Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 30-30 | Jafnt í háspennuleik á Seltjarnanesi Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2021 21:20 Leikmenn Gróttu komu til baka og náðu í mikilvægt stig í kvöld. Vísir/Vilhelm Grótta og FH skildu jöfn á Seltjarnanesi 30 - 30. Leikurinn var kafla skiptur og virtist lítið benda til annars en FH tæki bæði stigin með sér í Kaplakrikan, en karakterinn í Gróttu liðinu varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli. Leikurinn fór rólega af stað og leit fyrsta markið dagsins ljós þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leiknum, þar var Egill Magnússon á ferðinni. Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið. Það var sami taktur í báðum liðum bæði lið skiptust á að jafna leikinn og taka eins marks forskot. Það var síðan alger viðsnúningur á leiknum þegar Grótta komst 9-8 yfir og Sigursteinn Arndal þjálfari FH tók leikhlé. Leonharð Þorgeir Harðarson kemur inná í hægra hornið eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum. Leonharð gerir 4 mörk í röð og gjörbreytir stöðu leiksins. Grótta var í allskonar vandræðum sóknarlega sem einkenndist af mikilli óskynsemi og agaleysi sem endurspeglaðist í lélegum skotum sem FH nýtti sér í hraðahlaupum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 10 - 15 gestunum í vil eftir að hafa tekið góðan 1-7 kafla síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst með látum, það var mikil kraftur á báðum endum og voru bæði lið lítið að klikka á skotum og komu samtals 18 mörk fyrstu tíu mínútrnar í seinni hálfleik. Það var lítið sem benti til þess að Grótta myndi gera þetta af spennandi leik, þar til þeir gera fjögur mörk í röð og minnka síðan leikinn niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir. Lokakafli leiksins var æsispennandi. Grótta komst einu marki yfir með 24 sekúndur eftir af leiknum en Daníel Griffin fékk tveggja mínútna brottvísun sem Benedikt Elvar Skarphéðinsson nýtti sér og jafnið leikinn 30 - 30 og þar við sat. Af hverju varð jafntefli? FH voru sjálfum sér verstir á köflum. Þeir gerðu mjög vel í að koma sér í gott forskot þegar haldið var til hálfeiks sem þeir héldu í upphafi seinni hálfleiks en þá hrynur varnarleikurinn hjá þeim sem Grótta nýtti sér. Það er mikil karakter í Gróttu liðinu, það er ekki auðvelt að vera elta lengst af allan leikinn það fer mikil orka í það. þrátt fyrir að vera sjálfir að klikka á dauðafærum gáfust þeir ekki upp og gerðu vel í að leysa vörn FH sem varð þess valtandi að þeir voru yfir þegar 24 sekúndur voru eftir. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson dróg vagninn í Gróttu liðinu þegar mest á reyndi, hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Gróttu í leiknum og endaði hann með átta mörk. Andri Þór Helgason byrjaði leikinn á bekknum fyrstu 18 mínútur leiksins en kom inn á og átti skínandi leik. Hann var með sjö mörk úr átta skotum af vítalínunni og endaði leikinn með níu mörk í heildina. Einar Rafn Eiðsson var allt í öllu í hægri skyttu FH í kvöld. Einar Rafn var að búa til mikið af færum fyrir liðsfélaga sína, ásamt því var hann að skora mörk úr ólíkum áttum og endaði hann með tíu mörk. Benedikt Elvar Skarphéðinsson átti góða innkomu í seinni hálfleik fyrir FH. Benedikt skoraði síðustu fjögur mörk FH og mega FH ingar að mörgu leyti þakka honum fyrir stig kvöldsins. Hvað gekk illa? Egill Magnússon náði sér aldrei á strik í kvöld. Egill var að taka léleg skot og fann aldrei sinn takt í kvöld. Egill skoraði tvö mörk úr níu skotum. Varnarleikur FH var mjög brothættur á löngum köflum, þeir áttu í erfiðleikum með sóknarleik Gróttu þegar þeir settu aukamann inn á sem gerði þeim erfitt fyrir. Þetta var ekki dagurinn sem Jóhann Birgir Ingvarsson stimplar sig aftur inn í FH liðið, Jóhann kom inná undir lok leiks og kom lítið út úr honum ásamt því átti hann slakt skot sem varð þess valdandi að Grótta fór í sókn og skoraði sitt þrítugasta mark og fékk hann ekki að vera inn á í lokasókn FH. Hvað gerist næst? Nú þegar deildin er kominn á fullt á nýjan leik eiga liðin leik næsta sunnudag. Grótta fer til Mosfellsbæjar og mætir Aftureldingu klukkan 16:00. Það er síðan stórleikur á sunnudaginn kemur þegar FH og Selfoss mætast í Kaplakrika klukkan 19:40 í beinni á Stöð 2 Sport. Ásbjörn: Úrslit leiksins gefa alltaf rétta mynd af leiknum Ásbjörn var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Vilhelm „Úrslit leiksins gefa alltaf rétta mynd af leiknum, við hefðum átt að gera betur í vörninni um miðjan seinni hálfeik þegar þeir byrjuðu að minnka forskotið okkar hefðum við átt að vera klókari og kæfa leikinn, " sagði Ásbjörn Friðriksson, aðstoðarþjálfari FH. „Þeir settu aukamann í sóknina sem við áttum að vera vel undirbúnir fyrir, þar fengu þeir einföld skot og mörk og náðum við aldrei upp góðri vörn og keyrslu þegar líða tók á seinni hálfleikinn." FH átti frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir léku á alls oddi og skoruðu sjö mörk í röð og fóru með gott forskot inn í seinni hálfleik. „Í þessum kafla náðum við upp góðri vörn sem skilaði hraðahlaupum. Við ætluðum að gera það í seinni hálfleik sem gekk upp til að byrja með en klikkaði síðan þegar við náðum ekki upp okkar varnarleik." Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Ásbjörn tók ekki undir að FH hafi stolið stigin þó þeir skoruðu síðasta mark leiksins. „Lokasókn okkar er góð, við erum einum fleiri því Daníel Griffin fer í andlitið á Benedikt Elvari, þá stillum við upp í góða sókn spilum yfirtöluna vel og fáum dauðafæri," sagði Ásbjörn sem var svekktur með hvernig leikurinn þróaðist. Ásbjörn hefur sjálfur verið að glíma við meiðsli og var ekki viss hvenær hann myndi snúa aftur í lið FH en vonaðist til að geta mætt í næsta leik. Arnar Daði: Hefði misst allt hárið hefði leikurinn verið jafn í síðustu sókn FH Arnar Daði gat ekki verið ósáttur með að fá stig gegn FH.vísir/vilhelm Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta FH
Grótta og FH skildu jöfn á Seltjarnanesi 30 - 30. Leikurinn var kafla skiptur og virtist lítið benda til annars en FH tæki bæði stigin með sér í Kaplakrikan, en karakterinn í Gróttu liðinu varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli. Leikurinn fór rólega af stað og leit fyrsta markið dagsins ljós þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leiknum, þar var Egill Magnússon á ferðinni. Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið. Það var sami taktur í báðum liðum bæði lið skiptust á að jafna leikinn og taka eins marks forskot. Það var síðan alger viðsnúningur á leiknum þegar Grótta komst 9-8 yfir og Sigursteinn Arndal þjálfari FH tók leikhlé. Leonharð Þorgeir Harðarson kemur inná í hægra hornið eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum. Leonharð gerir 4 mörk í röð og gjörbreytir stöðu leiksins. Grótta var í allskonar vandræðum sóknarlega sem einkenndist af mikilli óskynsemi og agaleysi sem endurspeglaðist í lélegum skotum sem FH nýtti sér í hraðahlaupum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 10 - 15 gestunum í vil eftir að hafa tekið góðan 1-7 kafla síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst með látum, það var mikil kraftur á báðum endum og voru bæði lið lítið að klikka á skotum og komu samtals 18 mörk fyrstu tíu mínútrnar í seinni hálfleik. Það var lítið sem benti til þess að Grótta myndi gera þetta af spennandi leik, þar til þeir gera fjögur mörk í röð og minnka síðan leikinn niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir. Lokakafli leiksins var æsispennandi. Grótta komst einu marki yfir með 24 sekúndur eftir af leiknum en Daníel Griffin fékk tveggja mínútna brottvísun sem Benedikt Elvar Skarphéðinsson nýtti sér og jafnið leikinn 30 - 30 og þar við sat. Af hverju varð jafntefli? FH voru sjálfum sér verstir á köflum. Þeir gerðu mjög vel í að koma sér í gott forskot þegar haldið var til hálfeiks sem þeir héldu í upphafi seinni hálfleiks en þá hrynur varnarleikurinn hjá þeim sem Grótta nýtti sér. Það er mikil karakter í Gróttu liðinu, það er ekki auðvelt að vera elta lengst af allan leikinn það fer mikil orka í það. þrátt fyrir að vera sjálfir að klikka á dauðafærum gáfust þeir ekki upp og gerðu vel í að leysa vörn FH sem varð þess valtandi að þeir voru yfir þegar 24 sekúndur voru eftir. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson dróg vagninn í Gróttu liðinu þegar mest á reyndi, hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Gróttu í leiknum og endaði hann með átta mörk. Andri Þór Helgason byrjaði leikinn á bekknum fyrstu 18 mínútur leiksins en kom inn á og átti skínandi leik. Hann var með sjö mörk úr átta skotum af vítalínunni og endaði leikinn með níu mörk í heildina. Einar Rafn Eiðsson var allt í öllu í hægri skyttu FH í kvöld. Einar Rafn var að búa til mikið af færum fyrir liðsfélaga sína, ásamt því var hann að skora mörk úr ólíkum áttum og endaði hann með tíu mörk. Benedikt Elvar Skarphéðinsson átti góða innkomu í seinni hálfleik fyrir FH. Benedikt skoraði síðustu fjögur mörk FH og mega FH ingar að mörgu leyti þakka honum fyrir stig kvöldsins. Hvað gekk illa? Egill Magnússon náði sér aldrei á strik í kvöld. Egill var að taka léleg skot og fann aldrei sinn takt í kvöld. Egill skoraði tvö mörk úr níu skotum. Varnarleikur FH var mjög brothættur á löngum köflum, þeir áttu í erfiðleikum með sóknarleik Gróttu þegar þeir settu aukamann inn á sem gerði þeim erfitt fyrir. Þetta var ekki dagurinn sem Jóhann Birgir Ingvarsson stimplar sig aftur inn í FH liðið, Jóhann kom inná undir lok leiks og kom lítið út úr honum ásamt því átti hann slakt skot sem varð þess valdandi að Grótta fór í sókn og skoraði sitt þrítugasta mark og fékk hann ekki að vera inn á í lokasókn FH. Hvað gerist næst? Nú þegar deildin er kominn á fullt á nýjan leik eiga liðin leik næsta sunnudag. Grótta fer til Mosfellsbæjar og mætir Aftureldingu klukkan 16:00. Það er síðan stórleikur á sunnudaginn kemur þegar FH og Selfoss mætast í Kaplakrika klukkan 19:40 í beinni á Stöð 2 Sport. Ásbjörn: Úrslit leiksins gefa alltaf rétta mynd af leiknum Ásbjörn var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Vilhelm „Úrslit leiksins gefa alltaf rétta mynd af leiknum, við hefðum átt að gera betur í vörninni um miðjan seinni hálfeik þegar þeir byrjuðu að minnka forskotið okkar hefðum við átt að vera klókari og kæfa leikinn, " sagði Ásbjörn Friðriksson, aðstoðarþjálfari FH. „Þeir settu aukamann í sóknina sem við áttum að vera vel undirbúnir fyrir, þar fengu þeir einföld skot og mörk og náðum við aldrei upp góðri vörn og keyrslu þegar líða tók á seinni hálfleikinn." FH átti frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir léku á alls oddi og skoruðu sjö mörk í röð og fóru með gott forskot inn í seinni hálfleik. „Í þessum kafla náðum við upp góðri vörn sem skilaði hraðahlaupum. Við ætluðum að gera það í seinni hálfleik sem gekk upp til að byrja með en klikkaði síðan þegar við náðum ekki upp okkar varnarleik." Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Ásbjörn tók ekki undir að FH hafi stolið stigin þó þeir skoruðu síðasta mark leiksins. „Lokasókn okkar er góð, við erum einum fleiri því Daníel Griffin fer í andlitið á Benedikt Elvari, þá stillum við upp í góða sókn spilum yfirtöluna vel og fáum dauðafæri," sagði Ásbjörn sem var svekktur með hvernig leikurinn þróaðist. Ásbjörn hefur sjálfur verið að glíma við meiðsli og var ekki viss hvenær hann myndi snúa aftur í lið FH en vonaðist til að geta mætt í næsta leik. Arnar Daði: Hefði misst allt hárið hefði leikurinn verið jafn í síðustu sókn FH Arnar Daði gat ekki verið ósáttur með að fá stig gegn FH.vísir/vilhelm Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik