Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 15:57 Það andar köldu milli Kristjáns og forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins. Kristján var yfirlæknir og forstjóri KÍ um skeið en hefur löngum verið gagnrýnt ýmsa þætti starfsemi félagsins. Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01