Allir út í garð að telja fugla um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2021 12:18 Þríeyki snjótittlinga með sýn í allar áttir. Jóhann Óli Hilmarsson. Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs. Árlega Garðfuglahelgi Fuglaverndar hófst í gær og stendur fram til 1. febrúar. Þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar. Guðrún Lára Pálmadóttir er verkefnisstjóri kynningar og náttúruverndarmála hjá Fuglavernd. „Þetta er náttúrlega til gamans gert að einhverju leyti en líka er mikilvægt fyrir okkur að fá upplýsingar um hvaða fuglar halda hér til yfir veturinn og reiða sig á matargjafir frá mannfólkinu.“ Guðrún segir að fólk sé beðið um er að skrásetja í eina klukkustund, einhvern tímann yfir helgina eða á mánudaginn hvað margir fuglar mæta í garðinn og hvað tegundir það er. Guðrún Lára Pálmadóttir, verkefnisstjóri kynningar og náttúruverndarmála hjá Fuglavernd.Aðsend „Já, það er besta að gera það fyrir þá sem eru að gefa fuglunum út í garði hjá sér að fylgjast með garðinum í klukkutíma eftir að þeir gefa og telja alla fugla sem koma. Nýta sér garðinn, telja þá fugla, sem setjast í tré eða á jörðina en ekki telja þá sem fljúga yfir,“ segir Guðrún Lára. Síðan er farið inn á heimasíðu Fuglaverndar þar sem rafrænt eyðublað er fyllt út samviskusamlega úr fuglatalningunni og sent í kjölfarið á Fuglavernd. En hvaða garðfuglar eru algengastir í görðum landsmanna yfir veturinn? „Starinn hefur vinninginn og er vinsælastur en þar strax á eftir koma snjótittlingarnir.“ Eyðublaðið með upplýsingunum úr talningunni eru á heimasíðu Fuglaverndar. Dýr Fuglar Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Árlega Garðfuglahelgi Fuglaverndar hófst í gær og stendur fram til 1. febrúar. Þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar. Guðrún Lára Pálmadóttir er verkefnisstjóri kynningar og náttúruverndarmála hjá Fuglavernd. „Þetta er náttúrlega til gamans gert að einhverju leyti en líka er mikilvægt fyrir okkur að fá upplýsingar um hvaða fuglar halda hér til yfir veturinn og reiða sig á matargjafir frá mannfólkinu.“ Guðrún segir að fólk sé beðið um er að skrásetja í eina klukkustund, einhvern tímann yfir helgina eða á mánudaginn hvað margir fuglar mæta í garðinn og hvað tegundir það er. Guðrún Lára Pálmadóttir, verkefnisstjóri kynningar og náttúruverndarmála hjá Fuglavernd.Aðsend „Já, það er besta að gera það fyrir þá sem eru að gefa fuglunum út í garði hjá sér að fylgjast með garðinum í klukkutíma eftir að þeir gefa og telja alla fugla sem koma. Nýta sér garðinn, telja þá fugla, sem setjast í tré eða á jörðina en ekki telja þá sem fljúga yfir,“ segir Guðrún Lára. Síðan er farið inn á heimasíðu Fuglaverndar þar sem rafrænt eyðublað er fyllt út samviskusamlega úr fuglatalningunni og sent í kjölfarið á Fuglavernd. En hvaða garðfuglar eru algengastir í görðum landsmanna yfir veturinn? „Starinn hefur vinninginn og er vinsælastur en þar strax á eftir koma snjótittlingarnir.“ Eyðublaðið með upplýsingunum úr talningunni eru á heimasíðu Fuglaverndar.
Dýr Fuglar Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira