Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 16:22 Flugáætlun Icelandair var skorin verulega niður í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira