Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Starfsmenn NASA virða fyrstu myndir Perseverance frá Mars fyrir sér. NASA/Bill Ingalls Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. Sá tími verður notaður í prófanir þar sem starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ganga úr skugga um að öll kerfi Perseverance virki sem skildi. Ferðalag Perseverance tók 203 daga og ferðaðist vélmennið 472 milljónir kílómetra. Frá því geimfarinu var skotið á loft frá Flórída og þar til það Perseverance lenti í gærkvöldi var gífurlega margt sem þurfti að ganga eftir. Perseverance er á stærð við lítinn bíl og vegur rétt rúmt tonn. Eins og einn sérfræðingur NASA orðaði það í gær, þá þurftu þúsundir hluta að heppnast svo það tækist að lenda Perseverance, en bara einn hlutur að misheppnast svo ekki væri hægt að lenda vélmenninu. And another look behind me. Welcome to Jezero Crater. #CountdownToMars pic.twitter.com/dbU3dhm6VZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) February 18, 2021 Í tilkynningu á vef NASA segir að prófanir á Perseverance muni taka einn eða tvo mánuði og eftir það muni tveggja ára rannsóknarverkefni vélmennisins hefjast. Vélmennið lennti í Jezero-gígnum, sem var fullur af vatni á árum áður. Markmiðið er að gera tilraunir á jarðvegi gígsins í kringum ós, því þar þykja meiri líkur en annars á því að hægt sé að finna leyfar örvera sem hafi mögulega lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vélmennið mun taka jarðvegssýni og verður búnaður þess til að rannsaka þau sýni eins vel og hægt er. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar, sem á að gerast seinna á áratugnum. Þá stendur til að senda annað geimfar til Mars í sameiginlegu verkefni NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og sækja hylkin sem sýnin verða geymd í. Hér má finna stafrænt kort af Jezero-gígnum og hvar Perseverance er. Með tímanum verður hægt að fylgjast með ferðalagi geimjeppans að árfarveginum og ósnum til vesturs. Það gæti orðið langt og erfitt ferðalag. Where am I now? Check out this interactive map to zoom in and explore my landing site:https://t.co/uPsKFhW17JAnd for the ground level view, my first images are here, with many more to come in the days ahead:https://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/B6TJTikAyX— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) February 19, 2021 Meðal tækja í Perseverance eru SHERLOC (sem er skammstöfun fyrir munnfyllina Scanning Habitable Ennvironments with Raman & Luminescence for Organics & Chemicals) sem greinir lífrænar öreindir. Vélmennið ber einnig græjuna PIXL (Planetary Instrument for X-ray Lithochemistry) sem greina á samsteningu jarðvegs Mars og mögulegra lífrænna sameinda. Áhugsamir geta lesið betur um leitina að lífi á Mars hér á vef NASA. Hér má sjá farveg árinnar sem flæddi í Jezero-gíginn.NASA/JPL-Caltech Áður en leitin að ummerkjum lífs hefst mun Perseverance vera notað til annarrar merkilegrar tilraunar. Kannað verður hvort hægt verði að fljúga litlum dróna um á Mars. Dróni þessi, eða þyrla, kallast Ingenutiy. Þyrlan er tæp tvö kíló að þyngd og er með fjóra 1,2 metra langa spaða. Þeir spaðar snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Andrúmsloft Mars er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar og er þéttleiki þess einungis eitt prósent af því sem við þekkjum. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur þess sem við erum vön hérna á jörðinni. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Perseverance á einnig að nota til að undirbúa mannaðar ferðir til Mars. Vélmennið ber til að mynda lítið tæki sem kallast MOXIE (Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment). Því tæki er ætlað að kanna hvort mögulegt sé að framleiða súrefni úr andrúmslofti Mars, sem er úr koltvísýringi. Sé það hægt væri hægt að nota það súrefni til öndunar og í eldflaugaeldsneyti. Tækið MEDA (Mars Environmental Dynamics Analyzer) verður notað til að rannsaka andrúmsloft og veðurfar Mars. Það verður einnig notað til að skoða ryk plánetunnar nánar og þykir einkar mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir. Frekari upplýsingar um tækjabúnað Perseverance má finna hér á vef NASA. Perseverance notaði háþróaða tækni til að finna besta mögulega lendingarstaðinn sjálfvirkt og í rauntíma. Í Jezero-gígnum eru gamlir árfarvegir, grjóthnullungar og annað sem getur valdið Perseverance tjóni við lendingu. Geimfarið sem flutti Perseverance og vélmennið sjálft, notuðust við ratsjá, myndavélar og aðra skynjara til að finna besta lendingarstaðinn. Hér má sjá myndband sem NASA birti í gær, þar sem raunveruleg myndbönd frá höfuðstöðvum stofnunarinnar eru klippt saman við tölvuteiknað myndband af lendingu Perseverance í gær. Steve Jurczyk, starfandi yfirmaður NASA, sagði í gærkvöldi að lending Perseverance væri gífurlega mikillvægur áfangi fyrir NASA, Bandaríkin og geimferðir mannsins. Persverance verkefnið væri táknrænt fyrir anda bandarísku þjóðarinnar og elju. Þá myndi það einnig hjálpa verulega við undirbúning fyrir mannaðar geimferðir til Mars. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, starfaði hjá NASA í tíu ár. Hann ræddi lendingu Perseverance í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði lendinguna tæknilegt afrek og ræddi meðal annars það hvernig eldri lendingarförum var lent á Mars, samanborið við lendingu Perseverance. Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Sá tími verður notaður í prófanir þar sem starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ganga úr skugga um að öll kerfi Perseverance virki sem skildi. Ferðalag Perseverance tók 203 daga og ferðaðist vélmennið 472 milljónir kílómetra. Frá því geimfarinu var skotið á loft frá Flórída og þar til það Perseverance lenti í gærkvöldi var gífurlega margt sem þurfti að ganga eftir. Perseverance er á stærð við lítinn bíl og vegur rétt rúmt tonn. Eins og einn sérfræðingur NASA orðaði það í gær, þá þurftu þúsundir hluta að heppnast svo það tækist að lenda Perseverance, en bara einn hlutur að misheppnast svo ekki væri hægt að lenda vélmenninu. And another look behind me. Welcome to Jezero Crater. #CountdownToMars pic.twitter.com/dbU3dhm6VZ— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) February 18, 2021 Í tilkynningu á vef NASA segir að prófanir á Perseverance muni taka einn eða tvo mánuði og eftir það muni tveggja ára rannsóknarverkefni vélmennisins hefjast. Vélmennið lennti í Jezero-gígnum, sem var fullur af vatni á árum áður. Markmiðið er að gera tilraunir á jarðvegi gígsins í kringum ós, því þar þykja meiri líkur en annars á því að hægt sé að finna leyfar örvera sem hafi mögulega lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vélmennið mun taka jarðvegssýni og verður búnaður þess til að rannsaka þau sýni eins vel og hægt er. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar, sem á að gerast seinna á áratugnum. Þá stendur til að senda annað geimfar til Mars í sameiginlegu verkefni NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og sækja hylkin sem sýnin verða geymd í. Hér má finna stafrænt kort af Jezero-gígnum og hvar Perseverance er. Með tímanum verður hægt að fylgjast með ferðalagi geimjeppans að árfarveginum og ósnum til vesturs. Það gæti orðið langt og erfitt ferðalag. Where am I now? Check out this interactive map to zoom in and explore my landing site:https://t.co/uPsKFhW17JAnd for the ground level view, my first images are here, with many more to come in the days ahead:https://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/B6TJTikAyX— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) February 19, 2021 Meðal tækja í Perseverance eru SHERLOC (sem er skammstöfun fyrir munnfyllina Scanning Habitable Ennvironments with Raman & Luminescence for Organics & Chemicals) sem greinir lífrænar öreindir. Vélmennið ber einnig græjuna PIXL (Planetary Instrument for X-ray Lithochemistry) sem greina á samsteningu jarðvegs Mars og mögulegra lífrænna sameinda. Áhugsamir geta lesið betur um leitina að lífi á Mars hér á vef NASA. Hér má sjá farveg árinnar sem flæddi í Jezero-gíginn.NASA/JPL-Caltech Áður en leitin að ummerkjum lífs hefst mun Perseverance vera notað til annarrar merkilegrar tilraunar. Kannað verður hvort hægt verði að fljúga litlum dróna um á Mars. Dróni þessi, eða þyrla, kallast Ingenutiy. Þyrlan er tæp tvö kíló að þyngd og er með fjóra 1,2 metra langa spaða. Þeir spaðar snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Andrúmsloft Mars er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar og er þéttleiki þess einungis eitt prósent af því sem við þekkjum. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur þess sem við erum vön hérna á jörðinni. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Perseverance á einnig að nota til að undirbúa mannaðar ferðir til Mars. Vélmennið ber til að mynda lítið tæki sem kallast MOXIE (Mars Oxygen In-Situ Resource Utilization Experiment). Því tæki er ætlað að kanna hvort mögulegt sé að framleiða súrefni úr andrúmslofti Mars, sem er úr koltvísýringi. Sé það hægt væri hægt að nota það súrefni til öndunar og í eldflaugaeldsneyti. Tækið MEDA (Mars Environmental Dynamics Analyzer) verður notað til að rannsaka andrúmsloft og veðurfar Mars. Það verður einnig notað til að skoða ryk plánetunnar nánar og þykir einkar mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir. Frekari upplýsingar um tækjabúnað Perseverance má finna hér á vef NASA. Perseverance notaði háþróaða tækni til að finna besta mögulega lendingarstaðinn sjálfvirkt og í rauntíma. Í Jezero-gígnum eru gamlir árfarvegir, grjóthnullungar og annað sem getur valdið Perseverance tjóni við lendingu. Geimfarið sem flutti Perseverance og vélmennið sjálft, notuðust við ratsjá, myndavélar og aðra skynjara til að finna besta lendingarstaðinn. Hér má sjá myndband sem NASA birti í gær, þar sem raunveruleg myndbönd frá höfuðstöðvum stofnunarinnar eru klippt saman við tölvuteiknað myndband af lendingu Perseverance í gær. Steve Jurczyk, starfandi yfirmaður NASA, sagði í gærkvöldi að lending Perseverance væri gífurlega mikillvægur áfangi fyrir NASA, Bandaríkin og geimferðir mannsins. Persverance verkefnið væri táknrænt fyrir anda bandarísku þjóðarinnar og elju. Þá myndi það einnig hjálpa verulega við undirbúning fyrir mannaðar geimferðir til Mars. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, starfaði hjá NASA í tíu ár. Hann ræddi lendingu Perseverance í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði lendinguna tæknilegt afrek og ræddi meðal annars það hvernig eldri lendingarförum var lent á Mars, samanborið við lendingu Perseverance.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02