Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 07:58 Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með bólusetningarferlinu. Getty/Bloomberg Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40