Sá sjötti sem kemur til greina í fimm manna stjórn Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 13:44 Steinn Logi hefur áratuga reynslu af fluggeiranum. Aðsend Steinn Logi Björnsson, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, mun gefa kost á sér í stjórn Icelandair group. Hann er sá sjötti sem gefið hefur kost á sér til setu í fimm manna stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins fer fram 12. mars. Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður. Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður.
Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira