Banvæn féþúfa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 5. mars 2021 10:00 Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun