Ágúst pantaði fjögurra punkta öryggisbelti á AliExpress en fékk fullt af kynlífsdóti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 12:30 Ágúst ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann opnaði pakkann. „Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“ Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
„Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“
Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira