Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:52 Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06