu svo tryggt verði að allar auðlindir séu í eigu þjóðarinnar. Landbúnaður er mikilvægur bæði vegna matvælaöryggis og verndun lands. Ég treysti íslenskum bændum til að varðveita landsins gæði og skila landinu betra en þeir tóku við því. Auka þarf frjálsræði í framleiðslu landbúnaðarafurða, svo sem með heimaslátrun og vinnslu afurða heim á búunum. Treystum bændum til að skila okkur fullkominni vöru. Skólakerfið er svo ekki eins gott og við viljum hafa það, taka þarf af festu á þeim vanda sem þar er við að eiga og laga það sem úrskeiðis hefur farið. Það kostar tíma og peninga en kemur til með að skila sér margfalt til baka á komandi árum. Það kunna að vakna spurningar hjá þér, kjósandi góður, en hvernig á að fjármagna allar þessar aðgerðir? Því er til að svara að hægt að fjármagna og vinna að þessum aðgerðum á ýmsa vegu, t.d. með eðlilegri dreifingu á fjármagni og sanngjarnara skattkerfi. Einnig er hægt að líta til aukinnar og fjölbreyttrar atvinnu og framkvæmda um land allt af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Svo er hægt að minnka báknið og regluverkið vegna atvinnustarfsemi. Það er hægt að grípa til fjölmargra aðgerða til að fjármagna þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir fólkið í landinu ef vilji er fyrir hendi að vinna að því. Allavega mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en það tekst,“ segir Björn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira