Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2021 19:00 Þór Örn Flygenring er Einhleypa vikunnar. Hann er mikill ævintýramaður og segir hann stóra drauminn að sigla í hringinn í kringum heiminn. Mynd - Vilhelm „Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar. Þór Örn flutti til bresku Jómfrúareyjanna rétt áður en heimsfaraldurinn skall á til að þjálfa siglingar. Hann flutti svo aftur til Íslands núna í september og starfar nú sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans. „Mér fannst nefnilega svo kjörið að fara að vinna á spítala í miðjum heimsfaraldri.“ Hann segist hlakka mikið til sumarsins þar sem stefnan verður að æfa og keppa í siglinum. Svo er planið að fara eitthvað til útlanda til að sigla, en ég þarf að safna sjómílum til að geta fengið atvinnuréttindi. Ætli ég myndi ekki bara titla mig sem siglari eða það sem kallast á ensku sailor. En ég hef þó unnið mjög margvísleg störf. Þór segir það búið að vera hálf glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid en hann voni að það séu bjartari tímar framundan. Þór svarar hér að neðan spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Einhleypa vikunnar er mikill ævintýarmaður og segir hann drauminn vera að sigla hringinn í kringum hnöttinn. Nafn? Þór Örn Flygenring. Gælunafn eða hliðarsjálf? Er bara kallaður Þór. En alltaf reglulega El Carmello af föður mínum eftir að hafa verið duglegur í ljósabekkjum þegar ég var 15 ára. Aldur í árum? 28 ára. Aldur í anda? 28 ára. Menntun? Hef verið duglegur að prufa mig áfram í námi en ekki fundið mig í neinu fyrr en ég fór af fullum krafti í siglingarnar. Núna stefni ég á atvinnuréttindi á skútum hjá Royal Yacht Association. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Man on a mission. Guilty pleasure kvikmynd? Con Air eða Waterworld. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Var rosalega skotinn í Birgittu Haukdal. Þór flutti heim til Íslands í miðri þriðju bylgju Covid-faraldursins. Hann segist hlakka til sumarsins og vonar að það séu bjartari tímar framundan. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Glætan að kallinn sé svo glataður. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Instagram Ertu á Tinder eða öðrum stefnumótaforritum? Já, er á Tinder. Er líka með prófíl á Smitten og Bumble en fer voða sjaldan þar inn. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ævintýragjarn, yfirvegaður og nægjusamur. Þór segist heillast að húmor og heiðarleika í fari annara og þolir ekki leti eða ókurteisi. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fór og spurði nokkra. Traustur, heiðarlegur og metnaðarfullur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Metnaður, húmor og heiðarleiki. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Leti, hroki og ókurteisi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega haförn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Barack Obama, Dalai Lama og Jesú. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, get hreyft á mér eyrun. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Sigla, fara á skíði, borða góðan mat og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að rífast við einhvern. Ertu A eða B týpa? B týpa. Hvernig viltu eggin þín? Næstum því harðsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Helst tvöfaldan espresso. En ef það er bara uppáhellt þá nokkra dropa af mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Bláfjöll, Faxaflóa eða bara í sund. Er ekki mikið að fara á næturlífið lengur. Í dag starfar Þór sem ráðgjafi á geðsviði Landsspítalans. Ertu með Bucket lista? Nei ekki beint, en ef ég ætti að setja eitthvað á lista væri það að sigla hringinn í kringum heiminn. Draumastefnumótið? Það þarf ekkert að vera neitt flókið. Bara skemmtileg stelpa og gott spjall. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf „Another One Fights The Duck“ í stað „Another One Bites The Dust“ eftir Queen. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Var að byrja á The Umbrella Academy. Hvað er Ást? Tilfinning sem er svo öflug að hún lætur þig vilja gera allt fyrir þessa manneskju sem þú elskar. Skemmtistaðir eða næturlífið er ekki eitthvað sem heillar Þór heldur kýs hann frekar Bláfjöll, Faxaflóa eða bara að fara í sund. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórs hér. Siglingar eiga hug og hjarta Þórs sem segist nú vera að safna sjómílum til að geta fengið atvinnuréttindi á skútur. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Það er misjafnt hvaða eiginleikum við leitum eftir þegar kemur að því að velja okkur maka og lífsförunaut. Hvað er það sem heillar og hvaða eiginleikar passa við okkar lífsgildi. 15. janúar 2021 08:00 „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59 Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þór Örn flutti til bresku Jómfrúareyjanna rétt áður en heimsfaraldurinn skall á til að þjálfa siglingar. Hann flutti svo aftur til Íslands núna í september og starfar nú sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans. „Mér fannst nefnilega svo kjörið að fara að vinna á spítala í miðjum heimsfaraldri.“ Hann segist hlakka mikið til sumarsins þar sem stefnan verður að æfa og keppa í siglinum. Svo er planið að fara eitthvað til útlanda til að sigla, en ég þarf að safna sjómílum til að geta fengið atvinnuréttindi. Ætli ég myndi ekki bara titla mig sem siglari eða það sem kallast á ensku sailor. En ég hef þó unnið mjög margvísleg störf. Þór segir það búið að vera hálf glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid en hann voni að það séu bjartari tímar framundan. Þór svarar hér að neðan spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Einhleypa vikunnar er mikill ævintýarmaður og segir hann drauminn vera að sigla hringinn í kringum hnöttinn. Nafn? Þór Örn Flygenring. Gælunafn eða hliðarsjálf? Er bara kallaður Þór. En alltaf reglulega El Carmello af föður mínum eftir að hafa verið duglegur í ljósabekkjum þegar ég var 15 ára. Aldur í árum? 28 ára. Aldur í anda? 28 ára. Menntun? Hef verið duglegur að prufa mig áfram í námi en ekki fundið mig í neinu fyrr en ég fór af fullum krafti í siglingarnar. Núna stefni ég á atvinnuréttindi á skútum hjá Royal Yacht Association. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Man on a mission. Guilty pleasure kvikmynd? Con Air eða Waterworld. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Var rosalega skotinn í Birgittu Haukdal. Þór flutti heim til Íslands í miðri þriðju bylgju Covid-faraldursins. Hann segist hlakka til sumarsins og vonar að það séu bjartari tímar framundan. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Glætan að kallinn sé svo glataður. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Instagram Ertu á Tinder eða öðrum stefnumótaforritum? Já, er á Tinder. Er líka með prófíl á Smitten og Bumble en fer voða sjaldan þar inn. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Ævintýragjarn, yfirvegaður og nægjusamur. Þór segist heillast að húmor og heiðarleika í fari annara og þolir ekki leti eða ókurteisi. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fór og spurði nokkra. Traustur, heiðarlegur og metnaðarfullur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Metnaður, húmor og heiðarleiki. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Leti, hroki og ókurteisi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sennilega haförn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Barack Obama, Dalai Lama og Jesú. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, get hreyft á mér eyrun. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Sigla, fara á skíði, borða góðan mat og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að rífast við einhvern. Ertu A eða B týpa? B týpa. Hvernig viltu eggin þín? Næstum því harðsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Helst tvöfaldan espresso. En ef það er bara uppáhellt þá nokkra dropa af mjólk. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Bláfjöll, Faxaflóa eða bara í sund. Er ekki mikið að fara á næturlífið lengur. Í dag starfar Þór sem ráðgjafi á geðsviði Landsspítalans. Ertu með Bucket lista? Nei ekki beint, en ef ég ætti að setja eitthvað á lista væri það að sigla hringinn í kringum heiminn. Draumastefnumótið? Það þarf ekkert að vera neitt flókið. Bara skemmtileg stelpa og gott spjall. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Söng alltaf „Another One Fights The Duck“ í stað „Another One Bites The Dust“ eftir Queen. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Var að byrja á The Umbrella Academy. Hvað er Ást? Tilfinning sem er svo öflug að hún lætur þig vilja gera allt fyrir þessa manneskju sem þú elskar. Skemmtistaðir eða næturlífið er ekki eitthvað sem heillar Þór heldur kýs hann frekar Bláfjöll, Faxaflóa eða bara að fara í sund. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórs hér. Siglingar eiga hug og hjarta Þórs sem segist nú vera að safna sjómílum til að geta fengið atvinnuréttindi á skútur.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Það er misjafnt hvaða eiginleikum við leitum eftir þegar kemur að því að velja okkur maka og lífsförunaut. Hvað er það sem heillar og hvaða eiginleikar passa við okkar lífsgildi. 15. janúar 2021 08:00 „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59 Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Það er misjafnt hvaða eiginleikum við leitum eftir þegar kemur að því að velja okkur maka og lífsförunaut. Hvað er það sem heillar og hvaða eiginleikar passa við okkar lífsgildi. 15. janúar 2021 08:00
„Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. 13. janúar 2021 19:59
Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01