Lán í óláni að dóttirin veiktist í verndarsóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2020 20:00 Heiðar Þór Jónsson hefur verið í verndarsóttkví ásamt fjölskyldu sinni frá 11. mars þar sem önnur dóttir hans er langveik og í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira