Brakandi ferskar frumsýningar á streymisveitunum Heiðar Sumarliðason skrifar 22. apríl 2020 15:07 Það er ýmislegt sem mun bætast í sarpinn á næstu vikum. Enn sem komið er hefur Covid-19 haft lítil áhrif á streymi nýs sjónvarpsefnis. Það styttist þó í að áhrifa veirunnar fari að gæta, enda kvikmyndagerð um allan heim í frosti þessa dagana. Enn sem komið er fáum við að njóta nýs efnis, sem búið var að taka upp áður en flensan skall á. Hér er samantekt af því helsta sem mun verða tekið til sýningar á næstu dögum, í flokki nýrra þátta. 24. apríl. Defending Jacob. Apple TV+ Chris Evans og Michelle Dockery brúnaþung yfir syni sínum. Míníseríuflóðbylgjan heldur áfram með Defending Jacob. Líkt og oft áður er efnið sótt í skáldsögu, í þessu tilfelli er það samnefnd metsölubók Williams Landay frá árinu 2012. Hér er fjallað um unglingsson saksóknara sem ákærður er fyrir morð á bekkjarbróður sínum. Landay þekkir heim sögunnar vel, enda sjálfur fyrrum saksóknari í Massachusetts. Höfundur handritsins er hinsvegar Mark Bomback, sem hefur átt ágætu gengi að fagna að undanförnu. Hann er m.a. höfundur handrita nýjustu Planet of the Apes-myndanna. Hér er það Chris Evans, Captain America sjálfur, sem leikur föður hins ásakaða. Apple TV+ hefur átt misjöfnu gengi að fagna og sýnishornið virkar svolítið eins og maður hafi séð þennan þátt oft áður. Þegar þetta er skrifað hafa dómar fimm gagnrýnenda birst og er meðaleinkunn þeirra 67 hjá Metacritic. 27. apríl. Never Have I Ever. Netflix Never Have I Ever virðast hressir þættir. Mindy Kaling (The Mindy Project) er manneskjan á bakvið þessa þætti sem Netflix frumsýnir n.k. mánudag. Hún er þó hvergi sjáanleg á skjánum, þar sem þáttaröðin byggir á endurminningum hennar frá gunnskólaárunum. Hér segir af Devi, innflytjanda frá Indlandi, og hvernig henni tekst að fóta sig í dýragarði unglingsáranna. Þetta ættu að vera kærkomnir þættir fyrir hina fjölmörgu aðdáendur The Mindy Project og sýnishornið gefur góð fyrirheit. Dómarnir sem nú þegar hafa birst eru mjög jákvæðir og er meðaleinkunn þeirra á Metacritic 82. 29. apríl. Dublin Murders. Stöð 2 Skógarnir við Dublin geta verið hættulegir. Írskir sjónvarpsþættir dúkka ekki upp á hverjum degi á skjám landsmanna, en nú gefst áskrifendum Stöðvar 2 færi á að sjá lögreglufólk í Dublin rannsaka morðmál. Þættirnir byggja á skáldsögunni In the Woods eftir Tönu French, en hún er einskonar Yrsa þeirra Íra. Cassie og Ron eru teymi hjá rannsóknarlögreglu Dublinar. Þau eru næstum eins og gömul hjón, þó þau hafi aldrei sofið saman. Inn á borð þeirra kemur svo morð á tólf ára stúlku, sem fannst á nákvæmlega sama stað og tveir vinir Robs hurfu sporlaust þegar hann var barn. Það er ofgnótt af efni sem þessu á öllum streymisveitum, en þó gæti verið áhugaverð tilbreyting að fólkið sem stendur yfir líkum morðfórnarlamba tali með hinum sönglandi írska hreim. 29. apríl. I Know This Much is True. Stöð 2 Mark Ruffalo og Mark Ruffalo í I Know This Much is True. I Know This Much is True er sex þátta mínísería frá HBO, byggð á samnefndri skáldsögu Wally Lamb frá árinu 1998. Hún fjallar um Dominic Birdsey og samband hans við tvíburabróður sinn Thomas, sem á við geðræn vandamál að stríða. Eftir að Thomas heggur af sér aðra höndina er hann lagður inn á geðsjúkrahús. Dominic sér að aðstæður þar eru allt annað en góðar og gerir allt sem hann getur til að frelsa bróður sinn frá þessum hræðilega stað. Höfundur og leikstjóri er Derek Cianfrance, en ferilsskrá hans inniheldur gæðakvikmyndir á borð við A Place Beyond the Pines og Blue Valentine. Það er Hulk sjálfur, Mark Ruffalo, sem leikur hlutverk beggja bræðranna. Hann er svo studdur af töluverðum fjölda þekktra leikara á borð við Juliette Lewis, Rosie O´Donnell, Melissu Leo, Kathryn Hannah og Imogen Poots. HBO er oftast ávísun á gæði, og með Cianfrance og Ruffalo með sér í liði, þá lofar I Know This Much is True mjög góðu. Enn sem komið er hafa engir dómar birst. 1. maí. Hollywood. Netflix Hér erum við bakvið Hollywood-skiltið. Mjög táknrænt fyrir þáttaröð sem gerist bakvið luktar dyr í kvikmyndaborginni. Á meðan Hollywood er í tilneyddum dvala frumsýnir Netflix sjö þátta míníseríu um hóp leikara og kvikmyndagerðarfólks sem gerir hvað sem er til að ná árangri í kvikmyndaborginni. Þáttaröðin gerist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar en nokkrum þekktum einstaklingum frá þeim tíma bregður fyrir, m.a. leikurunum Rock Hudson og Vivien Leigh. Þáttaröðin byggir þó ekki á neinum sérstökum atburðum og er að mestu uppspuni. Höfundar þáttanna eru Ian Brennan og Ryan Murphy, mennirnir á bakvið Glee. Meðal þekktra leikara eru Dylan McDermott og Patti LuPone, en helstu hlutverk eru í höndum minna spámanna, sem þó hafa margir hverjir komið fram í fyrri þáttaröðum þeirra Brennans og Murphys. Sýnishornið æpir ekki á mann að hér sé gæðaefni á ferðinni, og virðist í ætt við það léttmeti sem Brennan og Murphy hafa verið þekktir fyrir. Þeir eiga þó nóg af aðdáendum sem verða vonandi ekki fyrir vonbrigðum. 1. maí. Upload. Amazon Prime Amazon sýnir nýjustu þáttaröð Greg Daniels. Í framtíðinni getur fólk öðlast eilíft líf með því að hlaða meðvitund sinni upp í tölvu. Þegar Nathan er við dauðans dyr ákveður hann að lifa áfram í tölvuheimum, fremur en að reyna aðgerð sem gæti bjargað lífi hans. Framhaldslífið er þó ekki jafn frábært og hann bjóst við. Höfundur Upload er Greg Daniels, nafn sem birst hefur á sjónvarpsskjám landsmanna töluvert lengi, enda skóp hann og skrifaði vinsæla þætti á borð við King of the Hill, Parks and Recreation og bandarísku útgáfuna af The Office. Sýnishornið lítur nokkuð vel út en Daniels hefur hinsvegar oft átt í vandræðum með að stilla af tón þáttanna sinna í byrjun og því hafa þeir ekki náð flugi fyrr en í annarri þáttaröð. Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Enn sem komið er hefur Covid-19 haft lítil áhrif á streymi nýs sjónvarpsefnis. Það styttist þó í að áhrifa veirunnar fari að gæta, enda kvikmyndagerð um allan heim í frosti þessa dagana. Enn sem komið er fáum við að njóta nýs efnis, sem búið var að taka upp áður en flensan skall á. Hér er samantekt af því helsta sem mun verða tekið til sýningar á næstu dögum, í flokki nýrra þátta. 24. apríl. Defending Jacob. Apple TV+ Chris Evans og Michelle Dockery brúnaþung yfir syni sínum. Míníseríuflóðbylgjan heldur áfram með Defending Jacob. Líkt og oft áður er efnið sótt í skáldsögu, í þessu tilfelli er það samnefnd metsölubók Williams Landay frá árinu 2012. Hér er fjallað um unglingsson saksóknara sem ákærður er fyrir morð á bekkjarbróður sínum. Landay þekkir heim sögunnar vel, enda sjálfur fyrrum saksóknari í Massachusetts. Höfundur handritsins er hinsvegar Mark Bomback, sem hefur átt ágætu gengi að fagna að undanförnu. Hann er m.a. höfundur handrita nýjustu Planet of the Apes-myndanna. Hér er það Chris Evans, Captain America sjálfur, sem leikur föður hins ásakaða. Apple TV+ hefur átt misjöfnu gengi að fagna og sýnishornið virkar svolítið eins og maður hafi séð þennan þátt oft áður. Þegar þetta er skrifað hafa dómar fimm gagnrýnenda birst og er meðaleinkunn þeirra 67 hjá Metacritic. 27. apríl. Never Have I Ever. Netflix Never Have I Ever virðast hressir þættir. Mindy Kaling (The Mindy Project) er manneskjan á bakvið þessa þætti sem Netflix frumsýnir n.k. mánudag. Hún er þó hvergi sjáanleg á skjánum, þar sem þáttaröðin byggir á endurminningum hennar frá gunnskólaárunum. Hér segir af Devi, innflytjanda frá Indlandi, og hvernig henni tekst að fóta sig í dýragarði unglingsáranna. Þetta ættu að vera kærkomnir þættir fyrir hina fjölmörgu aðdáendur The Mindy Project og sýnishornið gefur góð fyrirheit. Dómarnir sem nú þegar hafa birst eru mjög jákvæðir og er meðaleinkunn þeirra á Metacritic 82. 