Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 17:26 Fagradalsfjall á Reykjanesi Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira