Margfaldi Íslandsmeistarinn Bryndís Rún hættir vegna erfiðra veikinda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 15:15 Bryndís Rún Hansen hefur ákveðið að leggja sundbolinn á hilluna. Sundsamband Íslands Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net. Sund Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net.
Sund Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira