Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2021 10:16 Sjúklingurinn sem greindist á Landspítalanum hafði áður verið á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Vísir/vilhelm Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39
Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32