Uppgjör kynslóðanna í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2020 10:31 Bjarni og félagar í Dusty ætla sér sigur á Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar. dusty Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn
Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn