„Þessi björgunarpakki veitir fyrirtækjum von“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:40 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor Vísir/Egill Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Nokkrar vikur eru síðan ferðaþjónustan sagði þörf á sértækum aðgerðum fyrir greinina annars væri hætta á fjöldagjaldþrotum. Þeir sem fréttastofa leitaði viðbragða hjá í dag voru ánægðir með aðgerðarpakka ríkistjórnarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði fyrir nokkrum vikum að höggið á ferðaþjónustuna væri gríðarlegt og mikilvægt væri að greinin fengi sértæka aðgerð. „Þessi björgunarpakki ríkistjórnarinnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu von sem var að slökkna bara í gær. Auðvitað hjálpar þetta ekki öllum en þetta mun koma mörgum til bjargar,“ segir hann. Ásberg segist ennþá vera nokkuð bjartsýnn á að ferðamenn komi til landsins síðar í sumar. Við höfum verið að hafa samband við fólk sem hefur pantað ferðir hjá okkur og margir hafa valið að eiga inneign í stað þess að fá endurgreiðslu. Það er ennþá talsverður vilji til að koma hingað til lands. Ísland er að koma nokkuð vel frá þessum faraldri sem ég tel að muni reynast jákvætt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn vilja frekar ferðast til landa sem eru að komast vel frá þessu,“ segir hann. Friðrik Einarsson er annar eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Yfir sumartímann hafa um 40 manns unnið á hótelinu en hann segist vera með um 20 stöðugildi í fastri vinnu. Allir hafi farið í 25% hlutastarfaleiðina í mars enda hafi orðið algjört tekjufall hjá fyrirtækinu. Með aðgerðum ríkistjórnarinnar í dag sjái hann til lands. Friðrik Einarsson annar eigandi Northern Light Inn „ Við munum klárlega reyna að nýta þessar leiðir það er komin meiri festa á þetta við sjáum og getum sett raunhæfar áætlanir um áframhaldið. Þetta er lífvænlegt fyrirtæki og með þessum aðgerðum höfum við bolmagn til að komast í gegnum þetta. Við erum eina hótelið í Grindavík sem hefur haft opið og þrátt fyrir að það hafi verið afar fáir gestir vonumst við til þess að lifa þetta af,“ segir Friðrik.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02