Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 12:18 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. „Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“ Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“
Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27