Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 12:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi á næstunni sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Visir/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill. Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill.
Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31