Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson eru frábærir leikmenn og hafa sýnt það hér heima, í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira