Matur

Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Davíð Sól Pálsson deilir vegan uppskrift sinni með lesendum Vísis.
Davíð Sól Pálsson deilir vegan uppskrift sinni með lesendum Vísis.

„Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson.

Eftir að hann varð vegan fór hann að blanda saman hráefni sem hann var ekki vanur að blanda saman áður.

Í kringum þættina Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind, hefur myndast áskorunarkeðja hér á Vísi þar sem fólk deilir vegan uppskriftum og skorar á aðra að gera slíkt hið sama. Vala Árnadóttir skoraði á Davíð Sól og skoraðist hann auðvitað ekki undan því.

„Margt sem er vegan tengist mikið kólumbískri matargerð og því hefur það soltið fylgt mér frá bernsku. Kólumbíubúar nota mikið af baunum, mangó, avocado, platano, kóríander, chíli, hrísgrjón og kartöflur. Chilí og kóriander er oft sett ofan á allt til þess að gefa auka bragð og ég er engin undantekning, ég set alltaf nóg af því. Annars finnst mér oft mjög gaman að elda mat úr öllum heimshornum. Asískt og Ítalskt er mikið í uppáhaldi hjá mér og ég reyni að hafa það vikulega. En svo er alltaf spurning hjá mér hvenær ég drífi mig að gera mína eigin uppskriftabók.“

Hér fyrir neðan má finna uppskrift Davíðs.Hann skorar næst á Huldu Jónsdóttir Tölgyes að deila Vegan uppskrift með lesendum Vísis.

Davíð Sól Pálsson

Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi

  • 1 dós af baunum/ eða einn og hálfur bolli af baunum sem hafa legið í vatni yfir nótt og þarf að sjóða í klukkutíma áður en það er notað. Má vera hvaða baunir sem er, Kólumbíubúar elska nýrnabaunir, kjúklingabaunir og linsubaunir.
  • Saxaður rauðlaukur
  • 1-2 Hvítlaukur
  • 2-3 gulrætur
  • 4-5 sveppir
  • 1 rauð paprika
  • Sætar kartöflur skorið í ferninga
  • Blómakál eða brokkólí
  • Maukaðir tómatar
  • Tómat púrra
  • Tómat Passata
  • Salt og pipar
  • Grænmetiskraftur
  • Val: Rauður Chilí
  • Val: oumph (ef maður vill meira prótein)

Aðferð

  1. Ég byrja að skera grænmetið í teninga eða smærri eininga.
  2.  Byrja að steikja rauðlauk, hvíklauk, gulrætur, paprika, sætar karöflur, blómkálið (og oumph). Ég nota oft smá vatn í staðinn fyrir ólíu fyrir minna fitu.
  3. Þegar grænmetið er mjúkt þá bæti ég maukaðir tómatar, púrre og passata við og einn grænmetistening og læt það malla.
  4. Síðan bæti ég við baunir og krydda með salt og pipar eftir smekk.
  5. Þegar allt er að verða tilbúið þá bæti ég við sveppina og chilí.
Davíð Sól Pálsson

Meðlæti

  • Hrísgrjón.
  • Avocado.
  • Kóríander ofan á.
  • Steiktur platano. (sérstök tegund af banana sem er mikið notaður í Kólumbíu)
  • Arepa (sjá uppskrift fyrir neðan)
Davíð Sól Pálsson

Arepa

Kólumbíubúar elska Arepa og það er mikið notað sem morgunmat, hádegismat, meðlæti og kvöldmat. Þetta er einskonar flatbrauð sem þekkist sem burrito en samt aðeins öðruvísi.

Hráefni

  • 1-2 bollar Maíshveiti
  • 1-2 bollar Vatn
  • 1 tsk Salt
  • 1 msk Sykur (val)
  • Rifinn Violife Ostur (val)

Aðferð

  1. Einn bolli af hveiti, Einn og hálfur bolli af volgu vatni. Blandað saman og á meðan deigið er blautt þá er tilvalið að bæta saltið og sykurinn við.
  2. Deigið er hnoðað saman og búið til litlar kúlur.
  3. Hver kúla er hnoðað eins og pizza svo það verði þunnt hringlaga form.
  4. Ef þið viljið hafa ost þá takið þið eitt hringlaga form og setið ostinn ofan á og lokið með öðru deigformi eins og hamborgari. Deig, ostur og deig og því er lokað saman.
  5. Síðan koll að kolli og bý til nokkur svona form.
  6. Hita pönnu með smjöri og steiki Arepas á pönnunni, báðar hliðar þangað til að þær verða gulbrúnar.

Hægt að hafa sykur og ostalausu sem meðlæti með allskyns mat eins og brauð, en svo er auðvitað hægt að hafa það sem morgunmat með heitt kakó eða kaffi. Ekkert er betra en ostfyllt arepa með kólumbísku kaffi á laugardagsmorgni.


Tengdar fréttir

Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun

„Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.