Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 10:19 Svandís Svavarsdóttir ræðir við blaðamenn að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira