Óskar engum að fá ekki að sjá barnið sitt Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 29. október 2020 10:39 Halldór segist vilja eiga í góðum samskiptum við barnsmóður sína. Halldór Heiðar Hallsson lögmaður er faðir fimm ára stúlku en hann hefur deilt forsjá hennar með barnsmóður sinni undanfarin fjögur ár. Að sögn Halldórs hefur lögheimili stúlkunnar verið hjá honum mest allan þann tíma og segist hann hafa að undanförnu ítrekað lent í því að fá stúlkuna ekki aftur úr umgengni frá móður sinni. Um er að ræða mál sem hefur þurft talsverða aðkomu barnaverndar og má segja að það hafi náð ákveðnum hápunkti fyrr í þessum mánuði þegar Halldór Heiðar var handtekinn á heimili sínu. Halldór lýsti í Íslandi í dag upplifun sinni af því að hafa verið handtekinn eftir að hafa sótt stúlkuna til móður sinnar. Hann segir að móðir barnsins hafi tálmað umgengni hans við dóttur sína í tíu vikur. Halldór telur kynjamisrétti vera innbyggt í barnaverndarkerfið á Íslandi og vonast til þess að saga sín fái hreyft við einhverjum breytingum. Ástkær og hlý móðir „Barnsmóðir mín er góð móðir og ég hef alltaf talið það. Ég hef séð hana hvernig hún hefur verið í samvistum með eldri börnin sín á meðan við vorum í sambúð og hún er afar ástkær, hlý og góð móðir. En hún hefur því miður átt við ákveðin andleg veikindi að stríða og það hefur skapað ákveðna árekstra í okkar samskiptum,“ segir Halldór. Hann ítrekar að hann hafi alltaf talið það vera barninu fyrir bestu að vera í góðum samskiptum og tengslum við alla sína fjölskyldu. Hann segist hafa lagt sig fram við að umgengni stúlkunnar við móður sína væri sem mest og hafi hann alltaf verið mjög sveigjanlegur í því að samþykkja óskir barnsmóður sinnar um breytingar á þeirri umgengni en þau hafa gert með sér samningi um að deila forsjánni í viku og viku. Í september 2018 segir Halldór að það hafi færst í aukanna að barnsmóðir hans hafi ekki skilaði ekki barninu til Halldórs og réttlætt það með því að ásaka hann um að vera virkur fíkniefnaneytandi sem keyrði ítrekað undir áhrifum með barnið í bílnum. Halldór segist af þeim sökum endurtekið hafa þurft að gangast undir fíkniefnapróf til þess að sanna fyrir barnavernd að svo sé ekki. Engin slík mál hafi komið á borð lögreglu. „Það hefur enginn utanaðkomandi eða þriðji aðili staðfest þetta og virðast eingöngu vera ásakanir sem eru upprunnar í hennar huga.“ Óskar engu foreldri að sjá ekki barnið sitt Þrátt fyrir að hafa ítrekað þurft að sanna sakleysi sitt segir Halldór að honum hafi ekkert gengið að fá aðstoð yfirvalda við að endurheimta stúlkuna í þessum aðstæðum. Og nú síðast þegar barnið fór til móður sinnar segir Halldór hafa verið upphafið að einhverjum erfiðasta tíma lífs síns og segist hann ekkert hafa fengið að sjá eða heyra í barni sínu í heilar tíu vikur. „Það er eitthvað sem ég óska engu foreldri að upplifa það að fá hvorki að tala né heyra eða sjá í barninu sínu í þetta langan tíma. Barnið fór ekki á leikskóla í tíu vikur og hún er í skólahóp. Hún fékk mjög lítið að tala við mína fjölskyldu eða aðra aðila. Hún hitti ekki vini sína, tók ekki þátt í ballet eða fimleikum sem hún hefur verið að stunda.“ Halldór segir að allan þann tíma sem á þessu stóð voru Halldór og fjölskylda hans ítrekað að reyna að koma því á framfæri við barnavernd að þau hefðu verulegar áhyggjur af þessu ástandi og að það væri augljóslega skaðlegt heilsu og velferð barnsins. Hann nefnir að þessar áhyggjur hafi verið endalega staðfestar af deildarstjóra leikskóla stúlkunnar sem hringdi sjálf í Halldór til að greina honum frá því að hún efaðist um hæfni og getu móður til að hafa stúlkuna í sinni umsjá eftir að hafa átt samtal við hana í síma. Halldór greindi barnavernd frá þessu en segir að á það hafi ekki verið hlustað þar sem Halldór væri á þeim tímapunkti að bera þær upplýsingar áfram sem þriðji aðili. Upp úr því hafi deildarstjóri leikskólans sjálf skilað inn tilkynningu til barnaverndar um þessar áhyggjur en þrátt fyrir það gerðist ekki neitt að sögn Halldórs. Gat ekki setið aðgerðalaus Hann segir steininn svo hafa tekið úr fyrir tveimur vikum þegar hann fékk upplýsingar frá nágranna barnsmóður sinnar að hún væri nú í samvistum við mann sem væri þekktur afbrotamaður og fíkniefnaneytandi og að sést hefði til þeirra í annarlegu ástandi í hverfinu á meðan barnið væri í hennar umsjá. Halldór segist enn og aftur hafa reynt að fá barnavernd í málið en honum þá tjáð að upplýsingarnar hans væru enn ekki marktækar þar sem þær væru aftur að koma frá þriðja aðila. „Þarna fæ ég í rauninni alveg nóg. Ég held að flestallir feður gætu ekki setið aðgerðalausir við þessar aðstæður. Þarna er ég ekki búinn að sjá né heyra í barninu mínu í tíu vikur. Barnsmóðir mín á við andleg veikindi að stríða, hún er þarna ekki búin að fara á leikskólann í tíu vikur og hefur verið í stofufangelsi þann tíma.“ Halldór ítrekar að hann taldi sig á þessum tímapunkti virkilega vera búinn að leggja sig allan fram við að reyna að fá aðstoð yfirvalda og barnaverndar til þess að ná barninu út úr þessum aðstæðum. Hann hafi verið orðinn örvinglaður og ráðþrota frammi fyrir því hvernig hann ætti að gegna skyldu sinni sem foreldri og forsjáraðili barnsins við það að vernda velferð þess. Þá hafi hann talið málið vera orðið of langt gengið og tók því þá hvatvísu ákvörðun um að hann yrði að sækja barnið sjálfur. „Ég fór um kvöldið, klukkan var orðin svona ellefu og þá fer ég inn á heimili móður, sem lögmaður er ég í rauninni að fremja afbrot og húsbrot, til þess að sækja barnið. Ég kem inn í íbúðina og þar eru öll ljósin slökkt, allt í drasli og það er vond lykt þarna inni. Ég finn barnið en móðirin ræðst á mig og reynir að loka okkur inni í barnaherberginu og hindra mér útgöngu úr íbúðinni. Á engum tímapunkta beitti ég barnsmóðir minni nokkurs konar valdi eða ofbeldi. Ég einfaldlega gekk inn í herbergið hjá barninu, tók hana upp í fangið á mér og kom mér út úr íbúðinni.“ Sex lögreglubílar fyrir utan Halldór segir þessar aðstæður hafa verið skelfilegar, dóttir hans hafi verið óttaslegin en hann hafi náð að róa hana niður í bílnum á leiðinni heim og henni hafi þótt gott að sjá pabba sinn aftur. Þegar þau voru komin heim hafi stelpan virst fegin því að fara í rúmið enda komin í öryggi og rólegar aðstæður. „Mjög stuttu seinna fara tínast lögreglubílar hérna fyrir utan og ég held að það hafi mest verið fimm eða sex lögreglubílar hér fyrir utan. Þeir safnast saman lögregluþjónarnir fyrir utan útidyrahurðina og ég fer niður og tala við þá í gegnum hurðina.“ Halldór segist hafa greint lögreglunni frá því að barnið væri vissulega á svæðinu enda væri þetta heimili hennar, hún væri farin að sofa og allt væri með kyrrum kjörum í íbúðinni. Í framhaldi af því hafi Halldór farið aftur inn í íbúð sína en varð þess þá var að lögreglan hafði komið sér inn á stigagang hússins, þar sem mættir voru sex lögregluþjónar vopnaðir stórum maze-brúsum. Halldór hafi aftur reynt að ræða við lögregluna og sannfæra hana um að ekki væri ástæða til að raska ró stúlkunnar. Lögreglumenn komust að lokum inn í íbúð Halldórs og sambýliskonu hans. Þau segjast bæði hafa verið handtekin þetta örlagaríka kvöld. „Ég segi líka við þá að fulltrúi barnaverndar og kannski einn lögreglumaður geti komið hingað inn og kannað aðstæður og umhverfi barnsins. Við það er ég handtekinn og ég var alveg gáttaður, fyrir hvað? Og fæ þá svarið, þú ert grunaður um heimilisofbeldi og húsbrot. Ég spyr þá, hver væri grundvöllurinn og fæ til baka að það verði ekki rætt og ég væri bara handtekinn.“ Við það segist Halldór hafa verið færður í lögreglutök og handjárnaður fyrir aftan bak. Hann sagðist sem lögmaður ekki skilja hvernig skilyrðum meðalhófs væru uppfyllt með þessari aðgerð og óskaði eftir því að hann fengi allavega sjálfur að fara inn í herbergi til að vekja stelpuna svo að hún myndi fá að vakna við kunnugt andlit við þessar hræðilegu aðstæður en á það hefði ekki verið hlustað. „Ég er rólegur og það er friður og ró á heimilinu í kjölfarið af hræðilegum aðstæðum. Barnið er sofandi heima hjá sér og ég segi við fulltrúa barnaverndar að hvernig sé uppfyllt skilyrði um meðalhófs gagnvart barnaverndarlögum, þetta er vissulega dóttir mín og hún á lögheimili hérna. Ég fæ enginn svör og er leiddur út í bíl. Þá er sambýliskonan mín líka handtekin, hún er saklaus og gerði ekki neitt. Hún var færð niður á stöð og látin gista fangaklefa líka. Saklaus og henni er aldrei kynnt réttarstaða sín. Henni er aldrei kynnt grundvöllur né forsendur fyrir þessari valdbeitingu á hendur henni.“ Mikill léttir en líka kvíði Halldóri segist ekki hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr en daginn eftir að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Hann segist strax hafa sett sig í samband við barnavernd og fékk þá þær upplýsingar að barnið hefði aftur verið sett í umsjá móður. Hann segir óskiljanlegt að barninu hafi ekki verið komið í hendur föðurfjölskyldu í ljósi þess að móðirin hefði tálmað umgengni og í raun haldið barninu í stofufangelsi síðustu tíu vikurnar þar á undan. En í kjölfarið á þessu segir Halldór nýjan fulltrúa barnaverndar hafa tekið við málinu og þá loksins hafi eitthvað farið að gerast. Hann fékk þær upplýsingar að barnsmóðir hans hafi leitað í Kvennaathvarfið og var honum tjáð að það væri í raun jákvætt því þar væri barnið allavega undir eftirliti fagaðila sem gætu fylgst með þróun málsins næstu daga á eftir. Honum var tjáð að þar væri verið að afla gagna um samskipti móður og barns og að lagt yrði mat á hæfni móðurinnar til að annast stúlkuna upp úr því. „Síðan fæ ég upplýsingar um það að þessi tilkynning frá kvennaathvarfinu hafi borist barnavernd og hún sé alvarleg og innihaldi upplýsingar sem séu þess eðlis að barnavernd ákveður síðan að fara í neyðarúrræði og sækja barnið með góðu eða illu til móður og koma með það til mín. Þegar staðan er orðin þessi ákveð ég að samþykkja aftur að undirgangast fíkniefnapróf sem kemur út neikvætt eða ég er hreinn semsagt og barnið er fært í mína umsjá eftir allan þennan tíma. Þú getur rétt ímyndað þér léttinn og gleðina en jafnframt þann kvíða að þurfa takast á við það verkefni að koma henni aftur í andlegt jafnvægi.“ Dóttir Halldórs fór á leikskólann á nýjan leik á dögunum. Halldór segir að sem betur fer hafi dóttirin ekki verið lengi að taka gleði sína á ný. Hann hafi tekið sér frí í vinnunni fyrsta daginn með henni heima í samráði við barnavernd og leikskóla stúlkunnar. „Hún fer síðan á leikskólann sinn núna síðastliðinn mánudag og er búin að vera þar alla daga vikunnar og með hverjum degi sem líður finn ég að henni líður betur og hún er svona öruggari. Eins og ég sagði við starfsmann barnaverndar, það er oft talað um að þegar tveir deila þar, en ég er ekki í deilum og vil ekki eiga í deilum við barnsmóðir mína og vil ekki að barnið mitt sé í öllu þessu áreiti og kvíða og ég vil eiga góð samskipti við barnsmóðir mína. Ég vil að barnið mitt upplifi öryggi og stöðugleika í sínu lífi og að hún geti notið þess að allir fullorðnir í kringum hans sem elska hana séu virki þátttakendur í hennar lífi.“ Sem fyrr segir telur Halldór sig hafa orðið fyrir miklu kynjamisrétti í þessu máli en hann bendir á að þrátt fyrir að barnið búi hjá honum, hafi þar lögheimili og hann hafi verið hennar helsti uppalandi hafi móðir ítrekað getað tálmað umgengni í fleiri vikur og mánuði. Hún hafi þá verið afskiptalaus af hálfu yfirvalda í lengri tíma í einu þrátt fyrir að Halldór hafi margóskað eftir því aðstæður hennar og umhverfi væri kannað. „En í þau skipti sem ég hef neyðst til þess að taka mér einhverskonar geræðisvald þá hefur lögreglan og barnavernd mætt til mín samdægurs. Mér finnst það liggja beint við að feður eru verr settir og þeirra réttarstaða er ekki virt og okkar stjórnarskráákvæði um jafnræði kynjanna og útrýmingu á kynjamisrétti er ekki að standast skoðun í þessu kerfi. Við erum ekki að hugsa um velferð barnsins heldur að eftirláta aðilum misjafna þolinmæði og skilning eftir því hvaða kyn þau hafa. Þetta er óásættanlegt. Það er aðalástæðan fyrir því að ég er hér í dag, það er ekki til þess að láta vorkenna sjálfum mér, ekki til þess að ég fái að gráta í fjölmiðlum og fá einhverja samúð. Ég vil að þetta verði lagað.“ Ísland í dag Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Halldór Heiðar Hallsson lögmaður er faðir fimm ára stúlku en hann hefur deilt forsjá hennar með barnsmóður sinni undanfarin fjögur ár. Að sögn Halldórs hefur lögheimili stúlkunnar verið hjá honum mest allan þann tíma og segist hann hafa að undanförnu ítrekað lent í því að fá stúlkuna ekki aftur úr umgengni frá móður sinni. Um er að ræða mál sem hefur þurft talsverða aðkomu barnaverndar og má segja að það hafi náð ákveðnum hápunkti fyrr í þessum mánuði þegar Halldór Heiðar var handtekinn á heimili sínu. Halldór lýsti í Íslandi í dag upplifun sinni af því að hafa verið handtekinn eftir að hafa sótt stúlkuna til móður sinnar. Hann segir að móðir barnsins hafi tálmað umgengni hans við dóttur sína í tíu vikur. Halldór telur kynjamisrétti vera innbyggt í barnaverndarkerfið á Íslandi og vonast til þess að saga sín fái hreyft við einhverjum breytingum. Ástkær og hlý móðir „Barnsmóðir mín er góð móðir og ég hef alltaf talið það. Ég hef séð hana hvernig hún hefur verið í samvistum með eldri börnin sín á meðan við vorum í sambúð og hún er afar ástkær, hlý og góð móðir. En hún hefur því miður átt við ákveðin andleg veikindi að stríða og það hefur skapað ákveðna árekstra í okkar samskiptum,“ segir Halldór. Hann ítrekar að hann hafi alltaf talið það vera barninu fyrir bestu að vera í góðum samskiptum og tengslum við alla sína fjölskyldu. Hann segist hafa lagt sig fram við að umgengni stúlkunnar við móður sína væri sem mest og hafi hann alltaf verið mjög sveigjanlegur í því að samþykkja óskir barnsmóður sinnar um breytingar á þeirri umgengni en þau hafa gert með sér samningi um að deila forsjánni í viku og viku. Í september 2018 segir Halldór að það hafi færst í aukanna að barnsmóðir hans hafi ekki skilaði ekki barninu til Halldórs og réttlætt það með því að ásaka hann um að vera virkur fíkniefnaneytandi sem keyrði ítrekað undir áhrifum með barnið í bílnum. Halldór segist af þeim sökum endurtekið hafa þurft að gangast undir fíkniefnapróf til þess að sanna fyrir barnavernd að svo sé ekki. Engin slík mál hafi komið á borð lögreglu. „Það hefur enginn utanaðkomandi eða þriðji aðili staðfest þetta og virðast eingöngu vera ásakanir sem eru upprunnar í hennar huga.“ Óskar engu foreldri að sjá ekki barnið sitt Þrátt fyrir að hafa ítrekað þurft að sanna sakleysi sitt segir Halldór að honum hafi ekkert gengið að fá aðstoð yfirvalda við að endurheimta stúlkuna í þessum aðstæðum. Og nú síðast þegar barnið fór til móður sinnar segir Halldór hafa verið upphafið að einhverjum erfiðasta tíma lífs síns og segist hann ekkert hafa fengið að sjá eða heyra í barni sínu í heilar tíu vikur. „Það er eitthvað sem ég óska engu foreldri að upplifa það að fá hvorki að tala né heyra eða sjá í barninu sínu í þetta langan tíma. Barnið fór ekki á leikskóla í tíu vikur og hún er í skólahóp. Hún fékk mjög lítið að tala við mína fjölskyldu eða aðra aðila. Hún hitti ekki vini sína, tók ekki þátt í ballet eða fimleikum sem hún hefur verið að stunda.“ Halldór segir að allan þann tíma sem á þessu stóð voru Halldór og fjölskylda hans ítrekað að reyna að koma því á framfæri við barnavernd að þau hefðu verulegar áhyggjur af þessu ástandi og að það væri augljóslega skaðlegt heilsu og velferð barnsins. Hann nefnir að þessar áhyggjur hafi verið endalega staðfestar af deildarstjóra leikskóla stúlkunnar sem hringdi sjálf í Halldór til að greina honum frá því að hún efaðist um hæfni og getu móður til að hafa stúlkuna í sinni umsjá eftir að hafa átt samtal við hana í síma. Halldór greindi barnavernd frá þessu en segir að á það hafi ekki verið hlustað þar sem Halldór væri á þeim tímapunkti að bera þær upplýsingar áfram sem þriðji aðili. Upp úr því hafi deildarstjóri leikskólans sjálf skilað inn tilkynningu til barnaverndar um þessar áhyggjur en þrátt fyrir það gerðist ekki neitt að sögn Halldórs. Gat ekki setið aðgerðalaus Hann segir steininn svo hafa tekið úr fyrir tveimur vikum þegar hann fékk upplýsingar frá nágranna barnsmóður sinnar að hún væri nú í samvistum við mann sem væri þekktur afbrotamaður og fíkniefnaneytandi og að sést hefði til þeirra í annarlegu ástandi í hverfinu á meðan barnið væri í hennar umsjá. Halldór segist enn og aftur hafa reynt að fá barnavernd í málið en honum þá tjáð að upplýsingarnar hans væru enn ekki marktækar þar sem þær væru aftur að koma frá þriðja aðila. „Þarna fæ ég í rauninni alveg nóg. Ég held að flestallir feður gætu ekki setið aðgerðalausir við þessar aðstæður. Þarna er ég ekki búinn að sjá né heyra í barninu mínu í tíu vikur. Barnsmóðir mín á við andleg veikindi að stríða, hún er þarna ekki búin að fara á leikskólann í tíu vikur og hefur verið í stofufangelsi þann tíma.“ Halldór ítrekar að hann taldi sig á þessum tímapunkti virkilega vera búinn að leggja sig allan fram við að reyna að fá aðstoð yfirvalda og barnaverndar til þess að ná barninu út úr þessum aðstæðum. Hann hafi verið orðinn örvinglaður og ráðþrota frammi fyrir því hvernig hann ætti að gegna skyldu sinni sem foreldri og forsjáraðili barnsins við það að vernda velferð þess. Þá hafi hann talið málið vera orðið of langt gengið og tók því þá hvatvísu ákvörðun um að hann yrði að sækja barnið sjálfur. „Ég fór um kvöldið, klukkan var orðin svona ellefu og þá fer ég inn á heimili móður, sem lögmaður er ég í rauninni að fremja afbrot og húsbrot, til þess að sækja barnið. Ég kem inn í íbúðina og þar eru öll ljósin slökkt, allt í drasli og það er vond lykt þarna inni. Ég finn barnið en móðirin ræðst á mig og reynir að loka okkur inni í barnaherberginu og hindra mér útgöngu úr íbúðinni. Á engum tímapunkta beitti ég barnsmóðir minni nokkurs konar valdi eða ofbeldi. Ég einfaldlega gekk inn í herbergið hjá barninu, tók hana upp í fangið á mér og kom mér út úr íbúðinni.“ Sex lögreglubílar fyrir utan Halldór segir þessar aðstæður hafa verið skelfilegar, dóttir hans hafi verið óttaslegin en hann hafi náð að róa hana niður í bílnum á leiðinni heim og henni hafi þótt gott að sjá pabba sinn aftur. Þegar þau voru komin heim hafi stelpan virst fegin því að fara í rúmið enda komin í öryggi og rólegar aðstæður. „Mjög stuttu seinna fara tínast lögreglubílar hérna fyrir utan og ég held að það hafi mest verið fimm eða sex lögreglubílar hér fyrir utan. Þeir safnast saman lögregluþjónarnir fyrir utan útidyrahurðina og ég fer niður og tala við þá í gegnum hurðina.“ Halldór segist hafa greint lögreglunni frá því að barnið væri vissulega á svæðinu enda væri þetta heimili hennar, hún væri farin að sofa og allt væri með kyrrum kjörum í íbúðinni. Í framhaldi af því hafi Halldór farið aftur inn í íbúð sína en varð þess þá var að lögreglan hafði komið sér inn á stigagang hússins, þar sem mættir voru sex lögregluþjónar vopnaðir stórum maze-brúsum. Halldór hafi aftur reynt að ræða við lögregluna og sannfæra hana um að ekki væri ástæða til að raska ró stúlkunnar. Lögreglumenn komust að lokum inn í íbúð Halldórs og sambýliskonu hans. Þau segjast bæði hafa verið handtekin þetta örlagaríka kvöld. „Ég segi líka við þá að fulltrúi barnaverndar og kannski einn lögreglumaður geti komið hingað inn og kannað aðstæður og umhverfi barnsins. Við það er ég handtekinn og ég var alveg gáttaður, fyrir hvað? Og fæ þá svarið, þú ert grunaður um heimilisofbeldi og húsbrot. Ég spyr þá, hver væri grundvöllurinn og fæ til baka að það verði ekki rætt og ég væri bara handtekinn.“ Við það segist Halldór hafa verið færður í lögreglutök og handjárnaður fyrir aftan bak. Hann sagðist sem lögmaður ekki skilja hvernig skilyrðum meðalhófs væru uppfyllt með þessari aðgerð og óskaði eftir því að hann fengi allavega sjálfur að fara inn í herbergi til að vekja stelpuna svo að hún myndi fá að vakna við kunnugt andlit við þessar hræðilegu aðstæður en á það hefði ekki verið hlustað. „Ég er rólegur og það er friður og ró á heimilinu í kjölfarið af hræðilegum aðstæðum. Barnið er sofandi heima hjá sér og ég segi við fulltrúa barnaverndar að hvernig sé uppfyllt skilyrði um meðalhófs gagnvart barnaverndarlögum, þetta er vissulega dóttir mín og hún á lögheimili hérna. Ég fæ enginn svör og er leiddur út í bíl. Þá er sambýliskonan mín líka handtekin, hún er saklaus og gerði ekki neitt. Hún var færð niður á stöð og látin gista fangaklefa líka. Saklaus og henni er aldrei kynnt réttarstaða sín. Henni er aldrei kynnt grundvöllur né forsendur fyrir þessari valdbeitingu á hendur henni.“ Mikill léttir en líka kvíði Halldóri segist ekki hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrr en daginn eftir að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Hann segist strax hafa sett sig í samband við barnavernd og fékk þá þær upplýsingar að barnið hefði aftur verið sett í umsjá móður. Hann segir óskiljanlegt að barninu hafi ekki verið komið í hendur föðurfjölskyldu í ljósi þess að móðirin hefði tálmað umgengni og í raun haldið barninu í stofufangelsi síðustu tíu vikurnar þar á undan. En í kjölfarið á þessu segir Halldór nýjan fulltrúa barnaverndar hafa tekið við málinu og þá loksins hafi eitthvað farið að gerast. Hann fékk þær upplýsingar að barnsmóðir hans hafi leitað í Kvennaathvarfið og var honum tjáð að það væri í raun jákvætt því þar væri barnið allavega undir eftirliti fagaðila sem gætu fylgst með þróun málsins næstu daga á eftir. Honum var tjáð að þar væri verið að afla gagna um samskipti móður og barns og að lagt yrði mat á hæfni móðurinnar til að annast stúlkuna upp úr því. „Síðan fæ ég upplýsingar um það að þessi tilkynning frá kvennaathvarfinu hafi borist barnavernd og hún sé alvarleg og innihaldi upplýsingar sem séu þess eðlis að barnavernd ákveður síðan að fara í neyðarúrræði og sækja barnið með góðu eða illu til móður og koma með það til mín. Þegar staðan er orðin þessi ákveð ég að samþykkja aftur að undirgangast fíkniefnapróf sem kemur út neikvætt eða ég er hreinn semsagt og barnið er fært í mína umsjá eftir allan þennan tíma. Þú getur rétt ímyndað þér léttinn og gleðina en jafnframt þann kvíða að þurfa takast á við það verkefni að koma henni aftur í andlegt jafnvægi.“ Dóttir Halldórs fór á leikskólann á nýjan leik á dögunum. Halldór segir að sem betur fer hafi dóttirin ekki verið lengi að taka gleði sína á ný. Hann hafi tekið sér frí í vinnunni fyrsta daginn með henni heima í samráði við barnavernd og leikskóla stúlkunnar. „Hún fer síðan á leikskólann sinn núna síðastliðinn mánudag og er búin að vera þar alla daga vikunnar og með hverjum degi sem líður finn ég að henni líður betur og hún er svona öruggari. Eins og ég sagði við starfsmann barnaverndar, það er oft talað um að þegar tveir deila þar, en ég er ekki í deilum og vil ekki eiga í deilum við barnsmóðir mína og vil ekki að barnið mitt sé í öllu þessu áreiti og kvíða og ég vil eiga góð samskipti við barnsmóðir mína. Ég vil að barnið mitt upplifi öryggi og stöðugleika í sínu lífi og að hún geti notið þess að allir fullorðnir í kringum hans sem elska hana séu virki þátttakendur í hennar lífi.“ Sem fyrr segir telur Halldór sig hafa orðið fyrir miklu kynjamisrétti í þessu máli en hann bendir á að þrátt fyrir að barnið búi hjá honum, hafi þar lögheimili og hann hafi verið hennar helsti uppalandi hafi móðir ítrekað getað tálmað umgengni í fleiri vikur og mánuði. Hún hafi þá verið afskiptalaus af hálfu yfirvalda í lengri tíma í einu þrátt fyrir að Halldór hafi margóskað eftir því aðstæður hennar og umhverfi væri kannað. „En í þau skipti sem ég hef neyðst til þess að taka mér einhverskonar geræðisvald þá hefur lögreglan og barnavernd mætt til mín samdægurs. Mér finnst það liggja beint við að feður eru verr settir og þeirra réttarstaða er ekki virt og okkar stjórnarskráákvæði um jafnræði kynjanna og útrýmingu á kynjamisrétti er ekki að standast skoðun í þessu kerfi. Við erum ekki að hugsa um velferð barnsins heldur að eftirláta aðilum misjafna þolinmæði og skilning eftir því hvaða kyn þau hafa. Þetta er óásættanlegt. Það er aðalástæðan fyrir því að ég er hér í dag, það er ekki til þess að láta vorkenna sjálfum mér, ekki til þess að ég fái að gráta í fjölmiðlum og fá einhverja samúð. Ég vil að þetta verði lagað.“
Ísland í dag Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira