Sunnudagur einhleypra: „Þetta er kvöldið sem þú vilt vera inni á stefnumótaforritum“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2021 19:35 Ásgeir Vísir, einn af stofnendum íslenska stefnumótaforritsins Smitten, deilir fimm ráðum sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem vilja freista gæfunnar og finna ástina á stefnumótaforritum. Samsett mynd Nýtt ár - nýr kafli og ný ástarævintýri? Fyrsti sunnudagur hvers árs er kallaður sunnudagur einhleypra eða Singles Sunday. Það er dagurinn þar sem flestir skrá sig inn á stefnumóta-forrit ár hvert. Áramótin eru stór tímamót í lífi flestra og sá tími sem fólk setur sér markmið fyrir nýtt og spennandi ár. Sumir óska þess jafnvel að þetta sé árið sem það finnur ástina. Afhverju ætli þessi dagur sé stærsti dagurinn í nýskráningu á stefnumóta-öpp? Makamál heyrðu í Ásgeiri Vísi, hönnuði hjá íslenska stefnumótaforritinu Smitten og spurðu hann frekar út í daginn. Þessi gríðarlega ásókn í stefnumótaforrit þennan dag skýrist af nokkrum samverkandi þáttum. Margir hafa minni tíma yfir hátíðirnar til þess að sinna stefnumótalífinu og sumir eru jafnvel daprir yfir jólin eða eru einfaldlega nýlega hættir í sambandi, en 11. desember er sá dagur sem algengast er að fólk hættir í sambandi. Heldur þú að einhverjir séu farnir að huga að stefnumóti fyrir valentínusardaginn? „Já, ég held að einhverjir hugsi að Valentínusardagurinn sé á næsta leiti og vilji í það minnsta eiga möguleika á stefnumóti eða einhverju meiru en það. Mín tilfinning er sú að við Íslendingar séum miklu spenntari fyrir svona hefðum og dögum en við þorum að viðurkenna. Það verður einhver hjarðhegðunarspenna til sem yfirtekur skammdegið.“ Fyrir fólk sem er nú þegar skráð í stefnumótaforrit, væri þetta þá jafnvel dagurinn til að uppfæra aðeins prófílinn sinn? „Já, ég myndi segja það. Þennan dag eru óvenju margir að taka sig á í ástarmálunum og þetta er kvöldið sem þú vilt vera inni á stefnumótaforritum. Fólk er bæði að uppfæra prófílana sína og sækja ný stefnumótaforrit. Það besta sem fólk getur gert til þess að bæta leikinn sinn er að leggja metnað í prófílinn sinn. Við sjáum það mjög augljóslega hjá okkur með Smitten að góður og heiðarlegur prófíll getur skilað þér miklu lengra en þig grunar.“ Í dag er svokallaður Singles´sunday sem er dagurinn sem flestir skrá sig inn á stefnumóta-forrit ár hvert. Getty Ásgeir deilir hér með lesendum fimm atriðum sem væri gott að hafa í huga þegar búa á til prófíl, eða uppfæra gamlan, á stefnumótaforritum. 1. Uppfærðu myndirnar þínar Það er fátt jafn góður ísbrjótur fyrir samtal og áhugaverðar myndir sem gefa innsýn inní áhugamálin þín eða hver þú ert. 2. Gerðu framúrskarandi prófíl Þú getur fjórfaldað fjölda fólks sem líkar við þig með því að uppfæra prófílinn þinn og gera hann framúrskarandi. Útlit og myndir eru ekki einu hlutirnir sem gerir fólk eftirtektarvert á stefnumóta-öppum. Legðu metnað í að svara spurningum og listum sem skipta þig máli. Einlægni og húmor kemur þér miklu lengra en þú heldur. Gefðu þér tíma í prófílinn og fáðu aðstoð frá vinum ef þú ert alveg tóm/ur. 3. Ekki vera hrædd/ur við að byrja samtalið Það er ástæða fyrir því að þú og manneskjan á hinum endanum fenguð match. „Hard-to get“ leikurinn hefur væntanlega ekki skilað miklum árangri hingað til. Þau samtöl sem fara af stað, fara yfirleitt af stað innan nokkurra klukkutíma frá því að match verður til. 4. Ekki segja bara „Hæ, hvað segiru?“ Það er fátt jafn leiðinlegt og að byrja öll samtöl á smáspjalli (e. small talk). Ef þú vilt byrja samtal, brjóttu þá ísinn með einhverju áhugaverðu. Á Smitten byrja flest samtöl á því að annar eða báðir aðilarnir spila svokallað Guessary, en það gerir þér kleift að byrja samtalið strax á djúpum samræðum. 5. Skoðaðu prófíla fólks Stærstu mistökin sem þú gerir er að skauta yfir fólk án þess að gefa þér nokkrar sekúndur til þess að renna lauslega yfir prófílinn. Þú finnur ekki demanta nema að grafa smá. Ertu með eitthvað lokaráð fyrir fólk sem hefur hug á því að freista gæfunnar í kvöld á stefnumótaforritum? „Já kannski. Allra stærsta ástæðan fyrir að stefnumótaforrit bregðast fólki er svokallaða 20% reglan. Sumir virðast ofmeta sig um 20% og eru því alltaf að „læka” 20% uppfyrir sig. Skottastu í þína deild og slakaðu aðeins á kröfunum.“ Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Áramótin eru stór tímamót í lífi flestra og sá tími sem fólk setur sér markmið fyrir nýtt og spennandi ár. Sumir óska þess jafnvel að þetta sé árið sem það finnur ástina. Afhverju ætli þessi dagur sé stærsti dagurinn í nýskráningu á stefnumóta-öpp? Makamál heyrðu í Ásgeiri Vísi, hönnuði hjá íslenska stefnumótaforritinu Smitten og spurðu hann frekar út í daginn. Þessi gríðarlega ásókn í stefnumótaforrit þennan dag skýrist af nokkrum samverkandi þáttum. Margir hafa minni tíma yfir hátíðirnar til þess að sinna stefnumótalífinu og sumir eru jafnvel daprir yfir jólin eða eru einfaldlega nýlega hættir í sambandi, en 11. desember er sá dagur sem algengast er að fólk hættir í sambandi. Heldur þú að einhverjir séu farnir að huga að stefnumóti fyrir valentínusardaginn? „Já, ég held að einhverjir hugsi að Valentínusardagurinn sé á næsta leiti og vilji í það minnsta eiga möguleika á stefnumóti eða einhverju meiru en það. Mín tilfinning er sú að við Íslendingar séum miklu spenntari fyrir svona hefðum og dögum en við þorum að viðurkenna. Það verður einhver hjarðhegðunarspenna til sem yfirtekur skammdegið.“ Fyrir fólk sem er nú þegar skráð í stefnumótaforrit, væri þetta þá jafnvel dagurinn til að uppfæra aðeins prófílinn sinn? „Já, ég myndi segja það. Þennan dag eru óvenju margir að taka sig á í ástarmálunum og þetta er kvöldið sem þú vilt vera inni á stefnumótaforritum. Fólk er bæði að uppfæra prófílana sína og sækja ný stefnumótaforrit. Það besta sem fólk getur gert til þess að bæta leikinn sinn er að leggja metnað í prófílinn sinn. Við sjáum það mjög augljóslega hjá okkur með Smitten að góður og heiðarlegur prófíll getur skilað þér miklu lengra en þig grunar.“ Í dag er svokallaður Singles´sunday sem er dagurinn sem flestir skrá sig inn á stefnumóta-forrit ár hvert. Getty Ásgeir deilir hér með lesendum fimm atriðum sem væri gott að hafa í huga þegar búa á til prófíl, eða uppfæra gamlan, á stefnumótaforritum. 1. Uppfærðu myndirnar þínar Það er fátt jafn góður ísbrjótur fyrir samtal og áhugaverðar myndir sem gefa innsýn inní áhugamálin þín eða hver þú ert. 2. Gerðu framúrskarandi prófíl Þú getur fjórfaldað fjölda fólks sem líkar við þig með því að uppfæra prófílinn þinn og gera hann framúrskarandi. Útlit og myndir eru ekki einu hlutirnir sem gerir fólk eftirtektarvert á stefnumóta-öppum. Legðu metnað í að svara spurningum og listum sem skipta þig máli. Einlægni og húmor kemur þér miklu lengra en þú heldur. Gefðu þér tíma í prófílinn og fáðu aðstoð frá vinum ef þú ert alveg tóm/ur. 3. Ekki vera hrædd/ur við að byrja samtalið Það er ástæða fyrir því að þú og manneskjan á hinum endanum fenguð match. „Hard-to get“ leikurinn hefur væntanlega ekki skilað miklum árangri hingað til. Þau samtöl sem fara af stað, fara yfirleitt af stað innan nokkurra klukkutíma frá því að match verður til. 4. Ekki segja bara „Hæ, hvað segiru?“ Það er fátt jafn leiðinlegt og að byrja öll samtöl á smáspjalli (e. small talk). Ef þú vilt byrja samtal, brjóttu þá ísinn með einhverju áhugaverðu. Á Smitten byrja flest samtöl á því að annar eða báðir aðilarnir spila svokallað Guessary, en það gerir þér kleift að byrja samtalið strax á djúpum samræðum. 5. Skoðaðu prófíla fólks Stærstu mistökin sem þú gerir er að skauta yfir fólk án þess að gefa þér nokkrar sekúndur til þess að renna lauslega yfir prófílinn. Þú finnur ekki demanta nema að grafa smá. Ertu með eitthvað lokaráð fyrir fólk sem hefur hug á því að freista gæfunnar í kvöld á stefnumótaforritum? „Já kannski. Allra stærsta ástæðan fyrir að stefnumótaforrit bregðast fólki er svokallaða 20% reglan. Sumir virðast ofmeta sig um 20% og eru því alltaf að „læka” 20% uppfyrir sig. Skottastu í þína deild og slakaðu aðeins á kröfunum.“
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12
Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26