29. apríl. Dublin Murders. Stöð 2 Skógarnir við Dublin geta verið hættulegir. Írskir sjónvarpsþættir dúkka ekki upp á hverjum degi á skjám landsmanna, en nú gefst áskrifendum Stöðvar 2 færi á að sjá lögreglufólk í Dublin rannsaka morðmál. Þættirnir byggja á skáldsögunni In the Woods eftir Tönu French, en hún er einskonar Yrsa þeirra Íra. Cassie og Ron eru teymi hjá rannsóknarlögreglu Dublinar. Þau eru næstum eins og gömul hjón, þó þau hafi aldrei sofið saman. Inn á borð þeirra kemur svo morð á tólf ára stúlku, sem fannst á nákvæmlega sama stað og tveir vinir Robs hurfu sporlaust þegar hann var barn. Það er ofgnótt af efni sem þessu á öllum streymisveitum, en þó gæti verið áhugaverð tilbreyting að fólkið sem stendur yfir líkum morðfórnarlamba tali með hinum sönglandi írska hreim. 29. apríl. I Know This Much is True. Stöð 2 Mark Ruffalo og Mark Ruffalo í I Know This Much is True. I Know This Much is True er sex þátta mínísería frá HBO, byggð á samnefndri skáldsögu Wally Lamb frá árinu 1998. Hún fjallar um Dominic Birdsey og samband hans við tvíburabróður sinn Thomas, sem á við geðræn vandamál að stríða. Eftir að Thomas heggur af sér aðra höndina er hann lagður inn á geðsjúkrahús. Dominic sér að aðstæður þar eru allt annað en góðar og gerir allt sem hann getur til að frelsa bróður sinn frá þessum hræðilega stað. Höfundur og leikstjóri er Derek Cianfrance, en ferilsskrá hans inniheldur gæðakvikmyndir á borð við A Place Beyond the Pines og Blue Valentine. Það er Hulk sjálfur, Mark Ruffalo, sem leikur hlutverk beggja bræðranna. Hann er svo studdur af töluverðum fjölda þekktra leikara á borð við Juliette Lewis, Rosie O´Donnell, Melissu Leo, Kathryn Hannah og Imogen Poots. HBO er oftast ávísun á gæði, og með Cianfrance og Ruffalo með sér í liði, þá lofar I Know This Much is True mjög góðu. Enn sem komið er hafa engir dómar birst. 1. maí. Hollywood. Netflix Hér erum við bakvið Hollywood-skiltið. Mjög táknrænt fyrir þáttaröð sem gerist bakvið luktar dyr í kvikmyndaborginni. Á meðan Hollywood er í tilneyddum dvala frumsýnir Netflix sjö þátta míníseríu um hóp leikara og kvikmyndagerðarfólks sem gerir hvað sem er til að ná árangri í kvikmyndaborginni. Þáttaröðin gerist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar en nokkrum þekktum einstaklingum frá þeim tíma bregður fyrir, m.a. leikurunum Rock Hudson og Vivien Leigh. Þáttaröðin byggir þó ekki á neinum sérstökum atburðum og er að mestu uppspuni. Höfundar þáttanna eru Ian Brennan og Ryan Murphy, mennirnir á bakvið Glee. Meðal þekktra leikara eru Dylan McDermott og Patti LuPone, en helstu hlutverk eru í höndum minna spámanna, sem þó hafa margir hverjir komið fram í fyrri þáttaröðum þeirra Brennans og Murphys. Sýnishornið æpir ekki á mann að hér sé gæðaefni á ferðinni, og virðist í ætt við það léttmeti sem Brennan og Murphy hafa verið þekktir fyrir. Þeir eiga þó nóg af aðdáendum sem verða vonandi ekki fyrir vonbrigðum. 1. maí. Upload. Amazon Prime Amazon sýnir nýjustu þáttaröð Greg Daniels. Í framtíðinni getur fólk öðlast eilíft líf með því að hlaða meðvitund sinni upp í tölvu. Þegar Nathan er við dauðans dyr ákveður hann að lifa áfram í tölvuheimum, fremur en að reyna aðgerð sem gæti bjargað lífi hans. Framhaldslífið er þó ekki jafn frábært og hann bjóst við. Höfundur Upload er Greg Daniels, nafn sem birst hefur á sjónvarpsskjám landsmanna töluvert lengi, enda skóp hann og skrifaði vinsæla þætti á borð við King of the Hill, Parks and Recreation og bandarísku útgáfuna af The Office. Sýnishornið lítur nokkuð vel út en Daniels hefur hinsvegar oft átt í vandræðum með að stilla af tón þáttanna sinna í byrjun og því hafa þeir ekki náð flugi fyrr en í annarri þáttaröð.
Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira