„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 08:30 Bræðurnir er þeir sömdu við FH á sínum tíma. Bjarki kom síðan aftur til félagsins og vann titil. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í síðustu viku þar sem Arnar gerði upp ferilinn sinn hér á Íslandi. Hann valdi meðal annars draumalið sitt og fór um víðan völl en hann fór einnig yfir ferilinn hjá bróður sínum. Þeir byrjuðu ungir að spila fyrir uppeldisfélagið, ÍA. „Við byrjuðum að spila 1989, þá á eldra ári í 3. flokki sem þykir mjög gott. Við fórum út ungir og komum heim 1995 sem er frægt tímabil en þessar klippur eru frá því á gamla tímanum. Maður hefur verið að horfa á þessa leiki og maður er hættur að geta hlaupið þarna. Maður er pikkfastur í mjöðmunum og hættur að geta hreyft sig,“ sagði Arnar í þættinum á fimmtudagskvöldið. „Það sem bjargaði okkur bræðrum var að við vorum þokkalegir í fótbolta. Við vorum teknískir og gátum bjargað okkur á því. Hraðinn var ekki okkar sterkasta vopn.“ Hver var þó helsti munurinn á þeim bræðrum? „Ég gat skorað mörk,“ sagði Arnar og hló. „Ég var vinstri fótar en hann hægri fótar en hann spilaði kolvitlausa stöðu, fyrstu tíu til tólf árin, sem leikmaður. Hann átti alltaf að verða miðjumaður. Það var ekkert flóknara en það. Ég hafði mörk í mér. Hann hafði mörk í sér en ég var klókari í að koma mér í færi og var mjög gott nýtingarhlutfall í færum. Þetta er eitthvað sem er erfitt að kenna.“ „Bjarki klúðraði og klúðraði þegar hann kom sér loksins í færi. Hann var ekki „natural“ markaskorari. Hann var góður í fótbolta og gat alltaf bjargað sér en til þess að hann hafi náð í fremstu röð þá er það að vera ekki eins oft meiddur eins og hann var. Í öðru lagi átti hann að byrja sem miðjumaður og vera það út sinn feril. Hann endar sem miðjumaður og tekur epík tímabil með FH 2012. þá er hann 39 ára gamall og enda á titli í mjög sterku liði er eins sætur endir og þú vilt enda þinn feril.“ Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um Bjarka Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira