Enginn á að verða útundan í bólusetningu Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 19:22 Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30
Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29
Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38